Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Blaðsíða 29

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Blaðsíða 29
29 Heildarinnlán Spariinnlán Útlán Meðal- Meðal- Meðal- Meðal- Meðal- Meðal- nafn- raun- nafn- raun- nafn- raun- vextir % vextir % vextir % vextir % vextir % vextir % 1974 ...................... 9,8 -í-28,0 11,7 4-26,7 13,2 -í-25,7 1975 ..................... 11,7 h-19,1 13,9 4-17,5 14,9 -s-16,7 1976 ..................... 11,7 -5-17,0 14,7 -rl4,8 15,2 -5-14,4 1977 ..................... 12,8 -5-15,5 16,1 h-13,1 17,1 -5-12,3 1978 ..................... 17,8 -=-17,1 22,8 -5-13,6 24,8 -i-12,2 1979 áætlun .............. 22,5 4-21,0 27,5 -i-17,8 29,5 4-16,5 Rétt er að það komi skýrt fram, að taflan sýnir áætlaðar ársmeðaltölur nafn- vaxta og raunvaxta á hverju ári. Áætlunin fyrir líðandi ár sýnir, að raunvextir verða lægri í ár en undanfarin þrjú ár, þrátt fyrir að nafnvextir hafi verið hækkaðir tvisvar í samræmi við ákvæði efnahagsmálalaganna frá því í aprfl. Við vaxta- ákvörðunina í september var talið, að raunvextir hafi verið á svipuðu stigi og að meðaltali á árinu 1978. Meðaltölur þessarar töflu leyna vitaskuld raunvaxtamun mismunandi útlána og innlána. Reyndar hafa allar tegundir innlána borið neikvæða raunvexti en vextir af bundnu sparifé hafa verið hæstir og komizt næst því að tryggja raunverulega ávöxtun fjárins. Aukin verðtrygging þessara innlána virðist, eins og þegar hefur komið fram, hafa haft í för með sér töluverða innlánsaukningu. Um þessar mundir má ætla að 39,5% heildarvextir af vaxtaaukareikningum svari til um 10% neikvæðra raunvaxta á þessu sparifé. Hvað útlán bankanna varðar hefur vaxta- og verðtryggingarkostnaður gengis- tryggðra afurðalánavíxla komizt næst því að fylgja verðbólguhraðanum innan- lands og kann þetta að hafa átt þátt í dvínandi eftirspum eftir þessum lánum að undanfömu. Vextir á almennum bankalánum (þ. e. lánum öðmm en endurseldum afurðalánavíxlum) hafa á hinn bóginn verið mun lægri en svarar verð- bólguhraðanum. Útlán innlánsstofnana hafa og aukizt mjög, enda var lausafjár- staða þeirra afar rúm á fyrstu mánuðum ársins. Síðustu mánuðina hefur lausa- fjárstaðan hins vegar rýrnað mjög, þar sem ekki hefur dregið úr vexti útlána þrátt fyrir lítið framboð peninga á þessum árstíma og aukna innlánsbindingu eins og áður greinir. Tímabilið frá lokum september 1978 til jafnlengdar á þessu ári jukust heildarútlán innlánsstofnana um 46% samanborið við 45% tólf mánuðina næstu á undan. Útlán önnur en endurseldir víxlar höfðu á sama tíma aukizt um 50% samanborið við 43% ársaukningu til loka september 1978. í lánsfjáráætlun og í samningum Seðlabankans við innlánsstofnanir var gert ráð fyrir, að almenn útlán ykjust ekki meira en um 33% frá upphafi til loka þessa árs og heildarútlán ekki meira en 30%, en þá var við það miðað, að verðlag hækkaði um 30% yfir árið. í lok september höfðu heildarútlán innlánsstofnana þegar aukizt um 41 % frá því í ársbyr jun og almenn útlán um 51 %. Samkvæmt fyrri reynslu má ætla, að árið

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.