Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.01.2018, Side 46

Læknablaðið - 01.01.2018, Side 46
46 LÆKNAblaðið 2018/104 W M A = W O R L D M E D I C A L A S S O C I A T I O N Genfar-yfirlýsing Alþjóðalæknafélagsins Samþykkt af 2. allsherjarþingi Alþjóðalæknafélagsins í Genf í Sviss í september 1948, endurskoðað af 22. allsherjarþinginu í Sydney í Ástralíu í ágúst 1968 og 35. allsherjarþinginu í Feneyjum á Ítalíu í október 1983 og 46. allsherjarþinginu í Stokkhólmi í Svíþjóð í september 1994 og með orðalagsbreytingum 170. fundar stjórnar Alþjóðalæknafélagsins í Divonne-les-Bains í Frakklandi í maí 2005 og 173. fundar stjórnar Alþjóðalæknafélagsins í Divonne-les-Bains í Frakklandi í maí 2006 og endurskoðað af 68. allsherjarþinginu í Chicago í Bandaríkjunum í október 2017. LÆKNISHEITIÐ SEM LÆKNIR HEITI ÉG ÞVÍ að helga líf mitt þjónustu í þágu mannúðar; ÉG MUN HAFA HEILBRIGÐI og vellíðan sjúklinga minna í fyrirrúmi; ÉG MUN VIRÐA sjálfræði og mannlega reisn sjúklinga minna; ÉG MUN VIRÐA mannslíf staðfastlega til hins ýtrasta; ÉG MUN EKKI LÁTA aldur, sjúkleika eða fötlun, trúarbrögð, uppruna, kyn, þjóðerni, stjórnmálatengsl, kynþátt, kynhneigð, þjóðfélagslega stöðu eða neitt annað hafa áhrif á skyldu mína gagnvart sjúklingum mínum; ÉG MUN GÆTA FYLLSTU ÞAGMÆLSKU um allt það sem sjúklingar trúa mér fyrir, einnig að þeim látnum; ÉG MUN RÆKJA starf mitt af samviskusemi og virðingu og í samræmi við góða starfshætti lækna; ÉG MUN HALDA Í HEIÐRI virðingu og góðar hefðir læknastéttarinnar; ÉG MUN AUÐSÝNA kennurum mínum, starfsfélögum og nemendum þá virðingu og þakklæti sem þeim ber; ÉG MUN miðla læknisfræðilegri þekkingu minni í þágu sjúklinga minna og framfara í heilbrigðisþjónustu; ÉG MUN GÆTA VEL AÐ eigin heilsu, vellíðan og færni svo að ég fái veitt sem besta þjónustu; ÉG MUN EKKI BEITA læknisfræðilegri þekkingu minni til að brjóta gegn mannréttindum og borgaralegu frelsi, jafnvel þó mér sé ógnað; ÞESSU LOFA ÉG af fúsum og frjálsum vilja og legg það við heiður minn. Íslensk þýðing: Helga Jónsdóttir

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar: 1. tölublað (01.01.2018)
https://timarit.is/issue/398877

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað (01.01.2018)

Handlinger: