Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Blaðsíða 5

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Blaðsíða 5
5 hækkun. Opinbert verð á hráolíu hækkaði þannig um 60% frá desember 1978 til júlí á þessu ári. Skráð verð á Rotterdammarkaði á unnum olíuvörum hækkaði hins vegar mun meira, en nær allur olíuinnflutningur til íslands miðast við þessa verðskráningu. Áhrif olíuverðshækkunarinnar eru talin koma smám saman fram í minnkandi hagvexti og aukinni verðbólgu í heiminum á næstu misserum. Reyndar hefur verðbólgan þegar færzt í aukana í flestum löndum. Sem dæmi um það má nefna, að frá ágúst 1978 til jafnlengdar á þessu ári hækkaði neyzluverð í OECD-ríkjum að meðaltali um 10,3% samanborið við 7,9% meðalhækkun árið 1978. Verð- hækkunin á sex mánuðum frá febrúar til ágúst í ár jafngildir nær 13 % hækkun á heilu ári. Hækkun olíuverðs hefur komið hart niður á sjávarútvegi víðar en á íslandi, en í mörgum löndum hefur verið gripið til þess ráðs að greiða niður olíuverð til fiskiskipa og í einstökum tilfellum bætist þessi niðurgreiðsla við aðra styrki til sjávarútvegs. Þetta veikir því stöðu íslendinga í samkeppni við sjávarútveg í þessum löndum. Útflutningsframieiðsla. í spá Þjóðhagsstofnunar í desember 19781) var gert ráð fyrir, að sjávarafurða- framleiðslan gæti aukizt um 2% á árinu 1979, þótt dregið yrði úr þorskafla og aðhalds gætt við loðnuveiðar. Það sem af er árinu hefur framleiðsla aukizt mun meira en spáð var, enda hefur þorskaflinn orðið meiri en reiknað var með. í septemberlok var þorskaflinn orðinn 299 þús. tonn eða meiri en að var stefnt á árinu öllu. Þetta er jafnmikill afli og á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir víðtækari sóknartakmarkanir. Útlit er fyrir, að þorskaflinn verði um 320—330 þús. tonn á þessu ári samanborið við 320 þús. tonn í fyrra. Annar botnfiskafli hefur einnig aukizt verulega og verður mun meiri á árinu en talið var líklegt í ársbyr jun. Á móti þessu vegur, að gera verður ráð fyrir minni loðnuafla á sumar- og haustvertíð en reiknað var með í fyrri spám, þar sem loðnuveiðar verða stöðvaðar hinn 10. nóvember. í lok september var framleiðsla sjávarafurða frá áramótum um 13—14% meiri en á sama tíma í fyrra, fyrst og fremst vegna meiri botnfiskafla, eins og áður var getið, en einnig vegna þess, að mun verðmætari framleiðsla fékkst úr loðnuafla á vetrarvertíð í ár en í fyrra, þar sem meira var fryst af loðnu og loðnuhrognum. Vegna minni loðnuafla verður að gera ráð fyrir, að sjávarvöruframleiðslan á tímabilinu október—desember í ár verði minni en á sama tíma í fyrra. Eins og nú horfir gæti ársframleiðslan reynzt 8% meiri en í fyrra. í ljósi þess, að þorskaflinn verður meiri á þessu ári en talið er ráðlegt, verður að ætla, að á næsta ári verði dregið úr þorskveiðum. Hér verður tekið sem dæmi, að þorskaflinn á árinu 1980 verði nálægt 300 þús. tonnum. Minnkun þorskafla 1) Úr þjódarbúskapnum nr. 9. 5. desember 1978.

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.