Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Blaðsíða 15

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Blaðsíða 15
15 ár er útlit fyrir um 1% aukningu þjóðarútgjalda en nær 2%, ef birgðabreytingar eru undanskildar. Innflutningur. Fyrstu þrjá fjórðunga þessa árs var vöruinnflutningur um 13% meiri en á sama tíma í fyrra, ef reiknað er á sama gengi bæði árin. Að teknu tilliti til verðbreytinga í erlendri mynt er um lítilsháttar samdrátt að ræða. Eins og áður kom fram, hefur innflutningur neyzluvöru, ekki sízt bílainnflutningur, dregizt saman á árinu. Sama máli gegnir um innflutning fjárfestingarvöru, en innflutningur rekstrarvöru til atvinnuveganna er nokkru meiri í ár en í fyrra. Gildir það meðal annars um olíuinnflutning, sem var um 7% meiri að magni fyrstu níu mánuði ársins en á sama tíma í fyrra, einkum vegna aukins innflutnings á svartolíu og þotueldsneyti. Líklegt er þó, að á árinu öllu verði olíuinnflutningur svipaður að magni og í fyrra. Reiknað í erlendri mynt hefur olíuinnflutningur aukizt um 93% á árinu saman- borið við 5% aukningu annars vöruinnflutnings. Horfur eru á, að almennur vöruinnflutningur1) dragist saman um 4—5% að magni í ár samanborið við 7% aukningu 1978 og 22% aukningu 1977. Innflutn- ingur skipa og flugvéla verður heldur meiri í ár en í fyrra en innflutningur til stórframkvæmda minni. Rekstrarvöruinnflutningur álverksmiðjunnar gæti orðið svipaður og á síðasta ári, en nokkur innflutningur verður vegna framkvæmda. í heild gæti vöruinnflutningur orðið 3 % minni að raungildi en á síðasta ári saman- borið við 1% aukningu 1978 og 22% aukningu 1977. Eins og áður kom fram, er reiknað með, að innflutningsverð olíu hækki um 100—110% í dollurum frá síðasta ári. Til samanburðar má nefna, að árið 1974, þ. e. í kjölfar olíuverðshækkunar olíuútflutningsríkja um áramótin 1973/74, hækkaði innflutningsverð á olíu um 150% í dollurum. Frá 1974 til 1978 hækkaði verðið að meðaltali um 6% á ári, eða svipað og verð á öðrum innflutningi. Verð á almennum innflutningi öðrum en olíu hækkar að líkindum um 9% í erlendri mynt á árinu 1979 og verðhækkun almenns vöruinnflutnings að olíu meðtalinni yrði þá um 22 %. Litlar verðbreytingar voru á rekstrarvörum álverksmið junnar framan af árinu og sé allur vöruinnflutningur tekinn saman, gæti verðbreytingin orðið 19—20% í erlendri mynt. í krónum er verðbreytingin hins vegar um 60%, þar sem verð á erlendum gjaldeyri hækkar að meðaltali um 33—34%, en það jafn- gildir 25% lækkun á gengi krónunnar. Samtals yrði vöruinnflutningur þá um 260 milljarðar króna (f. o. b.). Þar af yrði olíuinnflutningur 50 milljarðar króna eða 19,2% alls vöruinnflutnings. Miðað við núverandi olíuverð og gengi næmi olíu- innflutningur hins vegar 69 milljörðum króna eða 23—24% alls vöruinnflutnings á sambærilegu gengi. Árið 1973 var olíuinnflutningur 7V2% af heildarvöruinn- flutningi, en árið 1974 hækkaði þetta hlutfall í 12,2%. Frá 1975 til 1978 var hlutfallið á bilinu 12—12^2% og var t. d. 11,9% árið 1978. Sé innflutnings- verðmæti olíu reiknað í dollurum verður aukningin nú miklu meiri en árið 1974. 1) Vöruinnflutningur án innflutnings skipa og flugvéla, til Landsvirkjunar, álverksmiðju og járnblendiverksmiðju.

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.