Læknablaðið - 01.01.2018, Side 3
Sannreynd virkni og öryggi
hjá sjúklingum með sögu
um heilablóðfall / TIAa,2
52 % sjúklinga í lykilrannsókninni ROCKET AF
höfðu áður fengið heilablóðfall/TIA2
Virkni og öryggi Xarelto hjá þeim sjúklingum
voru í fullu samræmi við heildarniðurstöður
ROCKET AF2
VÖRN GEGN HEILABLÓÐFALLI HJÁ SJÚKLINGUM MEÐ GÁTTATIF ÁN LOKUSJÚKDÓMS1
Vörn gegn heilablóðfalli
með einni töflu á dagb,1
a. TIA: transient ischaemic attack = skammvinnt blóðþurrðarkast.
b. Xarelto 20 mg einu sinni á dag ef CrCl ≥ 50 ml/mín. Xarelto 15 mg einu sinni á dag ef CrCl er 15–49 ml/mín.
Heimildir: 1. Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Xarelto. 2. Hankey GJ, Patel MR, Stevens SR, et al. Rivaroxaban
compared with warfarin in patients with atrial fibrillation and previous stroke or transient ischaemic attack.
Lancet Neurol 2012;11:315–22.
L.
IS
.M
K
T.
09
.2
01
7.
01
49
Se
pt
em
be
r 2
01
7
XARD0091 – Bilbo
▼
Hlíðasmára 8
201 Kópavogi
sími 564 4104
Útgefandi
Læknafélag Íslands
Læknafélag Reykjavíkur
Ritstjórn
Magnús Gottfreðsson,
ritstjóri og ábyrgðarmaður
Elsa B. Valsdóttir
Gerður Gröndal
Hannes Hrafnkelsson
Magnús Haraldsson
Sigurbergur Kárason
Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir
Tölfræðilegur ráðgjafi
Thor Aspelund
Ritstjórnarfulltrúi
Védís Skarphéðinsdóttir
vedis@lis.is
Blaðamaður
Hávar Sigurjónsson
havar@lis.is
Auglýsingastjóri og ritari
Esther Ingólfsdóttir
esther@lis.is
Umbrot
Sævar Guðbjörnsson
saevar@lis.is
Upplag
1900
Prentun, bókband
og pökkun
Prenttækni ehf.
Vesturvör 11
200 Kópavogi
Áskrift
14.900,- m. vsk.
Lausasala
1490,- m. vsk.
© Læknablaðið
Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta
og geyma efni blaðsins á rafrænu formi,
svo sem á netinu. Blað þetta má eigi
afrita með neinum hætti, hvorki að hluta
né í heild, án leyfis.
Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráð-
ar (höfundar, greinarheiti og útdrættir)
í eftirtalda gagnagrunna: Medline
(National Library of Medicine), Science
Citation Index (SciSearch), Journal Cita-
tion Reports/Science Edition, Scopus
og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala.
The scientific contents of the Icelandic
Medical Journal are indexed and
abstracted in Medline (National Library
of Medicine), Science Citation Index
(SciSearch), Journal Citation Reports/
Science Edition and Scopus.
ISSN: 0023-7213
Árið 1918 hófst með fádæma kuldakafla um land allt.
Yfir 20 stiga frost í Reykjavík dag eftir dag og 30 stig fyrir
norðan þar sem hafís lagðist að landi. Alla innfirði lagði
og víða var gengt á ís þar sem sjaldan eða aldrei hafði
frosið. Frostið sprengdi vatnsleiðslur og fréttir bárust
af hrossum sem frusu í hel standandi í haga. Bátar lágu
fastir við bryggju. Á sama tíma var vöruskortur sökum
styrjaldarinnar og nauðþurftir seldar afarverði. Hún vakti
því að vonum gleði í Blönduóslæknishéraði, einu 47
læknishéraða landsins, fréttin af innlyksa stórhvelum við
Skagaströnd. Hvalirnir voru fastir við vök skammt innan
kaupstaðarins en utan þeirrar fiskhelgi sem tilheyrði land-
eiganda samkvæmt rekabálki Jónsbókar.
