Læknablaðið - 01.01.2018, Síða 43
LÆKNAblaðið 2018/104 43
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
vegna ferðalags, sem honum var ekki
sérstaklega borgað fyrir, eða sjúkleika,
skyldu nágrannalæknar, ef kringumstæð-
ur leyfðu, gegna störfum hans, honum
að kostnaðarlausu í einn mánuð en tvo
ef um sjúkleika væri að ræða, nema við-
komandi læknir auglýsti sjálfur að hann
hefði fengið fyrir sig afleysingalæknir. Um
greiðslu fór eftir því hvort sjúklingur væri
í samlagi hjá hinum fasta lækni. Þá mátti
ekki krefja sjúklinginn um gjald fyrir af-
leysingaþjónustuna nema afleysingalækn-
irinn hefði farið lengra frá heimili sínu en
eina mílu eða ef um meiri háttar operation
hefði verið að ræða. Afleysingalæknirinn
mátti á hinn bóginn þiggja endurgjald,
væri það boðið. Embættislausum læknum
var heimilt að setjast að hvar sem vera
skyldi. Þó mátti læknir, sem verið hafði
aðstoðarlæknir fyrir annan eða staðgeng-
ill, ekki setjast þar að fyrr en að minnsta
kosti eitt ár var liðið frá því hann dvald-
ist þar og forðast skyldi hann að rýra á
nokkurn hátt álit þess læknis sem hann
starfaði fyrir.
Í siðareglunum eru einnig fyrirmæli
um þjónustu lækna við aðra lækna, konur
þeirra, ekkjur og ófullveðja börn. Þessir
aðilar áttu rétt á ókeypis læknishjálp hjá
hverjum þeim lækni sem þeir óskuðu. Þó
mátti ekki krefjast ókeypis læknishjálpar
ef læknir var sóttur um langan veg. Þá var
lækni heimilt að þiggja endurgjald ef sá
sem hjálpar naut krafðist þess, einkum ef
fátækur læknir átti í hlut gagnvart efnuð-
um.
Ágreiningi um læknamál milli lækna
skyldi skjóta til 5 manna gerðardóms sem
í sátu einn kosinn af læknadeild, annar af
Læknafélagi Reykjavíkur, landlæknir var
sá þriðji og formaður dómsins. Loks skyldi
hvor málsaðili tilnefna lækni, sem undir-
skrifað hafði siðareglurnar, í gerðardóm-
inn. Hvor málsaðili átti rétt á því að ryðja
einum hinna föstu dómenda úr dómnum
og tók þá varamaður sæti hans. Gerðar-
dómur skyldi leggja dóm á mál sem hann
fékk til meðferðar innan misseris frá því
að málsaðilar höfðu kosið dómendur. Allir
læknar sem höfðu undirritað siðareglurn-
ar skyldu hlíta úrskurði gerðardómsins.
Refsiákvæði var í siðareglunum þess
efnis að læknar sem brytu gegn þeim
skyldu hvorki njóta afleysingahlunninda
né ókeypis læknisþjónustu fyrir sig og sitt
fólk.5
Á fundi í Læknafélagi Reykjavíkur 5.
mars 1917 var samþykkt tillaga að lögum
fyrir Læknafélag Íslands, sem birtust í
3. tölublaði Læknablaðsins 1917. Læknar
voru beðnir að senda athugasemdir sín-
ar hið fyrsta.6 Ekki er að sjá að neinar
athugasemdir hafi borist við drögin.
Fyrstu lög Læknafélags Íslands voru
stutt, 11 greinar. Um tilgang félagsins seg-
ir í 2. gr.:
Tilgangur félagsins er að efla hag og sóma
íslenzkrar læknastéttar, samvinnu meðal lækna
í heilbrigðismálum þjóðarinnar og glæða áhuga
lækna fyrir öllu, er að starfi þeirra lýtur.
Félagsmenn gátu orðið allir íslenskir
læknar sem tekið höfðu fullkomið lækna-
próf, hvort sem þeir væru búsettir hér á
landi eða erlendis.
