Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Blaðsíða 10

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Blaðsíða 10
10 um 44% frá árinu áður. Petta er sama meðalhækkun og á ánnu 1978 en hækkunin frá upphafi til loka árs var þá 38%. Hækkun vísitölu byggingarkostnaðar hefur verið jafnari en hækkun fram- færsluvísitölu og er ef til vill betri mæhkvarði á verðbólguþróunina en vísitala framfærslukostnaðar. í þessu sambandi má meðal annars minna á hinar marg- háttuðu niðurfærsluráðstafanir í september og desember á síðasta ári, er drógu mjög úr árshækkun framfærsluvísitölunnar um tíma. í fyrra hækkaði byggingar- vísitala um 46% frá upphafi til loka árs og í ár eru horfur á, að hækkunin verði nálægt 50%. Lausleg áætlun um verðlagsþróunina fyrstu mánuði næsta árs bendir ekki til, að hún verði að marki hægari en um þessar mundir. Hækkun framfærsluvísitölu frá nóvember til febrúar gæti að vísu orðið eitthvað minni en hækkunin frá ágúst til nóvember, sem nú er áætluð 13—14%. Reynsla undanfarinna ára bendir hins vegar til þess, að framfærsluvísitala hækki meira frá febrúar til maí en þrjá mánuðina næstu á undan. Verði framvinda ríkisfjármála og peningamála með líkum hætti á næsta ári og í ár og vísitölukerfi launa óbreytt, eru engar líkur á, að úr verðbólgu dragi á næsta ári. Hún yrði á flesta mælikvarða nálægt 45—50% og þaðan af meiri, ef viðskiptakjör breyttust mikið eða samið yrði um almennar grunnkaupshækkanir. Ekki er ástæða til þess að gera nánari spár um verðlagsþróunina á næsta ári að svo stöddu. En meginviðfangsefni á sviði efnahagsmála á næstunni hlýtur að verða að breyta þessum verðlagshorfum, þannig að úr verðbólgunni dragi. Tekjur og kaupmáttur. Kauptaxtar launþega hækka að líkindum um 42% að meðaltali á árinu 1979 samanborið við 55% hækkun 1978. Sé miðað við, að vísitala framfærslukostnaðar hækki um 44% að meðaltali í ár, verður kaupmáttur kauptaxta 1—2% minni í ár en í fyrra. Framan af árinu var kaupmáttur nokkru meiri en 1978 en síðan hefur hann minnkað. Ástæðumar em einkum frádráttur frá verðbótahækkun launa vegna versnandi viðskiptakjara, annar frádráttur við ákvörðun verðbóta (bú- vömfrádráttur, áfengi og tóbak, olíustyrkur) og vaxandi verðbólga. Móti þessu vegur að nokkra 3% grunnkaupshækkun opinberra starfsmanna í apríl og ASÍ- félaga í júní. Sé htið til loka ársins, er líklegt, að kaupmáttur rými nokkuð frá þriðja til fjórða ársf jórðungs og verði þá 2—3 % undir ársmeðaltali, og er ástæðan fyrst og fremst rýmun viðskiptakjara. Við útreikning verðbótavísitölu í júní var frádráttur vegna versnandi viðskipta- kjara 2,6%, en samkvæmt bráðabirgðaákvæðum í efnahagsmálalögunum í apríl skyldi frádráttur vegna viðskiptakjararýrnunar mest verða 2% í júní og á dag- vinnulaun lægri en 210 þús. krónur í marz 1979, skyldi þessi frádráttur ekki koma til framkvæmda fyrr en 1. desember í ár. í september reyndist viðskipta- kjarafrádráttur 1,4% til viðbótar júnífrádrætti auk þess sem þá kom til fram- kvæmda frádráttur umfram 2% í júní, er ekki skyldi taka gildi fyrr en 1. septem-

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.