Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.01.2018, Page 28

Læknablaðið - 01.01.2018, Page 28
28 LÆKNAblaðið 2018/104 úrbótum í heilbrigðismálum í landinu. Sjúkrasamlagið var fyrir „fullhrausta og velmegandi einstaklinga“ sem gátu borgað ár- gjald en hvorki var gert ráð fyrir fátæku fólki né mjög ríku fólki í sjúkrasamlaginu. Tveimur árum eftir að Sjúkrasamlag Reykja- víkur var stofnað voru sett lög á Alþingi um sjúkrasamlög og í kjölfarið voru stofnuð sjúkrasamlög víða um land. Með stofnun sjúkrasamlags var komin forsenda fyrir lækna að stofna félag sem gætti hagsmuna þeirra í samningum við samlag- ið og það var í raun eina ástæða þess að félagið var stofnað. Segja má að félagið hafi fyrst og fremst brugðist við áreiti að utan hvað varðar stéttarmálefni eins og samskipti við Sjúkrasamlagið en þar var meðal annars samið um gjaldskrá fyrir félagsmenn sem var töluvert frábrugðin og hærri í krónum talið en lögbundinn taxti héraðslækna sem var settur einhliða af yfirvöldum. Félagsmenn virðast hafa verið vel meðvitaðir um stéttarstöðu sína gagnvart Sjúkrasamlaginu en jafnframt því sem þeir vildu tryggja stöðu sína þá var þeim umhugað um að sem flestir nytu læknishjálpar. Þarna komu saman einstaklingar með sjálfstæða atvinnustarfsemi og sömdu við félagasamtök um laun og þjón- ustu án þess að ríkisvaldið hefði einhver afskipti. Fljótlega efldist félagið og fundir voru haldnir nokkuð reglulega í félaginu þar sem einkum var rætt um fagleg málefni og það hóf útgáfu Lækna- blaðsins árið 1915. Útgáfa þess var þrekvirki hvernig sem á það er litið en með því tókst að halda úti fræðilegri umræðu og birta fróðleik fyrir lærða sem leika sem annars hefði líklega ekki kom- ist út fyrir fámennan hóp lækna í Reykjavík. Á fundi í Læknafélagi Reykjavíkur í nóvember 1916 var kosin nefnd til athuga hvort bæri að stofna heildarsamtök lækna og í henni sátu Guðmundur Magnússon prófessor, Guðmundur Hann- esson héraðslæknir í Reykjavík og Matthías Einarsson skurðlækn- ir í Reykjavík. Á næstu mánuðum voru málefni hins fyrirhugaða félags stundum til umræðu í Læknablaðinu en undirtektir voru frekar daufar enda fátt sem ýtti á eftir slíkri stofnun. Héraðslæknar voru embættismenn ríkisins og það var ekki nein samkeppni milli lækna, þar voru engir sjálfstætt starfandi læknar heldur hafði hver sitt hérað og sjúklingar leituðu yfirleitt ekki annað en til síns héraðslæknis. Þetta var líklega ein af ástæð- um þess að ekki var fyrr stofnað til heildarsamtaka lækna en víða erlendis var það samkeppnin sem knúði lækna til samtaka. Sérfræðingarnir og samkeppnin var í Reykjavík og í ljósi þessa er það athyglisvert að það er framvarðasveit Læknafélags Reykjavík- ur sem hefur forgöngu um stofnun Læknafélags Íslands til þess að virkja alla lækna til samstarfs félagslega og fræðilega. Helsti hvatamaðurinn, Guðmundur Hannesson, þekkti vel hvernig það var að vera starfandi læknir á landsbyggðinni og hann skynjaði að tímarnir væru að breytast. Í grein sem hann skrifaði í að- draganda stofnunar félagsins sagði hann meðal annars: „Nú eru hér fleiri læknar en embætti eru til og eftir fáein ár verða senni- lega embættislausir læknar víðsvegar um land. Við rekum okkur þá á samkeppnina, kosti hennar og lesti. Það verður vandlifaðra en áður og sama nauðsyn hér sem annarsstaðar að fylgja föstum reglum í allri framkomu.“ Hann taldi hagsmunum læknastétt- arinnar best borgið með því að stofna samtök og koma sér upp reglum til þess að taka á annmörkum frjálsræðisins. Tilgangur- inn var einnig að „efla samvinnu og bróðerni milli lækna“ og auka fræðslu og þekkingu en aðalatriði var að allir læknar stæðu saman gagnvart markaðnum og öðrum sem vildu yfir þeim ráða. Tillaga að lögum Læknafélags Íslands var send út til lækna í mars árið 1917 og var hún samþykkt en samkvæmt þeim átti að kjósa stjórn félagsins skriflega fyrir nóvember og á fundi í Læknafélagi Reykjavíkur í ársbyrjun 1918 var Læknafélag Ís- lands stofnað. Borist höfðu 34 atkvæðaseðlar til stjórnarkjörs og féllu atkvæði þannig að Guðmundur Hannesson prófessor var kjörinn formaður, Guðmundur Magnússon varð gjaldkeri og Sæ- mundur Bjarnhéðinsson yfirlæknir ritari. Varamaður var kosinn Matthías Einarsson skurðlæknir og fjórðungsfulltrúar voru: fyrir Vestfirðinga Halldór Steinsson í Ólafsvík, fyrir Norðlendinga var Steingrímur Matthíasson á Akureyri og Georg Georgsson á Fáskrúðsfirði fyrir Austfirðinga en ekki þótti ástæða til að Sunnlendingar hefðu sérstakan fulltrúa. Nokkru síðar bárust 5 atkvæðaseðlar til viðbótar og töldust stofnfélagar því vera 39. Fyrsti aðalfundur Læknafélags Íslands var haldinn á sal Menntaskólans í Reykjavík 1. júlí 1919. Alls mættu 32 læknar og 7 Guðmundur Hannesson, formaður Lækna- félags Íslands 1917-1923 og 1927-1933. Katrín Thoroddsen barnalæknir var fyrst kvenna til að sitja aðalfund LÍ en hún var þá starfandi læknir í Reykjavík. Hún út- skrifaðist 1921, önnur kvenna á Íslandi. Magnús Pétursson, formaður Læknafélags Íslands 1933-1934 og 1935 til 1951. Í Læknablaðinu er skráð og varðveitt tilurð, saga og þróun Læknafélagsins frá upphafi og fram á þennan dag.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.