Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Blaðsíða 7

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Blaðsíða 7
7 meðaltali á árinu. Má rekja alla rýmun viðskiptakjara til hækkunar olíuverðs, þar sem hækkun útflutningsverðs hefur vegið upp verðhækkun á innflutningi öðmm en olíu. Skráð verð á olíuvörum á Rotterdammarkaði var mjög stöðugt árin 1975 til 1977 og fram á mitt síðasta ár, er það tók að hækka og rauk upp á fyrstu mánuðum þessa árs. Sem dæmi um framvinduna má taka verð á gasolíu, en hún vegur þyngst í olíuinnflutningi íslendinga. Á árinu 1978 var meðalverð þeirrar gasolíu, er flutt var til landsins, um 123 Bandaríkjadollarar hvert tonn f. o. b. Um síðastliðin áramót var skráð verð 160 dollarar, en um miðjan febrúar var það komið í 340 dollara. Verðið lækkaði síðan ört niður í um 225 dollara eftir miðjan marz, en tók þá að hækka á ný og fór hæst í um 385 dollara um mánaðamótin júní og júlí. f september var verðið á bilinu 300—330 dollarar og eftir miðjan október var skráð verð 325 dollarar1). Þegar litið er á verðþróunina á árinu verður að telja óvíst, að verðið haldist óbreytt út árið, en að óbreyttu verði lætur nærri, að meðalinnflutn- ingsverð, eins og það kemur fram í verzlunarskýrslum, verði um 260 dollarar hvert tonn eða 111 % hærra en á síðasta ári. Síðari hluta októbermánaðar var verðið 25% hærra en þetta áætlaða meðalverð ársins. Verð á benzíni hefur hækkað álíka mikið og gasolíuverð, en hins vegar hefur svartolíuverð hækkað mun minna. Að meðaltali gæti verð á innfluttum olíuvörum í erlendri mynt rúmlega tvöfaldazt á þessu ári og undir lok ársins gæti verðið verið 20% yfir ársmeðaltahnu. Þróun útflutningsverðs hefur verið hagstæð á árinu og verð nær allra mikilvæg- ustu útflutningsafurða farið hækkandi. Veigamesta undantekningin er verð á loðnumjöli, en það var lægra á fyrri hluta ársins en í fyrra, en síðustu mánuðina hefur mjölverð á heimsmarkaði þó heldur farið hækkandi. Líkur eru á, að út- flutningsverð hækki nokkuð á síðustu mánuðum ársins, og gæti ársmeðaltalið orðið um 9% hærra í erlendri mynt en í fyrra. Er það talsvert meiri hækkun en á árinu 1978. Verð á innflutningi öðrum en olíu hefur einnig hækkað meira í ár en í fyrra og útht fyrir, að það hækki líkt og útflutningsverð eða um 9% í erlendri mynt, en að olíu meðtahnni hækkar innflutningsverð um 22%. Ef ekki hefði komið til gengislækkun Bandaríkjadollars á síðari hluta ársins 1978 og síðan aftur eftir mitt ár í ár, má gera ráð fyrir, að verðhækkun útflutnings hefði orðið nokkru meiri og verðhækkun innflutnings minni en nú er spáð. Gæti munurinn verið um 2%, þ. e. viðskiptakjararýmunin hefði þá að öðm óbreyttu orðið um 9%. Eins og áður sagði em horfur á, að viðskiptakjör verði lakari undir lok ársins en þau verða til jafnaðar á árinu, miðað við núverandi olíuverð. Spár ýmissa al- þjóðastofnana benda til, að verð á mikilvægum útflutningsafurðum íslendinga gæti hækkað nokkuð á næsta ári, en í því efni em raunar ýmsar blikur á lofti. í ljósi verðlagsþróunar í heiminum er hins vegar næsta ólíklegt, að hækkun útflutn- ingsverðs geri betur en að vega upp áframhaldandi verðhækkun á innfluttum vömm öðmm en olíu. Á næsta ári munu viðskiptakjörin því enn að miklu leyti ráðast af olíuverði. Minnkandi hagvöxtur í heiminum dregur úr olíunotkun, en ‘) Fyrstu viku nóvembermánaðar hefur olíuverð á ný farið hækkandi.

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.