Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2018, Síða 42

Læknablaðið - 01.01.2018, Síða 42
Hinn 14. janúar 2018 fagna læknar þeim merka áfanga að Læknafélag Íslands verð- ur aldargamalt. Í pistli þessum verður fjallað um fyrstu siðareglur lækna og lög Læknafélags Íslands eins og um hvoru- tveggja er fjallað á síðum Læknablaðsins. Heimildir sýna að stofnun Læknafélags Íslands átti sér allnokkurn aðdraganda. Raunar benda heimildir til þess að árið 1898 hafi 9 læknar sem voru samankomnir á læknafundi stofnað Hið íslenzka lækna- félag. Lög voru samþykkt fyrir félagið og reglur um bróðurlega samvinnu milli lækna (Codex ethicus). Félagið starfaði þó aldrei. Tímaritið Eir – Mánaðarrit handa al- þýðu um heilbrigðismál, sem gefið var út um tveggja ára skeið, 1899 og 1900, má rekja til þessarar félagsstofnunar þó félagið hefði ekkert með útgáfu þess að gera.1 Hinn 16. maí 1915 var að tilhlutan land- læknis héraðslæknafundur á Austurlandi. Þar voru meðal annars ræddar siðareglur og ályktað: Fundurinn álítur rangt, að læknar ráði sig í héruð, þar sem héraðslæknir er fyrir, ef engar sakir eru sannaðar á hann í embætt- isfærslu hans. Jafnframt skorar fundurinn á Læknafélag Reykjavíkur að vinda bráðan bug að því, að semja Codex ethicus fyrir íslenzka lækna og senda þeim hann til samþyktar.2 Læknafélag Reykjavíkur kaus Guð- mund Magnússon, Guðmund Hannesson og Matthías Einarsson í nefnd til að gera tillögur um siðareglur. Nefndin leitaði meðal annars til Noregs með upplýsingar og kynnti tillögur sínar á fundi í félaginu 8. nóvember 1915. Tillögurnar voru birtar í nóvembertölublaði Læknablaðsins 1915 og læknum gefnir þrír mánuðir til að koma að athugasemdum.3 Nokkrar breytinga- tillögur bárust. Þær voru kynntar læknum í marstölublaði Læknablaðsins 1916 og eftir því kallað að læknar sendu atkvæði sín við breytingatillögurnar hið fyrsta.4 Vinnu við siðareglurnar lauk loks ári síðar á fundi Læknafélags Reykjavíkur 13. nóvember 1916 með því að upphaflegu til- lögurnar voru samþykktar nánast óbreytt- ar. Margt hafði orðið til tafa og einkum það að svör frá læknum komu seint og urðu fá.5 Fyrstu siðareglur lækna voru í 11 grein- um og giltu fyrir alla lækna sem störfuðu hér á landi. Tilgangur reglnanna var að efla gott samkomulag og bróðurlega sam- vinnu meðal lækna. Þær bönnuðu lækn- um, í viðurvist sjúklings eða annarra en læknis, að fara niðrandi orðum um stéttar- bræður sína, jafnvel þótt ástæða kynni að vera til slíks. Þær bönnuðu læknum að nota óþarfa auglýsingar, blaðagreinar eða aðrar ósæmilegar aðferðir í því skyni að teygja sjúklinga til sín frá öðrum lækn- um. Þá skyldu læknar forðast eftir megni þakkarávörp og aðrar gyllingar og þá máttu þeir ekki heldur gefa í skyn að þeir þekktu betri lyf eða læknisaðferðir sem öðrum læknum væru ekki kunnar. Siðareglurnar geymdu nokkur ákvæði um samskipti milli lækna vegna sjúk- linga og virðast endurspegla ákveðna samkeppni um sjúklinga. Þannig bönnuðu þær læknum að bjóðast til að taka að sér læknisstörf fyrir minna endurgjald en aðrir tækju. Þær mæltu svo fyrir að læknir, sem sóttur var til sjúklings, sem reyndist undir höndum annars læknis, gerði einungis það bráð nauðsynlega og ekki skyldi hann vitja sjúklingsins oftar nema fyrri lækni hefði verið tilkynnt að sjúklingur óskaði að breyta um lækni eða læknirinn hefði sagt skilið við sjúklinginn. Ef sjúklingur, aðstandendur eða læknir sjúklings vildu samráð við annan lækni skyldi það gert og læknarnir bera ráð sín saman í einrúmi. Sá læknir sem hafði sjúklinginn til meðferðar skyldi síðan fyrirskipa það sem þeir kæmu sér saman um. Næðu þeir ekki samkomulagi skyldu þeir saman, í viðurvist sjúklings eða aðstandenda, setja fram skoðanir sínar. Sjúklingurinn eða aðstandendur skyldu síðan velja hvor læknirinn skyldi halda lækningunni áfram. Ef læknirinn sem hafði stundað sjúklinginn mætti ekki til þessa samráðs skyldi aðfengni læknirinn ráðleggja það sem honum virtist bera brýn nauðsyn til en ekki vitja sjúklingsins oftar nema eftir samkomulagi við lækninn sem fyrst stundaði sjúklinginn. Í siðareglunum eru athyglisverð ákvæði um afleysingaþjónustu lækna. Ef læknir gat ekki gegnt störfum sínum Læknar eru hvattir til að koma ábendingum um efni á framfæri við ritstjórn eða pistlahöfund. Dögg Pálsdóttir lögfræðingur Læknafélags Íslands Dogg@lis.is Fyrstu siðareglur lækna og fyrstu lög Læknafélags Íslands L Ö G F R Æ Ð I 2 5 . P I S T I L L 42 LÆKNAblaðið 2018/104

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.