Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Blaðsíða 23

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Blaðsíða 23
23 leiðslutölur, sem handbærar eru fyrir tvo fyrstu fjórðunga þessa árs. Framleiðsla álverksmiðjunnar minnkaði að vísu um 2% fyrstu átta mánuði þessa árs frá sama tíma í fyrra og áburðarframleiðsla dróst saman um 1,5%, en framleiðsla kísilgúrs jókst um 3,5%. Framleiðsla járnblendis hófst á árinu, og má ætla að tilkoma hennar valdi ein sér 2% aukningu á heildarframleiðslu iðnaðar. Framleiðsla annarrar iðnaðarvöru er talin hafa aukizt um 2—3% fyrstu tvo fjórðunga þessa árs miðað við sama tíma árið 1978. Með hliðsjón af framvindunni fyrri hluta ársins og upphafi jámblendifram- leiðslu má ætla, að iðnaðarvöruframleiðslan í heild geti aukizt um 5 % samanborið við 4—5% aukningu árið 1978. Ertiðleikar í raforkuvinnslu vegna vatnsskorts gætu þó dregið úr framleíðslu áls og kísiljáms á síðustu mánuðum ársins og yrði aukningin á árinu þá eitthvað minni. Iðnaðarframleiðslan í ár yrði samkvæmt þessu rúmlega 70% meiri en á árinu 1970, en á sama tíma hefur þjóðarframleiðsla vaxið um rúmlega 50%. Á þennan einfalda mælikvarða hefur hlutur iðnaðar í þjóðarbúskapnum því aukizt verulega á þessum áratug. Magnvísitala iðnaðarframleiðslu 1970—1979. 1970 = 100. Bráðab. Spá 1970 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979 Vísitala 100 114,3 123,7 141,0 140,6 135,9 143,9 156,0 163,0 171,2 Breyting milli ára, % .... 14,3 8,2 14,0 -=-0,3 -=-3,3 5,9 8,4 4,5 5,0 Þegar á heildina er litið, var afkoma iðnaðarins all stöðug fram yfir miðjan áratuginn, en hefur heldur versnað síðustu árin. Hagur útflutningsgreina hefur verið óstöðugri en hagur þeirra greina, er framleiða fyrir irmlendan markað. Áætlanir um afkomu iðnaðar um mitt ár 1979 bentu til þess, að hagur hans væri þá í heild svipaður og um mitt ár 1978 og á öllu árinu 1977. Þannig var nokkur hagnaður eftir afskriftir í viðgerðargreinum og þeim greinum vöruframleiðslu, sem selja framleiðslu sína á innlendum markaði, en hins vegar var um taprekstur að ræða í útflutningsiðnaði og var staðan verst í ullariðnaði. Hagur útflutn- ingsgreinanna hefur batnað nokkuð að undanfömu vegna gengislækkunar krón- unnar og framleiðsluaukningar, en örar kostnaðarhækkanir veikja þó fljótt stöðu þessara greina á sama hátt og gildir um sjávarútveginn. Afkoma heimamarkaðsgreina og viðgerðargreina var á miðju þessu ári betri en í útflutningsiðnaðinum, enda eiga fyrirtæki í þessum greinum hægara með að velta innlendum kostnaðarhækkunum út í verðlagið. Hér skiptir þó samkeppnisstaða gagnvart innflutningi miklu máh, en hún ræðst mjög af gengis- skráningunni, þegar kostnaðarhækkanir innanlands em jafn örar og verið hefur á síðustu missemm. Ekki em líkur á, að samkeppnisstaðan breytist að marki í ár,

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.