Norðurland, tímarit sem var gefið út á Akureyri, greinir
frá því að kaupmaðurinn í Höephnerverslun á Skaga-
strönd, Carl Berndsen, hafi ásamt þrjátíu sjómönnum og
öðrum kaupstaðarbúum unnið á tveimur hnúfubakstörf-
um sem síðan voru dregnir upp á ísinn. Við drápið voru
notuð lagvopn, skutull og annað, smíðuð af Brynjólfi
Lýðssyni ábúanda á Ytri-Ey. Verslunarstjórinn Evald
Hemmert tók myndina af hvalnum liggjandi á ísnum með
Spákonufell í baksýn. Þaninn kviðurinn snýr upp og menn
að undirbúa skurð því flensihnífur er kominn á loft. Fólk
kom víða að framan úr sveitum til að kaupa spik og rengi
og þó að hvalurinn hafi verið seldur afar ódýrt varð hlutur-
inn yfir 300 krónur. Samtímaheimild segir annan hvalinn
40 álnir (25 metra) og hinn 50 (31 metra). Menn hafa getið
sér þess til að hvor hvalur hafi gefið af sér nálægt 6000
krónum. Á sama tíma lá tillaga fyrir Alþingi um að hækka
árslaun héraðslækna í 2500 krónur.
Hnúfubakur (Megaptera novaeangliae) er skíðishvalur,
(getur orðið 90 ára og 35 tonn) syndir fremur hægt og
heldur sig nálægt landi. Þeir voru því auðveld bráð og
fækkaði verulega með aukinni veiði. Hnúfubakur var
alfriðaður árið 1955 og er í dag tiltölulega algengur og
sýnilegur við Íslandsstrendur.
Myndin er birt með leyfi Sigurðar Hrafns Þórólfssonar.
Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir
LÆKNAblaðið 2018/104 3
Læknablaðið
THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL
www.laeknabladid.is
Skagaströnd, janúar 1918
Læknablaðið hefur fengið Önnu Þorbjörgu Þorgrímsdóttur til liðs við sig til að velja og skrifa um kápumyndir
á 104. árgang blaðsins í tilefni 100 ára afmælis Læknafélags Íslands. Myndirnar tengjast þeim efnum sem
verða í brennidepli afmælisgreina hvers tölublaðs.
Mynd janúarblaðsins er tekin nánast á þeim degi þegar félagið var stofnað, 14. janúar frostaveturinn mikla 1918.
Nefnd skipuð af stjórn Læknafélags Íslands að
frumkvæði kvenna í læknastétt kom saman í
fyrsta sinn í vikunni fyrir jól. Konur í lækna-
stétt sem skrifað hafa undir #MeToo-yfirlýsingu á
undanförnum vikum eru nær 1100 talsins. Í þeim
hópi eru konur starfandi á Íslandi og erlendis auk
læknanema bæði hér heima og erlendis.
Nefndinni er ætlað að fara yfir siðareglur LÍ og
gera tillögur um að móta þær og aðlaga að þeim
kröfum sem nú er uppi um samskipti kynjanna á
vinnustöðum og tryggja að siðareglurnar séu að-
gengilegar fyrir félagsmenn til að vekja athygli á
þessu mikilvægi málefni.
Í nefndinni sitja Svanur Sigurbjörnsson lækn-
ir og formaður siðfræðiráðs LÍ, Sunna Snædal
læknir, Ólöf Sara Árnadóttir læknir (frá vinstri til
hægri á myndinni), María Soffía Gottfreðsdóttir
læknir stjórnarmaður í LÍ og Áslaug Heiða Páls-
dóttir læknir en þær sitja einnig í siðfræðiráði LÍ.
„Við erum að hittast í fyrsta sinn og eigum í
sjálfu sér eftir að setja niður fyrir okkur hvernig
við nálgumst þetta en segja má að stóra samheng-
ið sé undir. Læknar vinna á mörgum stöðum og
stofnunum þar sem aðstæður eru mismunandi
frá einum stað til annars en sannarlega þurfa við-
brögð við kynferðislegri áreitni að vera skýr og
ákveðin. En það er ýmislegt fleira í samskiptum
kynjanna innan hinna ýmsu stofnana sem þarf að
skoða og vekja athygli á. Þar erum við að tala um
samskipti lækna á milli en einnig samskipti lækna
við annað heilbrigðisstarfsfólk,“ segja nefndar-
menn.
LÍ bregst við #MeToo áskorun
kvenna í læknastétt