Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Blaðsíða 26

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Blaðsíða 26
26 af árstíðahalla ríkissjóðs. í marzlok höfðu innlánsstofnanir þegar keypt ríkis- sjóðsvíxla fyrir 2,5 milljarða króna, en frá því í júní hafa innlánsstofnanir smám saman leyst inn hluta af þessum víxlum í Seðlabankanum. í lok september áttu innlánsstofnanir ennþá ríkissjóðsvíxla að andvirði 800 m.kr. Af 9,1 milljarðs króna rekstrarhalla fyrstu níu mánuði ársins hefur 2,6 milljörðum verið mætt með lántökum utan Seðlabanka. Gagnvart Seðlabanka hefur greiðsluafkoma ríkis- sjóðs versnað um 6,4 milljarða, en þar af hefur 800 m.kr. verið mætt með sölu ríkissjóðsvíxla, en 5,6 milljarðar hafa verið fjármagnaðir með auknum yfirdrætti í Seðlabankanum. Yfirdrátturinn var mestur 11 milljarðar í júlflok. Samanburður við tölur fyrri ára bendir til þess, að sú ástæða, sem hér hefur verið nefnd til skýringar á hinum mikla rekstrarhalla ríkissjóðs framan af ári, þ. e. árstíðarsveifla í fjárþörf og innheimtu, sé ekki næg til að skýra hinn mikla rekstrarhalla framan af þessu ári. Rekstrarhallinn virðist að töluverðu leyti eiga rætur að rekja til mikillar aukningar útgjalda, annað hvort vegna þess, að útgjöld falli til fyrr á þessu ári en undangengin ár eða vegna hins að heildarútgjöld ríkissjóðs stefni í hærri tölur en reiknað var með á fjárlögum að teknu tilliti til verðbreytinga. Fyrstu níu mánuði ársins voru ríkisútgjöld um 53% meiri en á sama tíma 1978 en tekjur um 50'/2% meiri. Ætla má, að þetta tímabil hafi laun og verðlag að jafnaði verið um 42% hærri en árið áður. Það sem af er árinu hafa ríkisútgjöldin því aukizt nokkru meira en ríkistekjur og mun meira en verðlag og kauplag. í meðfylgjandi töflu má sjá stöðu ríkisfjármálanna eftir fyrstu níu mánuði áranna 1975—1979. Þar kemur meðal annars fram, að á mælikvarða rekstrar- jafnaðar og greiðslujafnaðar sem hlutfalls af tekjum ríkissjóðs þetta árabil hefur staða ríkissjóðs á þessum árstíma verið lökust samdráttarárið 1975, bezt hefur staðan verið árið 1978, en hún er svipuð árin 1976, 1977 og 1979. Þessar tölur gefa þó ófullkomna vísbendingu um endanlega útkomu eins og raunar má sjá í neðsta hluta töflunnar, en þar eru sömu hlutföll reiknuð fyrir allt það ár sem í hlut á. Samkvæmt áætlunum fyrir líðandi ár gæti rekstrarhalli ríkissjóðs orðið álíka mikill í hlutfalli við ríkistekjur og var á árinu 1977 og sama máli gegnir um greiðsluhalla, en útkoman verður lakari en í fyrra og töluvert lakari en á árinu 1976. Áætlanir fyrir árið 1979 benda til þess, að ríkissjóður verði rekinn með halla á árinu öllu. Áætlanir Þjóðhagsstofnunar um tekjur ríkissjóðs benda til, að inn- heimtar tekjur verði nálægt 232 milljörðum króna eða um 11 % umfram fjárlög. Síðustu áætlanir Fjárlaga- og hagsýslustofnunar um útgjöld benda til, að þau verði um 238 milljarðar króna eða um 18% meiri en reiknað var með á fjárlögum. Samkvæmt þessu yrði um 6 milljarða króna rekstrarhalli á ríkissjóði á árinu. Áætlað er, að Iánahreyfingar utan Seðlabanka verði jákvæðar um 2 milljarða og greiðslujöfnuður því óhagstæður um 4 milljarða króna. Gangi þessar áætlanir eftir verða greiðsluhreyfingar ríkissjóðs við Seðlabankann neikvæðar um 4 millj- arða króna, en samkvæmt fjárlögum átti ríkissjóður að greiða 5,1 milljarð króna í

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.