Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2018, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 01.01.2018, Blaðsíða 46
46 LÆKNAblaðið 2018/104 W M A = W O R L D M E D I C A L A S S O C I A T I O N Genfar-yfirlýsing Alþjóðalæknafélagsins Samþykkt af 2. allsherjarþingi Alþjóðalæknafélagsins í Genf í Sviss í september 1948, endurskoðað af 22. allsherjarþinginu í Sydney í Ástralíu í ágúst 1968 og 35. allsherjarþinginu í Feneyjum á Ítalíu í október 1983 og 46. allsherjarþinginu í Stokkhólmi í Svíþjóð í september 1994 og með orðalagsbreytingum 170. fundar stjórnar Alþjóðalæknafélagsins í Divonne-les-Bains í Frakklandi í maí 2005 og 173. fundar stjórnar Alþjóðalæknafélagsins í Divonne-les-Bains í Frakklandi í maí 2006 og endurskoðað af 68. allsherjarþinginu í Chicago í Bandaríkjunum í október 2017. LÆKNISHEITIÐ SEM LÆKNIR HEITI ÉG ÞVÍ að helga líf mitt þjónustu í þágu mannúðar; ÉG MUN HAFA HEILBRIGÐI og vellíðan sjúklinga minna í fyrirrúmi; ÉG MUN VIRÐA sjálfræði og mannlega reisn sjúklinga minna; ÉG MUN VIRÐA mannslíf staðfastlega til hins ýtrasta; ÉG MUN EKKI LÁTA aldur, sjúkleika eða fötlun, trúarbrögð, uppruna, kyn, þjóðerni, stjórnmálatengsl, kynþátt, kynhneigð, þjóðfélagslega stöðu eða neitt annað hafa áhrif á skyldu mína gagnvart sjúklingum mínum; ÉG MUN GÆTA FYLLSTU ÞAGMÆLSKU um allt það sem sjúklingar trúa mér fyrir, einnig að þeim látnum; ÉG MUN RÆKJA starf mitt af samviskusemi og virðingu og í samræmi við góða starfshætti lækna; ÉG MUN HALDA Í HEIÐRI virðingu og góðar hefðir læknastéttarinnar; ÉG MUN AUÐSÝNA kennurum mínum, starfsfélögum og nemendum þá virðingu og þakklæti sem þeim ber; ÉG MUN miðla læknisfræðilegri þekkingu minni í þágu sjúklinga minna og framfara í heilbrigðisþjónustu; ÉG MUN GÆTA VEL AÐ eigin heilsu, vellíðan og færni svo að ég fái veitt sem besta þjónustu; ÉG MUN EKKI BEITA læknisfræðilegri þekkingu minni til að brjóta gegn mannréttindum og borgaralegu frelsi, jafnvel þó mér sé ógnað; ÞESSU LOFA ÉG af fúsum og frjálsum vilja og legg það við heiður minn. Íslensk þýðing: Helga Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.01.2018)
https://timarit.is/issue/398877

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.01.2018)

Aðgerðir: