Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Blaðsíða 12

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Blaðsíða 12
12 um 1—2%. Kaupmáttur ráðstöfunartekna verður minni en áður var gert ráð fyrir og tiltækar upplýsingar um útgjöld heimilanna benda einnig til lítillar aukningar. Fyrstu níu mánuði ársins var innflutningur neyzluvöru svipaður og á sama tímabili í fyrra, ef reiknað er á sama gengi bæði árin, þannig að um samdrátt er að ræða, ef einnig er tekið tillit til verðbreytinga í erlendri mynt. Bílainnflutningur hefur minnkað úr rúmlega 7 þúsund fólksbílum í fyrra í 6.150 bíla í ár og innflutningur heimihstækja hefur einnig minnkað. Til dæmis er innflutningur litsjónvarpstækja þriðjungi minni í ár en í fyrra. Á móti samdrætti innflutnings vegur aukning í sölu innlendrar framleiðslu. Á það til dæmis við um matvæli og fatnað samkvæmt upplýsingum úr hagsveifluvog iðnaðarins. Einnig hefur sala á landbúnaðarafurðum aukizt, einkum á kindakjöti, en sala á því var mun meiri á fyrri hluta ársins en á sama tíma í fyrra. Gætir þar áhrifa niðurfellingar söluskatts af matvælum og aukinna niðurgreiðslna á síðastliðnu hausti. Fyrirliggjandi upp- lýsingar um önnur einkaneyzluútgjöld benda til, að í heild muni einkaneyzla aðeins vaxa lítilsháttar á þessu ári, ef til vill um 1—2%, eins og áður sagði. Áætlunin um vöxt samneyzlu á árinu 1979 er einkum reist á þróun ríkisfjár- mála, en af henni að dæma verður samneyzluaukningin vart undir 2%. Þessi áætlaða aukning er talsvert minni en í fyrra (4 % ) og raunar minni en yfirleitt hefur verið á þessum áratug. Hins vegar hefur samneyzlan oft aukizt meira í reynd en spáð hefur verið. Fjármunamyndun. í fjárfestingar- og lánsfjáráætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árið 1979 var gert ráð fyrir að heildarútgjöld til fjármunamyndunar yrðu 182,2 milljarðar króna á þessu ári. í þessari spá fólst, að fjármunamyndunin drægist saman um tæplega 7% að raungildi. Nú er ljóst, að útgjöld til fjármunamyndunar verða töluvért meiri en áður var spáð og veldur hvort tveggja, að verðlag hefur hækkað mun meira en reiknað var með í fjárfestingaráætlun og að minni samdráttur verður í fjármuna- mynduninni en áður var spáð. Auk þess má benda á, að endanlegu uppgjöri fjármunamyndunarfyrir árin 1977 og 1978 ernúlokið,en þaðhafði dregiztvegna tafa við innheimtu byggingarskýrslna. Samkvæmt endanlegum tölum verða út- gjöld til fjármunamyndunar 1977 tæplega 5% meiri í krónutölu en reiknað var með í áætlun og um 3 % meiri 1978, en þessar breytingar hafa að sama skapi áhrif á áætlanir um fjárhæð fjármunamyndunarútgjalda á árinu 1979. Samkvæmt núgildandi spá verða heildarútgjöld til fjármunamyndunar nær 211 milljarðar króna, eða um 4% minni að raungildi en á árinu 1978. Fjármuna- myndunarskýrslur sýna hins vegar 206,6 milljarða króna, en mismunurinn stafar af því, að andvirði tryggingabóta fyrir þotu Flugleiða, sem fórst haustið 1978, er dregið frá fjármunamynduninni á þessu ári, en bótafjárhæðin nemur 4,2 mill- jörðum króna. Tryggingabætumar verða hins vegar færðar sem tekjur í þjónustu- viðskiptum við útlönd og hafa þessar færslur því ekki áhrif á tölur um þjóð- arframleiðslu.

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.