Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.01.2018, Qupperneq 15

Læknablaðið - 01.01.2018, Qupperneq 15
LÆKNAblaðið 2018/104 15 R A N N S Ó K N Eins og sést í töflu VI voru um 64% starfsmanna leikskóla með börn með bráðaofnæmi upplýstir um og þjálfaðir í því hvern- ig skyldi bregðast við ofnæmiskasti barns. Hins vegar var rétt rúmur helmingur leikskóla (55%) með börn með bráðaofnæmi sem sagði alla starfsmenn leikskólans þekkja einkenni ofnæm- iskasts. Í þeim leikskólum þar sem greint var frá því að ekki allir starfsmenn þekktu einkenni ofnæmiskasts, var algengast að leikskólastjóri, aðstoðarleikskólastjóri og starfsmenn deild- ar barns með bráðaofnæmi þekktu einkennin. Um 46% leik- skóla með börn með bráðaofnæmi voru með viðbragðsáætlun um hvernig bregðast skyldi við ef barn fengi fæðu með ofnæm- isvaka í. Hins vegar sögðu stjórnendur 12 leikskóla barna með bráðaofnæmi (55%) leikskólann vera með viðbragðsáætlun þar sem æft væri hvernig bregðast skuli við ofnæmiskasti barns. Dæmi um viðbragðsáætlun þegar barn með bráðaofnæmi á í hlut: • Viðbragðsáætlun hangir á viðkomandi deild/kaffistofu og/eða eldhúsi með upplýsingum um barnið, einkenni ofnæmiskasts og hvernig skuli bregðast við ef til ofnæmiskasts kemur. • Allir starfsmenn kunna á adrenalínpennann og vita hvar hann er geymdur. Hringt er í 112 og foreldra. • Æft er hvernig gefa skuli pennann. • Viðbragðsáætlun er skráð og hlutverk hvers og eins starfs- manns er æft. Í 14 (64%) leikskólum barna með bráðaofnæmi var greint frá því að adrenalínpenninn væri athugaður reglulega og passað að hafa hann aðgengilegan. Fimm leikskólar barna með bráðaofnæmi sögðu hann eingöngu vera á ábyrgð foreldra en þrír leikskólar sem voru með einstaklinga með bráðaofnæmi svöruðu „á ekki við“ við þessari spurningu. Tillögur að úrbótum – opin spurning til leikskólastjóranna Allir leikskólar (n=22) sem voru með börn með bráðaofnæmi töldu að gagnlegt væri að fá sérfræðing til að halda fræðslu um fæðuof- næmi og fæðuóþol fyrir starfsmenn leikskólans. Í heildina töldu 86% leikskóla það vera gagnlegt en aðeins tveir leikskólar voru með reglubundna fræðslu sem hjúkrunarfræðingur veitti um mál- efni tengt fæðuofnæmi. Fimmtán leikskólastjórar komu með tillögu að úrbótum og 6 þeirra nefndu að þeir vildu fá meira fé til matarkaupa fyrir börn með fæðuofnæmi/-óþol þar sem fæði þeirra væri oft dýrara. Þá nefndu 5 leikskólastjórar að gott væri að hafa gagnagrunn þar sem til dæmis væri hægt að sækja uppskriftir án ofnæmis/-óþolsvaka, fræðslu um ofnæmi/óþol og einn nefndi gátlista um hvernig best væri að bregðast við þegar barn fengi ofnæmis-/óþolsvaka. Tveir leikskólastjórar óskuðu eftir skýrari verklagsreglum um hversu lengi skyldi leyfa foreldrum að prófa breytt mataræði án vottorðs, hversu hart mætti ganga á eftir vottorðum og hvort vottorð mætti vera frá hvaða lækni sem er eða einungis frá ofnæmislækni. Að lokum voru leikskólastjórar spurðir að því hvort það væri eitthvað sem þeir vildu koma á framfæri og tengdist meirihluti athugasemdanna (n=7) ósk um að fá meiri og betri fræðslu og ráð- gjöf. Umræða Rannsókn okkar sýndi að nær allir leikskólar í Reykjavík voru með börn með fæðuofnæmi eða fæðuóþol og að um helmingur þeirra var með börn með bráðaofnæmi. Algengi fæðuofnæmis og fæðuóþols var 5%, byggt á læknisvottorðum. Þetta er aðeins hærra algengi en fyrri rannsóknir sýna að sé á Norðurlöndunum en okk- ar rannsókn byggir á að börnin hafi vottorð frá lækni um grein- ingu á fæðuofnæmi en aðrar rannsóknir byggja á húðprófum, blóðprófum og/eða tvíblindum þolprófum.8,19 Alþjóðleg rannsókn sem kannaði algengi fæðuofnæmis með fæðuþolsprófi í 89 lönd- um sýndi að algengi fæðuofnæmis meðal 0-5 ára barna var allt frá 1% í Tælandi til 10% í Ástralíu.20 Þegar fyrri rannsóknir eru bornar saman við okkar þarf að hafa í huga að algengi fæðuofnæmis og fæðuóþols er sjaldnast metið saman eins og gert var í þessari rann- Tafla V. Viðbragðsáætlun á leikskóla og upplýstir og þjálfaðir starfsmenn við ofnæmiskasti eftir fjölda barna og starfsmanna á leikskóla.. Virkt ferli Upplýstir og þjálfaðir N Já (%) p-gildi1 Já (%) p-gildi1 Fjöldi barna í leikskóla 0,56 0,38 Minni leikskóli (47-83 börn) 23 8 (35) 16 (70) Stærri leikskóli (84-172 börn) 26 12 (46) 14 (54) Fjöldi starfsmanna í leikskóla 0,77 0,24 Minni leikskóli (12-21 starfsmaður) 24 9 (38) 17 (71) Stærri leikskóli (22-42 starfsmenn) 25 11 (44) 13 (52) 1Fishers Exact próf. Tafla VI. Leikskólar með starfsfólk sem var upplýst og þjálfað í viðbrögðum við ofnæmiskasti barns og með starfsfólk sem þekkti einkenni ofnæmiskasts eftir því hvort bráðaofnæmi er til staðar í leikskólanum. Upplýstir og þjálfaðir Þekkja einkenni ofnæmiskasts N Já (%) p-gildi1 Já (%) p-gildi1 0,78 0,78 Barn með bráðaofnæmi í leikskóla* 22 14 (64) 12 (55) Enginn með bráðaofnæmi í leikskóla 27 16 (59) 13 (48) 1 Fishers Exact próf. * Samkvæmt læknisvottorði.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.