Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Blaðsíða 22

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Blaðsíða 22
22 minni fallþunga dilka en á undangengnum árum. Á hinn bóginn er líklegt, að óvenjumörgu fé verði slátrað á þessu hausti, þar sem ásetning verður með minnsta móti. Að öllu samanlögðu má reikna með um 4—6% samdrætti búvörufram- leiðslunnar. Landbúnaðurinn ætti að vera allvel búinn undir erfiðleikana á þessu ári. Góðæri hefur verið í landbúnaði undanfarin tvö ár, framleiðsla farið vaxandi og tekjur bænda hafa aukizt meira en annarra stétta, einkum á árinu 1978. Þá hefur innanlandssala búvöru verið tiltölulega mikil á árinu og tekjur ættu því að skila sér fyrr og betur en vant er. Loks hefur búvöruverð til bænda verið hækkað að mun á þessu ári. Á hinn bóginn hlýtur hinn rýri heyfengur að valda því, að kaup á fóðri, ekki sízt kjamfóðri, verða með mesta móti, þannig að til rekstrar- og greiðslu- fjárerfiðleika gæti komið hjá bændum á óþurrka- og harðindasvæðum. Meðfylgjandi tafla sýnir m. a. samanburð á meðalbrúttótekjum bænda og tekna svonefndra viðmiðunarstétta. Ýmsir annmarkar eru á þessum samanburði en hann ætti þó að gefa hugmynd um afkomu bænda í samanburði við aðrar stéttir frá einu ári til annars. Þessi samanburður sýnir, að tekjur bænda hafa vaxið örar en tekjur „viðmiðunarstéttanna“ síðastliðin tvö ár eftir þriggja ára rýmandi af- Framleiðsla og tekjur í landbúnaði 1971—1978. Vísitölur 1971 = 100. 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 Áætlun 1978 A. Fnmleiðda 1. Landbúnaður, alls ... 100,0 104,0 108,5 112,3 108,2 112,1 116,2 120,6 2. Nautgripaafurðir ... 100,0 102,2 105,4 107,2 95,6 102,8 107,6 109,2 3. Sauðfjárafurðir ... 100,0 109,4 115,2 118,2 124,5 122,3 126,1 131,4 B. Meðalbrnttótekjar skv. skattskrám 1. Kvæntir bændur ... 100,0 137,5 187,1 261,2 329,6 419,9 662,2 1277,6 2. Kvæntir verkamenn og iðnaðarmenn .. ... 100,0 127,4 170,6 250,2 332,6 439,5 635,3 1002,0 komu bænda áður. Tekjuaukningin var einkum mikil á árinu 1978 og samkvæmt skattframtölum jukust tekjur bænda þá um 93% samanborið við 58% tekju- aukningu verkamanna og iðnaðarmanna og í krónum talið urðu meðaltekjur bænda álíka miklar og „viðmiðunarstéttanna“, en árið 1971 vom brúttótekjur bænda um 3U af brúttótekjum verkamanna og iðnaðarmanna. Eins og fyrr segir er samanburður þessi ýmsum annmörkum háður, m. a. þar sem hér er um fjöl- skyldutekjur að ræða og því raunar hæpið að bera tekjumar saman beint, þótt þær geti verið mælikvarði á árlegar breytingar. Iðnaður Útht er fyrir, að framleiðsla iðnaðarvara á árinu 1979 aukist svipað og í fyrra, ef marka má niðurstöður hagsveifluvogar iðnaðarins og ýmsar aðrar fram-

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.