Í stjórn félagsins skyldu vera þrír lækn-
ar, búsettir í Reykjavík eða nágrenni. Þá
skyldi kosinn einn varamaður. Formaður
yrði sá sem flest atkvæði fengi, en að öðru
leyti skipti stjórnin sjálf með sér verkum.
Kosning skyldi fara fram í nóvember og
gilda til tveggja ára, miðað við áramót. Þá
skyldu læknar í Austur-, Vestur- og Norð-
urlandsfjórðungi kjósa einn fjórðungs-
fulltrúa fyrir sinn fjórðung, stjórninni til
aðstoðar. Þessi fulltrúakosning skyldi fara
fram um leið og stjórnarkosning.
Stjórnin skyldi sjá um allar fram-
kvæmdir félagsins og hafa vakandi auga
með öllum þeim málum sem vörðuðu
læknastéttina eða heilbrigði almennings.
Hún skyldi skora á alla lækna er lyku prófi
að gerast félagsmenn en hún hafði jafn-
framt vald til að neita læknum um inn-
töku í félagið og að vísa þeim úr því um
stundarsakir, væri ástæða til. Aðalfund
skyldi að forfallalausu halda á ári hverju í
júní, júlí eða ágúst.
Á fyrsta aðalfundi Læknafélags Ís-
lands 1919 lagði Guðmundur Hannesson
fyrsti formaður þess til að Ásgeir Blön-
dal yrði gerður að heiðursfélaga. Hann
hefði fyrstur lagt til að læknar hér á landi
mynduðu félagsskap með sér. Tillagan var
samþykkt samhljóða og var Ásgeir Blön-
dal því fyrsti heiðursfélagi Læknafélags
Íslands.7
Heimildir
1. Hannesson G. „Íslenzkt læknafélag.“ Læknablaðið 1915; 1:
3.
2. „Læknafundur á Eskifirði.“ Læknablaðið 1915; 1: 91-2.
3. Hannesson G. „Codex ethicus og íslenzkt læknafélag.“
Læknablaðið 1915; 1: 163-7.
4. Hannesson G. „Breytingatillögur við Codex ethicus.“
Læknablaðið 1916; 2: 39-40.
5. Hannesson G. „Codex ethicus.“ Læknablaðið 1916; 2: 166-9,
71.
6. „Læknafélag Íslands.“ Læknablaðið 1917; 3: 41-2.
7. „Fyrsti aðalfundur í Læknafélagi Íslands.“ Læknablaðið
1920; 5: 97-111.
Andlátsfregn
Magnús Snædal Rósbergsson, málfræðingurinn sem stýrði íðorðasafni lækna um
12 ára skeið, lést ekki alls fyrir löngu. Eins og fram kom í viðtali Læknablaðsins við
Magnús árið 2014 um útgáfu ICD-10 var hann aðalstjóri þess verks. ICD-10 útgáfan
er langviðamesta orðasafn yfir sjúkdóma og heilbrigðisvandamál sem gefið hefur
verið út á íslensku til þessa. Verkið sem kom út 1995 og 1996 unnu auk ritstjórans
Magnúsar, Jóhann Heiðar Jóhannsson og Örn Bjarnason. Útgáfan var þrekvirki á
sínum tíma og gerð samkvæmt samningi milli heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis-
ins og Orðabókarsjóðs læknafélaganna.
Fróðskaparsetrið í Færeyjum og Turið Sigurðardóttir minntust Magnúsar með
þessum orðum:
Frá 1984 og í eini tólv ár var Magnús ritstjóri fyri yrkorðasavninum hjá læknafelagi
Íslands. Har framdi hann munadygt og væl hepnað starv við at fáa til vega íslendsk orð og
heiti á tí ovurstóra yrkismálsliga økinum, sum læknavísindini umboða. Kunnað varð javnan
um úrslitini, orðagerð, nýggjyrði og týðingar, í íslendska Læknablaðnum. Hann skrivaði
grein um hetta arbeiðið í Nordisk tidsskrift for fagsprog og terminologi nr. 2 1986.
Viðtalið við Magnús: http://www.laeknabladid.is/tolublod/2014/01/nr/5046