Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Blaðsíða 17

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Blaðsíða 17
17 þjónustujöfnuði frá undanfömum ámm, einkum þegar tillit er tekið til þess, að tryggingabætur vegna flugvélar Flugleiða, er fórst haustið 1978, vom færðar til tekna í ár. Þrátt fyrir jákvæðan vöruskiptajöfnuð varð þannig halli á viðskipta- jöfnuði, er nam um 1 milljarði króna. Innstreymi erlends fjármagns var talsvert á fyrri hluta ársins eða alls um 7,3 milljarðar króna nettó. í heild var greiðslujöfn- uður jákvæður um 7 milljarða króna og er þá einnig meðtalin viðbótarúthlutun sérstakra dráttarréttinda við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Til ágústloka var vömskiptajöfnuður (f. o. b.) jákvæður um 14 milljarða króna, en í september varð hins vegar mikill halli á vöruskiptum við útlönd. í septem- berlok var vömskiptajöfnuðurinn jákvæður um rúmlega 5 milljarða samanborið við 1,3 milljarða halla á sama tíma í fyrra, reiknað á sambærilegu gengi. Nú er áætlað, að vöruútflutningur verði um 267 milljarðar króna í ár en vöminnflutningur um 260 milljarðar, þannig að afgangur verði á vömskiptum við útlönd á árinu. Hins vegar er útlit fyrir, að þjónustujöfnuður verði áfram óhag- stæður á síðari hluta ársins og gera verður ráð fyrir, að hallinn á árinu öllu verði um 7 milljarðar króna. Viðskipti við útlönd verða því hallalaus, samanborið við 11 milljarða króna afgang í fyrra, reiknað á gengi ársins í ár. Þetta er nokkm betri útkoma en búizt var við um mitt ár, enda verður útflutningur meiri, ef fram- leiðsluspár standast, og innflutningur minni en þá var gert ráð fyrir. í þjóð- hagsspánni í desember 1978 var hins vegar reiknað með afgangi í utanríkisvið- skiptum, en þar var ekki gert ráð fyrir versnandi viðskiptakjömm. Erlendar lántökur munu gera meira en jafna viðskiptahallann og greiðslujöfnuður ætti því að verða jákvæður og gjaldeyrisstaðan gæti batnað um 15 milljarða króna saman- borið við 19 milljarða á síðasta ári reiknað á gengi ársins í ár. í lánsfjáráætlun fyrir árið 1979 vom erlendar lántökur ráðgerðar 39 milljarðar króna og afborganir 25,5 milljarðar króna. Síðustu áætlanir benda hins vegar til þess, að erlendar lántökur í ár verði rúmlega 50 milljarðar króna og afborganir 29 milljarðar. Að nokkm leyti stafa auknar lántökur af því, að verð á erlendum gjaldeyri verður hærra en miðað var við í lánsfjáráætlun, en samt sem áður er hér um að ræða a m. k. 10 milljarða króna aukningu erlendra lána umfram áætlun. Samkvæmt síðustu áætlunum munu erlendar skuldir til langs tíma nema í árslok 278 milljörðum króna á meðalgengi ársins í ár, en það jafngildir um 34% af þjóðarframleiðslu. Þetta er svipað hlutfall og á árinu 1978 og aðeins lítið eitt lægra en til dæmis árið 1976, en þá fór þetta hlutfall einna hæst. Greiðslubyrði af löngum erlendum skuldum, þ. e. vextir og afborganir sem hlutfall af útflutningi vöm og þjónustu, er áætluð 14% í ár eða svipuð og undanfarin fjögur til fimm ár, en þó ívið meiri en á árinu 1978. Spáin um útflutning og viðskiptakjör og dæmið um innflutning á næsta ári felur í sér, að vömskiptajöfnuður verði nokkurn veginn í jafnvægi. Afar erfitt er að spá þjónustuviðskiptum, en þó verður að reikna með, að áfram verði halli á þeim. Á ofangreindum forsendum gæti haldizt viðunandi jafnvægi í utanríkisviðskiptum á næsta ári, en hér veltur þó mikið á því, hvemig viðskiptakjörin verða. 3

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.