Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Blaðsíða 11

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Blaðsíða 11
11 ber. Var viðskiptakjarafrádráttur þá alls orðinn 3,8% en þó aðeins 1,8% á lægstu laun. Útlit er fyrir, að viðskiptakjör hafi versnað frá því sem miðað var við í september og kemur það þá til frádráttar verðbótahækkun launa í desember. Gæti sá viðbótarfrádráttur numið 1—1 xh°/o og yrði viðskiptakjarafrádráttur frá verð- bótum á laun þá um 5% á árinu. Tekjur, verðlag, kaupmáttur 1970—1979. Vísitölur 1970 = 100. 1970 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 Spá 1979 Tekjun Kauptaxtar launþega 100 118 149 184 274 348 436 636 985 1 400 Rádstöfunartekjur einstaklinga á mann . 100 123 155 209 319 422 560 826 1284 1 850 Verðlag: Vísitala framfærslukostnaðar 100 106 117 144 205 306 404 527 759 1 093 Vísitala byggingarkostnaðar 100 112 137 175 266 378 467 607 893 1 303 Kaupmáttur: Kaupmáttur kauptaxta1) 100 111 127 128 133 114 108 121 130 128 Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann2) 100 114 127 137 146 130 133 149 161 161 Breyting frá fyrra ári, %: Kauptaxtar 24,4 18,5 25,9 23,3 48,7 27,1 25,4 45,8 55,0 42,0 Ráðstöfunartekjur á mann 30,0 22,6 26,1 35,0 52,7 32,3 32,7 47,5 55,5 44,0 Vísitala framfærslukostnaðar 13,2 6,4 10,3 22,2 43,0 49,0 32,2 30,4 44,1 44,0 Vísitala byggingarkostnaðar 17,2 12,2 22,0 27,8 52,0 42,1 23,5 30,0 47,2 46,0 Kaupmáttur kauptaxta 9,9 11,4 14,1 0,9 4,0 -r-14,7 +5,1 11,8 7,6 + 1,4 Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann .. 13,8 14,4 10,8 7,9 7,1 +11,2 2,0 12,5 8,0 0,0 1) Miðað við vísitölu framfærslukostnaðar. 2) Miðað við verðlag einkaneyzlu. Hér að framan hefur verið rakin þróun kauptaxta og kaupmáttar þeirra. Kauptaxtar eru hins vegar ekki einhlítur mælikvarði á afkomu launafólks. Þar koma aðrir þættir til skjalanna, svo sem atvinnuástand, vinnutími, aðrar tekjur en beinar launagreiðslur og beinir skattar, svo eitthvað sé nefnt. Þannig munu atvinnutekjur í heild hækka meira í ár en nemur hækkun kauptaxta, meðal annars vegna ýmissa sérsamninga einstakra launþegahópa. Atvinnuástand hefur enn- fremur verið gott á árinu. Vinnutími virðist hafa stytzt nokkuð í ár, ef marka má tölur kjararannsóknarnefndar um vinnutíma verkafólks og iðnaðarmanna á öðr- um ársfjórðungi. Tekjur sjómanna hafa hækkað nokkru meira en kauptaxtar launþega og ýmsar tilfærslutekjur, svo sem bætur lífeyristrygginga og lífeyris- sjóða, hækka væntanlega nokkru meira í ár en kauptaxtar. Má því búast við, að brúttótekjur einstaklinga hækki að minnsta kosti um 45—46% milli ára. Ráð- stöfunartekjur hækka þó heldur minna, þar sem beinir skattar eru nokkru hærra hlutfall af tekjum í ár en í fyrra. Niðurstaðan virðist því sú, að kaupmáttur ráðstöfunartekna verði svipaður eða ívið meiri í ár en á síðasta ári. Þjóðarútgjöld. Neyzla. Framan af ári var búizt við, að einkaneyzla yrði um 3 % meiri á þessu ári en á árinu 1978. Nú eru hins vegar horfur á, að aukningin verði heldur minni, eða ef til vill L

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.