Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Blaðsíða 19

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Blaðsíða 19
19 rúmlega 3%. Þetta er mikil breyting frá síðustu þremur árum, er þjóðartekjur á mann jukust að jafnaði um 5'/2% á ári, enda bötnuðu viðskiptakjör mikið árin 1976 og 1977 en héldust síðan óbreytt árið 1978. Eftir þennan afturkipp í ár eru þjóðartekjur á mann svipaðar og á árinu 1977. Taflan hér á eftir sýnir þróun þessara stærða allt frá árinu 1970, og til samanburðar er sýnd þróun kaupmáttar ráðstöfunartekna á mann. 1970 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 Spá 1979 ÞJódarframleidsla á mann: Vísitölur 100 112 116 123 126 122 124 130 135 137 Breyting frá fyrra ári, % 7,7 11,7 4,1 6,1 2,1 -5-3,3 1,6 5,2 3,4 1,6 Viðskiptakjör: Vísitölur 100 112 111 128 116 99 111 120 120 106 Breyting frá fyrra ári, % .. 14,0 12,0 -5-0,9 15,3 -5-9,8 -5-14,6 12,7 8,4 0,0 -5-11,0 Þjóðartekjur á mann: Vísitölur 100 115 119 131 131 121 128 138 143 140 Breyting frá fyrra ári, % 11,9 14,7 3,8 10,0 h-0,3 -5-7,0 5,0 8,1 3,4 -5-1,9 Kaupmáttur ráðstöfunartekna á Vísitölur mann: 100 114 127 137 146 130 133 149 161 161 Breyting frá fyrra ári, % 13,8 14,4 10,8 7,9 7,1 -5-11,2 2,0 12,5 8,0 0,0 Niðurstöður þeirrar spár og dæma um þjóðarútgjöld, útflutning og innflutning, sem rakin voru hér að framan, eru þær, að þjóðarframleiðslan í heild vaxi aðeins um 1 % á næsta ári og þjóðartekjur verði óbreyttar. Þetta felur í sér, að þjóð- artekjur á mann dragist saman á árinu 1980. Ástæður þessa hæga hagvaxtar eru fyrst og fremst þær, að aðeins er unnt að reikna með lítilsháttar aukningu útflutn- ingsframleiðslu á næsta ári, ef draga þarf úr þorskafla og loðnuafla frá því, sem var í ár. Við þetta bætist síðan líkleg versnun viðskiptakjara að óbreyttu olíuverði. Aukningu þjóðarútgjalda umfram það, sem hér er gert ráð fyrir, myndi fylgja frekari aukning innflutnings og þar með halli á utanríkisviðskiptum og þá einnig hætta á vaxandi verðbólgu.

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.