Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.01.2018, Side 31

Læknablaðið - 01.01.2018, Side 31
LÆKNAblaðið 2018/104 31 Læknafélagið Eir er stofnað í Reykjavík 1943 í því skyni að „stofna til erindaflutnings og umræðufunda um læknisfræði“ meðal annars. Þetta viðfangsefni verður höfuðinntak félagsins í áranna rás. Látum Óskar Þórðarson hafa orðið í Læknablaðinu 1963: „Fyrsta árið vorum við á hrakningum með fundarstaði. Flestir fundir voru haldnir það árið að Hótel Ritz á Reykjavíkur- flugvelli, en þar voru aðstæður heldur lélegar. Einn fundur var haldinn í Breiðfirðingabúð, sem einnig var kallað Ungverja- land á þeim árum. En þar var illa vært sökum drykkjuskapar og háreysti Ungverjanna, og þegar nokkrir þeirra komu inn í fundarherbergið og báðu um orðið, þá varð að flytja fundinn í annan enda á húsinu. Í árslok 1948 lagði dr. Helgi Tómasson Eir inn á Klepp, og hefur félagið síðan verið þar til húsa með fundi sína og unað vel hag sínum ...“7 En auðvitað skín sól Læknafélags Reykjavíkur (LR) og síðar Læknafélags Íslands skærast þegar til fræðslu og símenntunar lækna er litið. Árni Björnsson læknir tekur saman fróðlegt ágrip um sögu LR á 90 ára afmæli þess 1999. Árni telur að LR hafi frá upphafi verið helsti vettvangur viðhaldsmenntunar lækna á Íslandi. Allt til 1979 voru fræðsluerindi fastir liðir á flestum fundum LR en lögðust af með vaxandi fræðslustarfsemi innan sjúkrahúsanna í Reykjavík. Árni segir: „Árið 1942 var reynt að stofna til námskeiðs fyrir lækna á vegum LR. Þá var skipuð þriggja manna nefnd til að sjá um undirbúning og framkvæmd á læknanámskeiði í Reykjavík. Áhugi á námskeiðinu var þó ekki meiri en svo að einungis tveir læknar mættu utan af landi en enginn læknir í Reykjavík gaf sig fram. Námskeiðið féll því niður og það var ekki fyrr en 1972 sem námskeiðs- og fræðslunefnd var endurvakin.“8 Með þessu hófst ný og glæsileg starfsemi til vegs. Allt orkar tvímælis þá gert er og sérstaklega á það við þegar sagan er vegin og metin. Ekki dugar að horfa einungis til ársins 1972. Fyrsta haustnámskeið læknafélaganna var haldið 1961 með tilstyrk heilbrigðisstjórnarinnar „fyrir praktiserandi lækna og héraðslækna“.9 Haft er á orði að góðir hlutir gerist hægt. Má það til sanns vegar færa þegar þróun fræðslustarfs læknafélaganna er skoðuð frá þessum tíma. Á áttunda áratugnum komst á gott samstarf og persónulegur kunningsskapur milli læknaforustunnar hér heima og danskra lækna. Komu Danir hingað oftar en einu sinni til námskeiðahalds og var þar fyrirliði Povl Riis, meltingarsér- fræðingur, siðfræðingur og fjölfræðingur um læknisfræðileg hugðarefni. Það má hiklaust kalla hann velgerðarmann íslenskra lækna enda var hann síðar gerður að heiðursfélaga í Læknafélagi Íslands. Tilvitnuð grein Stefáns B. Matthíassonar, Tilurð Læknadaga, í Læknablaðinu frá 2014 er ítarlegt yfirlit yfir þróun formsins og fjármögnun frá því á 9. áratugnum fram á okkar daga. Allir dagar lækna eru „læknadagar“. Skyldan til kennslu og menntunar er tímalaus og án landamæra. Læknadagar Lækna- félags Íslands verða vonandi aldrei „barn síns tíma“ og verða í sífelldri þróun eins og raunin hefur orðið. Heimildir 1. Durant W. Grikkland hið forna. Menningarsjóður, Reykjavík 1979: 19-20 2. Sæmundsson H. Munnlegar upplýsingar í des. 2017. 3. Sturluson S. Heimskringla, Helgafell, Reykjavík 1944: 537-8. 4. Blöndal JH, Jónsson V. Læknar á Íslandi. Ísafold, Reykjavík 1970: 9. 5. Jónsson V. Lækningar séra Þorkels Arngrímssonar. Helgafell, Reykjavík 1949: 115. 6. Hannesson G. Stéttarandinn. Læknablaðið 1935; 21: 11. 7. Þórðarson Ó. Minni Læknafélagsins Eirar. Læknablaðið 1963; 47: 13. 8. Björnsson Á. Stiklur úr sögu félagsins. Læknablaðið 1999; 85: 811-25. 9. Matthíasson SB. Tilurð Læknadaga. Læknablaðið 2014; 100: 34-7. Margrét Aðalsteinsdóttir hjá Fræðslustofnun óbilandi mótor Læknadaganna síðustu ár. Gunnar Bjarni Ragnarsson og Jórunn Atla- dóttir hafa verið formenn þar á bæ. Daninn Povl Riis lagði sitt af mörkum til fræðslustarfs íslenskra lækna. Arna Guðmundsdóttir stýrði Læknadög- um árin 2005-2013.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.