Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Blaðsíða 13

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Blaðsíða 13
13 Samkvæmt þjóðhagsspá fyrir árið 1979 eru heildarútgjöld til fjármunamynd- unar tahn verða 25,5% af þjóðarframleiðslu samanborið við 26,1 1978, en þetta hlutfallvar um29% á árunum 1976—1977 og32—33% áárunum 1974—1975, og er þá miðað við endurskoðaðar þjóðarframleiðslutölur þessara ára. í fjárfest- ingar- og lánsfjáráætlun þessa árs var að því stefnt, að dregið yrði úr fjárfestingu á þessu ári, þannig að hún yrði ekki meiri en svaraði 24—25 % af þ jóðarframleiðslu, og svipað stefnumark var ákveðið í 20. gr. laga um stjóm efnahagsmála o. fl. Frá því lánsfjáráætlun var sett fram á síðastliðnu vori hafa þjóðarframleiðslutölur fyrri ára verið endurskoðaðar og hækkað töluvert, og þegar af þeirri ástæðu verður fjárhæð þjóðarframleiðslunnar á þessu ári hærri en áður var reiknað með. Þetta hefur í för með sér, að hlutfall fjármunamyndunar af þjóðarframleiðslu á þessu ári verður lægra en ella og verður að hafa það í huga við samanburð ofangreindra talna fyrir árið 1979. Ýmsar ástæður valda því, að nú er sýnt, að fjármunamyndunin á þessu ári verður meiri — bæði í krónum og að raungildi — en áður var tahð. í núgildandi spá fyrir árið 1979 er reiknað með að verðlag hækki um 46%, en í fyrri spá var miðað við 34% meðalverðhækkun. Þessi hækkun verðlags umfram fyrri forsend- ur felur í sér hækkun framkvæmdakostnaðar í krónutölu, ef unnt er að útvega viðbótarfjármagn til að standa við upphaflegar framkvæmdaáætlanir, en að öðr- um kosti rýrir verðhækkunin framkvæmdir. Auk meiri verðhækkana verða ýmsar framkvæmdir meiri að raungildi en áður var reiknað með. Metin á föstu verðlagi aukast fjárfestingarútgjöld um 3% frá fyrri spá, og er hér bæði um að ræða fjármunamyndun atvinnuveganna og opinberar framkvæmdir. Aukningin stafar meðal annars af því, að framkvæmdir, sem talið var að lyki á síðasta ári, hafa dregizt fram á þetta ár, en auk þess er nú sýnt, að nokkrir liðir hafa verið vanáætlaðir. Loks var ákveðið í kjölfar oííuverðshækkana að auka orku- framkvæmdir frá því sem ætlað var í ársbyrjun. Áætlanir benda til þess, að opinberar framkvæmdir aukist um tæplega fimm- tung á árinu 1980. Um 46% aukning sýnist líkleg í raforkuframkvæmdum og stafar það einkum af röskri tvöföldun framkvæmda við Hrauneyjafossvirkjun. Dregið var úr framkvæmdum í ár, en það verður að vinna upp á næsta ári, eigi að vera unnt að taka virkjunina í notkun á tilsettum tíma haustið 1981. Reiknað er með nokkurri aukningu í hitaveituframkvæmdum og af nýjum verkefnum má nefna hitaveitu Akraness og Borgamess frá Deildartunguhver. Á undanfömum ámm hefur heldur dregið úr framkvæmdum við samgöngumannvirki og er talið, að þær verði á þessu ári 5—6% minni en árið áður og 17% minni en á árinu 1975. Á næsta ári er áætlað, að þessar framkvæmdir aukist um nálægt 5% og er aukningin öll í vegaframkvæmdum, sem munu aukast um 50% samkvæmt vega- áætlun. Þessar áætlanir um opinberar framkvæmdir em reistar á fjár- lagaframvarpi fyrir árið 1980, áætlunum einstakra fyrirtækja og lauslegum áætl- unum um framkvæmdir sveitarfélaga. Endanlegar áætlanir bíða hins vegar fjár-

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.