Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Blaðsíða 9

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Blaðsíða 9
9 lagsþróunin á árinu hefur orðið frábrugðin því sem gert var ráð fyrir á liðnum vetri, og eru þessar helztar: 1. Við útreikning framfærsluvísitölu í maí reyndist hækkunin frá febrúar meiri en spáð hafði verið í apríl, eða 12,4% samanborið við 10% í spá. Þetta gaf þegar vísbendingu um, að verðbólgan væri þá meiri en ætlað hafði verið. 2. Olíuverð hækkaði mjög mikið um mitt ár, en í aprflspá var ekki gert ráð fyrir frekari hækkun en þá var komin fram, eða sem nam um 2% í framfærslu- vísitölu. Bein áhrif viðbótarhækkunarinnar eru líklega nálægt 3% í vísitölu, auk þess sem óbein áhrif eru margvísleg. Vegna viðskiptakjarafrádráttar í verðbótavísitölu hefur olíuverðshækkunin aðeins að litlu leyti orðið tilefni kauphækkana, en hins vegar hefur hún valdið meira gengissigi en ella hefði orðið og þar með víxlhækkun verðlags og kaupgjalds í gildandi verðbótakerfi. Óbein áhrif og víxláhrif olíuverðshækkunar umfram aprílforsendur mætti meta nálægt 2% í framfærsluvísitölu. Samtals gætu bein áhrif olíu- verðshækkunar verið um 5% á árinu og óbein áhrif og víxláhrif annað eins. 3. í apríláætlun var ekki reiknað með grunnkaupshækkun á árinu, en nú hefur grunnkaup hækkað almennt um 3%. Bein verðlagsáhrif þessarar kauphækk- unar eru líklega 1—P/2% í framfærsluvísitölu til áramóta (að öllu öðru óbreyttu) og víxláhrif annað eins meðal annars vegna gengisaðlögunar. Hér að framan hafa verið nefndar þrjár ástæður breytinga á verðlagsspá frá apríl. Séu áhrifin eingöngu áætluð út frá samhengi kostnaðartilefna og verð- breytinga og miðað við litla fyrirstöðu í peningakerfinu, má rekja nær 7% viðbót- arhækkun framfærsluvísitölu á árinu til áðumefndra þriggja atriða. Með óbeinum áhrifum og víxláhrifum verður hækkunin 12—13% frá aprflspá og hækkar spáin því af þessum ástæðum úr rúmlega 35% í um 50%. Hér getur þó ekki verið um ótvíræðar skýringar að ræða, þar sem mörg atriði em vandmetin og ýmislegt fleira hefur gerzt, sem áhrif hefur á verðlagið. Má þar t. d. nefna hækkun söluskatts og vörugjalds í september, sem veldur 1—1,5% hækkun verðlags á árinu. í aprflspánni var, eins og áður sagði, gert ráð fyrir ströngu aðhaldi í ríkis- f jármálum og peningamálum. Raunin hefur þó orðið önnur, eins og fram kemur í köflunum um rfldsfjármál og peningamál hér á eftir. Nú er sýnt, að greiðsluaf- koma ríkissjóðs á árinu verður mun lakari en að var stefnt í fjárlögum, og það sem af er árinu hefur verið mikill rekstrarhalli á ríkissjóði, sem að miklum hluta hefur verið fjármagnaður með yfirdrætti í Seðlabanka. Þetta er ein ástæða þess, að peningamagn og útlán bankakerfisins hafa aukizt meira en samrýmist aðhalds- samri stefnu lánsfjáráætlunar. Sömu áhrif hafði innstreymi erlends gjaldeyris vegna mikils útflutnings framan af árinu. Þau tæki, sem stjómvöld ráða yfir, hafa ekki reynzt nógu öflug til þess að hamla að marki gegn svo mikilli peningaþenslu, og ekki útlit fyrir, að þróun peningamála muni að óbreyttu ganga gegn áhrifum kostnaðarþátta á verðlagið á næstu mánuðum. Þannig bendir allt til þess, að framfærsluvísitala hækki meira en 50% frá upphafi til loka ársins og að meðaltali 2

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.