Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Blaðsíða 24

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Blaðsíða 24
24 þar sem gengisbreytingar hafa að mestu jafnað muninn á erlendum verðhækkun- um og innlendum kostnaðarbreytingum, þegar eínnig er tekið tillit til þess að álagning jöfnunargjalds og aðlögunargjalds á innfluttar iðnaðarvörur dregur úr áhrifum tollalækkana. I»ótt rekstrarafkoma iðnaðarins sé í heild lík á þessu ári og undanfarin tvö ár, má telja líklegt, að vaxandi verðbólga hafi rýrt rekstrarfé fyrirtækjanna og greiðslustaða margra þeirra sé því lakari nú en að undanfömu. Þetta á einnig við um fyrirtæki í öðmm atvinnugreinum. Verzlun. Afkoma verzlunar á árinu 1978 er talin hafa verið heldur lakari en nokkur undanfarin ár, m. a. vegna 3% lægri meðalálagningar en árið 1977, en leyfilegri hámarksálagningu á vömm, sem em háðar verðlagsákvæðum, var tvívegis breytt samhliða gengislækkun í febrúar og september á síðastliðnu ári. Áætlanir um afkomu verzlunarinnar í byrjun þessa árs bentu til enn lakari stöðu en í fyrra, og þegar á heildina var litið virtist ekki vera um teljandi hagnað að ræða. í apríl á þessu ári var hámarksálagning hækkuð nokkuð, einkum hjá smásölu- verzlun, sem hefur á undanfömum ámm verið verr stödd en aðrar greinar verzl- unar. Eftir þessa álagningarbreytingu virtist staða verzlunar um mitt þetta ár svipuð og á árinu 1977, en eftir launahækkanir í júní og í september hefur staðan heldur veikzt á ný og er vergur hagnaður talinn s ipaður og að meðaltali 1978. Horfur fyrir allt árið benda þó til þess, að í heild verði afkoman eitthvað betri á þessu ári en í fyrra, þar sem vörusala er talin aukast nokkuð að raungildi. Hagur einstakra verzlunargreina er nokkuð misjafn og er hagur smásöluverzl- unar einna lakastur. Hagur byggingarvömverzlunar og almennrar heildverzlunar er sæmilegur, þótt lakari sé en á ámnum 1974—1977. Töluverður samdráttur hefur orðið í bifreiðaverzlun það sem af er þessu ári eftir mikla veltuaukningu á árinu 1978. Skýrslur um verzlunarveltu samkvæmt söluskattsframtölum á fyrstu sex mán- uðum þessa árs sýna, að velta heildverzlunargreina — án olíuverzlunar — hefur aukizt um rösklega 37 % frá sama tíma í fyrra, þar af 56% í byggingarvörum, 25 % í bifreiðaverzlun og 38 % í annarri heildverzlun. Á sama tíma jókst velta smásölu- verzlunar um 46%, en aukning var nokkuð misjöfn eftir greinum. Við mat á þessum tölum má hafa í huga, að ætla má, að á fyrri helmingi þessa árs hafi almennt innlent verðlag verið um 42% hærra að meðaltali en á sama tíma árið áður og innflutningsverð í krónum um 50% hærra. Samkvæmt þessu virðist velta hafa dregizt saman að raungildi í innflutningsverzlun annarri en byggingar- vöruverzlun, en í smásöluverzlun er um nokkra aukningu að ræða í greininni í heild. Fjármál ríkisins. í fjárlögum ársins 1979 var gert ráð fyrir, að innheimtar tekjur ríkissjóðs yrðu tæpir 209 milljarðar króna en útgjöld 202,3 milljarðar og þannig næðist um 6,7

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.