Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.01.2018, Qupperneq 36

Læknablaðið - 01.01.2018, Qupperneq 36
36 LÆKNAblaðið 2018/104 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Breyting á klukkunni úr sumartíma yfir í réttan tíma miðað við hnattstöðu Íslands, svokallaðan vetrartíma, hefur verið til umræðu í haust. Læknablaðið fékk fjóra sérfræðinga sem rannsakað hafa mikilvægi og áhrif dægursveiflu og svefns á heilsu fólks til að ræða þetta í kjölfar þess að Nóbelsverðlaun í lækna- vísindum á þessu ári voru veitt fyrir rannsóknir á þessu sviði. Sérfræðingarnir eru Björg Þorleifs- dóttir lektor í lífeðlisfræði við Háskóla Íslands, Erla Björnsdóttir sálfræðingur og nýdoktor við læknadeild Háskóla Íslands, Erna Sif Arnardóttir forstöðu- náttúrufræðingur og forstöðumaður svefnrannsókna á Landspítalanum og Þórgunnur Ársælsdóttir geðlæknir. Björg: Í öllum lífverum er líkams- klukka og við mannfólkið erum ekkert undanskilin því. Líkamsklukkan gengur með sínum takti sem er aðeins lengri en sólarhringurinn þannig að allar lífver- ur sem nema birtu og lifa að einhverju leyti undir beru lofti þurfa að geta stillt líkamsklukkuna í takt við sólarganginn. Við þurfum að fá merki um það hvenær er nótt og hvenær er dagur og virkni lík- amans breytist frá degi til nætur. Það er hægt að stilla líkamsklukkuna og skorða hana við 24 stundir en við þurfum að fá merki til að miða við. Mikilvægasta merkið er birtan frá sólinni og við höf- um líkamsklukkuna, sérstakar frumur í undirstúku heilans, sem eru sérhæfðar til að taka við birtuboðum frá frumum í augunum. Þessar frumur hafa sýnt sig að hafa mismunandi virkni eftir því hvort er bjart eða myrkur, sem aftur hefur áhrif á allan líkamann. Áhrifunum er miðlað með hormóninu melatóníni sem myndað er í heilakönglinum. Önnur merki sem við getum stillt líkamsklukkuna eftir eru ýmis umhverfishljóð, en mikilvægi ljóssins er óumdeilanlegt, þó þorri fólks geti stillt sig eftir öðrum merkjum. Líklega er þó alltaf ákveðinn hópur fólks sem á mjög erfitt með að stilla líkamsklukkuna eftir öðru en birtuboðum og með því að fá birtuna klukkutíma seinna en eðlilegt er hér á Íslandi erum við að ýta undir seinkun á öllum ferlum í líkamanum, sérstaklega hjá þeim einstaklingum. Eiginleikar sólarljóssins eru mjög mismunandi Erna: Það eru margir sem vita ekki að ljóseiginleikar sólarljóssins eru mjög mis- munandi eftir tíma dagsins. Á morgnana er bláa birtan ríkjandi og á kvöldin er birtan á rauða svæði litrófsins. Það er bláa ljósið á morgnana sem stillir okkur af og þannig getur maður stjórnað líkamsklukk- unni með því að flýta henni eða seinka henni og ég held að mjög fáir geri sér grein fyrir þessum eiginleikum birtunnar. Björg: Á sumrin hefur sólarbirtan líka áhrif til þess að stilla líkamsklukku okkar. Það hefur sýnt sig í íslenskum rannsóknum að lítill munur er á svefntíma fólks á sumrin og veturna þó margir haldi því fram að þeir þurfi minna að sofa á sumrin þegar birtan er nánast allan sólar- hringinn. Frá náttúrunnar hendi er líklegt að svefntíminn sé styttri á sumrin þar sem melatónínframleiðsla líkamans helst í hendur við hvenær dimmir og birtir aftur. En í okkar vestræna samfélagi erum við svo bundin af áherslum vinnu og annarra skyldna að þetta kerfi riðlast hjá flestum. Erna: Gott dæmi eru jólafrí barna og unglinga. Þá seinka allir sér og síðan hefst baráttan í byrjun janúar við að koma þeim aftur á réttan kjöl. Í mesta skammdeginu er ekkert til að stilla okkur af, birtan er svo lítil og flestir lenda í vandræðum með svefntímann sinn á þessum árstíma. Þetta hefur mest áhrif á unglinga. Þeir eru náttúrulega með seinkaða dægursveiflu, það hefur verið rannsakað með óyggjandi niðurstöðum, að unglingar hafa seinkaða losun á melatóníni miðað við aðra. Það þýðir að þeir eiga erfitt með að sofna á kvöldin og erfitt með að vakna snemma á morgnana. Þeir verða verst úti þegar við bætist að klukkan er röng miðað við sólar- ganginn. Víða erlendis hafa skólayfirvöld ákveðið að seinka skólabyrjun á morgnana vegna þessa með mjög góðum árangri. Með því að seinka skólabyrjun til 9 eða jafnvel 10 á morgnana hefur námsárangur og árvekni nemenda batnað verulega. Erla: Þetta hefur líka verið gert hér í fáeinum skólum með góðum árangri en það leysir þó ekki vandræðin sem skapast af rangri klukku. Víða er verið að seinka skólabyrjun þar sem klukkan er þó rétt og hér eigum við að gera hvort tveggja, seinka skólabyrjun og leiðrétta klukkuna. Það er mjög mikilvægt að tala um leið- réttingu en ekki breytingu á klukkunni. Þegar ákveðið var að festa klukkuna á Íslandi á sumartíma árið 1968 var það gert vegna viðskiptalegra hagsmuna og þegar rökin gegn leiðréttingu klukkunnar eru skoðuð eru þau yfirleitt viðskiptalegs eðlis en við sem tölum fyrir leiðréttingunni erum að tala útfrá lýðheilsufræðilegu sjón- armiði og höfum engra hagsmuna að gæta annarra en að bæta líðan og svefn þjóðar- innar. Þegar þessi ákvörðun var tekin 1968 vissi fólk ekki eins mikið um mikilvægi líkamsklukkunnar og dægursveiflunnar og vitað er í dag. Erna: Í rauninni var sáralítið vitað og öll sú þekking sem liggur að baki nóbels- verðlaununum í læknavísindum á síðasta ári verður til á 9. áratug síðustu aldar. Þórgunnur: Það er líka sláandi í okkar þjóðfélagi hvað virðing fyrir svefninum er lítil. Svefninn er stórmerkilegur þáttur lífs- Afleiðingar rangrar klukku eru margvíslegar - segja sérfræðingar um dægursveiflu, svefn og líkamsklukku ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.