Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Blaðsíða 27

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Blaðsíða 27
27 Fjármál ríkissjóðs janúar—september. Milljónir króna. 1975 1976 1977 1978 1979 Tekjur 33 246 46 765 67 144 105 665 159 105 Útgjöld 37 496 49 195 70 731 109 819 168 198 Rekstrarjöfnuður +4 250 +2 430 +3 587 +4 154 +9 093 Lánajöfnuður 1 404 590 1 531 1 503 2 570 Viðskiptareikningur 670 +842 + 1 080 + 1 283 +20 Greiðslujöfnuður -K2 176 +2 682 +3 136 +3 934 +6 543 Hlutföll af ríldstekjum janúar—september Rekstrarjöfauður (jan.—sept.) + 12,8 +5,2 +5,3 +3,9 +5,7 Greiðslujöfnuður (jan.—sept.) +6,5 +5,7 +4,7 +3,7 +4,1 Til samanburðar HlutföU af ríldstekjum allt áríð Áætliin Rekstrarjöfnuður (jan.—des.) + 14,8 1,1 +2,5 + 1,0 (+2,6) Greiðslujöfnuður (jan.—des.) + 10,8 +0,7 +1,8 +2,3 (+17) afborganir til bankans. Greiðsluútkoman verður því — samkvæmt þessum áætl- unum — 9 milljörðum króna lakari en ætlað var í fjárlögum. Raunar má lítið út af bera svo hallinn á ríkissjóði verði ekki meiri en hér er áætlað. Allt er nú í óvissu um ríkisfjármálaáætlanir fyrir árið 1980 og reikna má með að fjárlög verði ekki afgreidd fyrr en eftir áramót. Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1980, sem lagt var fram á síðasta þingi, var reist á sömu meginforsendum og þjóðhagsáætlun 1980, sem þáverandi forsætisráðherra lagði fram 11. október síðasthðinn, en þar var m. a. reiknað með 37—40% meðalhækkun verðlags 1979—1980. í frumvarpinu var gert ráð fyrir, að heildartekjur næmu 330,3 milljörðum króna en útgjöld 321,4 milljörðum, þannig að stefnt væri að 9 millj- arða rekstrarafgangi hjá ríkissjóði á árinu 1980. Niðurstaða áætlana frumvarpsins um lánahreyfingar sýndi neikvæðan lánajöfnuð að fjárhæð 8,7 milljarðar króna, einkum þar sem reiknað var með endurgreiðslu 4,5 milljarða skammtímaláns frá þessu ári og afborgun af lánum við Seðlabanka að fjárhæð 9,6 milljarðar. í frumvarpinu var því reiknað með, að ríkissjóður yrði rekinn án greiðsluhalla á árinu 1980 jafnframt því sem hann bætti stöðu sína við Seðlabankann. Við ríkjandi aðstæður í efnahagsmálum er afar brýnt, að stjóm ríkisfjármálanna verði hagað þannig, að þau verði ekki verðbólguhvetjandi heldur verði ríkisfjármál virkur þáttur í samræmdu átaki til að draga að mun úr verðbólgu. Peningamál. í áætlunum um peningamál fyrir árið 1979, sem settar vom fram í fjárfestingar- og lánsfjáráætlun ríkisstjómarinnar, var að því stefnt, að haldið yrði aftur af fram- boði lánsfjár og peningamagni í umferð, þannig að þessar stærðir ykjust hægar en næmi verðlagsbreytingum yfir árið og minna en verðmæti þjóðarframleiðslu. Með þessu var ætlunin, að framvinda peninga- og lánsfjármála verkaði fremur til

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.