Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Blaðsíða 25

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Blaðsíða 25
25 milljarða króna tekjuafgangur á árinu. Fjárlagatölur voru settar fram á verðlagi í lok ársins 1978 og við samanburð við tölur ársins 1979 verður að hafa í huga, að áætlað er að meðalverðlag ársins verði um það bil 20% hærra en það verðlag, sem fjárlög voru við miðuð. Framvinda ríkisfjármálanna það sem af er árinu hefur verið óhagstæð og lakari en gert var ráð fyrir á fjárlögum. Fyrstu níu mánuði ársins voru innheimtar tekjur 159,1 milljarður króna en útgjöld námu 168,2 milljörðum og voru því um 9,1 milljarð umfram tekjur. Mikill rekstrarhalli var á ríkissjóði þegar á fyrstu mánuð- um ársins og var hallinn frá áramótum orðinn 13 milljarðar króna í apríllok. f maí og júní hélzt hallinn að mestu óbreyttur en júlímánuður var afar óhagstæður, og í lok þess mánaðar var rekstrarhallinn orðinn 17,7 milljarðar frá áramótum. Stað- an batnaði síðan um 6,4 milljarða króna í ágúst og enn um 2,3 milljarða í september. Sé leitað skýringa þessarar framvindu má í fyrsta lagi líta á tekjuhlið ríkis- fjármálanna. Það sem af er árinu hafa innheimtar tekjur reynzt í nokkuð góðu samræmi við spár um mánaðainnheimtu. Tolltekjur hafa þó verið heldur slakari en ætlað var vegna tiltölulega lítils innflutnings af völdum dvínandi eftirspurnar og verkfalls á farskipum. Þetta hefur hins vegar verið að fullu unnið upp af innheimtu tekjuskatts og söluskatts. Horfur eru á, að tekjuskattsinnheimta verði meiri en áætlað var á fjárlögum, þar sem tekjur hafa aukizt meira á árinu 1978 en reiknað var með í fjárlagaáætlun. Vegna niðurfellingar söluskatts á matvælum í september 1978 hefur innheimta söluskatts aukizt minna í ár en svarar veltubreytingum, en innheimtan hefur þó reynzt meiri en áætlað var. Vegna rekstrarhalla ríkissjóðs framan af ári var tekjuöflun aukin með bráðabirgðalögum í september síðastliðn- um og var söluskattur hækkaður úr 20 í 22% og lægri gjaldflokkur sérstaks vörugjalds hækkaður úr 18 í 24% en jafnframt var gjaldið fellt niður af nokkrum vöruflokkum. Þessar skattahækkanir eru samtals taldar auka tekjur ríkissjóðs um 2,7 milljarða króna á þessu ári, en þessa tekjuauka var ekki farið að gæta að ráði í innheimtu í september. í öðru lagi má líta á hið venjulega árstíðamynztur ríkisfjármálanna, þ. e. að útgjöld ríkissjóðs falla til fyrr á árinu en tekjur. Þannig má nefna, að árin 1976—1978 féllu að meðaltali tæplega 46% útgjaldanna til á fyrri helmingi ársins en aðeins tæplega 43% teknanna. Þessi árstíðasveifla hefur verið töluvert áhyggjuefni, þar sem rekstrarhalh ríkissjóðs fyrri hluta árs veldur jafnan auknu framboði f jár á peningamarkaði sé hallinn fjármagnaður með yfirdrætti í Seðla- banka eins og gert hefur verið að mestu undanfarin ár. Síðustu tvö ár hefur verið leitazt við að vinna á móti árstíðasveiflunni með því að auka innheimtu beinna skatta fyrri hluta árs, en hlutfall greiðslna upp í þinggjöld þessa árs var ákveðið 75% af þinggjöldum liðins árs, en hafði verið 70% árið áður og 65% á árinu 1977. Auk þess hefur rekstrarhalla ríkissjóðs á þessu ári í mun meira mæh en áður verið mætt með sölu ríkissjóðsvíxla, en með sölu þeirra til innlánsstofnana snemma árs og endurgreiðslu á síðari hluta ársins er beinlínis verið að draga úr þensluáhrifum

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.