Læknablaðið - 01.03.2018, Blaðsíða 9
LÆKNAblaðið 2018/104 125
R I T S T J Ó R N A R G R E I N
Human rights in Turkey
Hörður Helgi Helgason
chair of Amnesty International in
Iceland and attorney at law with Landslög – Law Offices
doi.org/10.17992/lbl.2018.03.175
Hörður Helgi Helgason
formaður Íslandsdeildar
Amnesty International
og lögmaður hjá Landslögum
hhh@1969.is
Einkabankaþjónusta Arion banka
veitir efnameiri einstaklingum víðtæka
fjármálaþjónustu sem sniðin er að þörfum
hvers og eins.
Við mótum með þér fjárfestingarstefnu og
fylgjum henni á meðan þú nýtur þess sem
lífið hefur upp á að bjóða.
Pantaðu viðtal við viðskiptastjóra
í síma 444 7410 eða sendu póst á
einkabankathjonusta@arionbanki.is.
Njóttu þess
sem lífið býður
Að mörgu leyti má halda því fram að heimur batnandi fari. Tekist
hefur að lyfta stórum hluta mannkyns úr sárri fátækt í betra skjól,
tækni og vísindi taka enn stórstígum framförum og vopnuðum
átökum fer fækkandi.
Samt sem áður láta tugir þúsunda enn lífið á hverju ári í hernaði,
til dæmis í borgarastyrjöldum í Sýrlandi, Afganistan og Írak og í
átökum í mörgum af ríkjum Afríku.
Þá hefur aukinni efnahagslegri velsæld í heiminum ekki fylgt
aukið frelsi eða lýðræði. Þvert á móti átti lýðræði hvað erfiðast
uppdráttar á liðnu ári samanborið við síðustu áratugi, að mati
Freedom House stofnunarinnar. Í nýrri ársskýrslu samtakanna
kemur fram að ástand stjórnmálalegra og borgaralegra réttinda í
heiminum versnaði 12. árið í röð, batnaði í 35 ríkjum en hrakaði í
rúmlega tvöfalt fleiri ríkjum.
Mörg fyrrnefndra ríkja sem búa við viðvarandi vopnuð átök,
eru jafnframt þau ríki þar sem ástand mannréttindamála er hvað
verst. Það er hins vegar ekki einungis í stríðshrjáðum ríkjum sem
mannréttindi eiga í auknum mæli undir högg að sækja heldur
hafa þau látið undan síga í sumum af fjölmennustu ríkjum heims,
ríkjum sem búa við stöðugleika í stjórnarfari og uppgang í efnahag.
Þannig búa til dæmis íbúar í Kína við stórskert borgaraleg réttindi
og þarlend stjórnvöld taka árlega af lífi mörg þúsund manns. Þá
sjást einnig blikur á lofti jafnvel í ríkjum sem hafa til skamms tíma
verið leiðandi á sviði mannréttindabaráttu, svo sem Bandaríkj-
anna.
Við þessar aðstæður sækja alræðisstjórnir og einræðisherr-
ar í sig veðrið og seilast lengra en þeir þyrðu ella. Meðal fórn-
arlamba þeirra er fólk sem stjórnvöld telur óæskilegt, svo sem
dómarar sem ekki láta að stjórn, fréttafólk sem flytur óþægilegar
fréttir, baráttufólk fyrir réttindum minnihlutahópa, læknar sem
hlúa að hinum óæskilegu og lögmenn sem sækja rétt þeirra. Í
nýrri ársskýrslu Front Line Defenders kemur fram að á liðnu ári
lét fólk lífið í 27 ríkjum heims fyrir friðsöm mótmæli sín gegn
mannréttindabrotum og hefur fjöldinn aukist ár frá ári.
Það ríki þar sem staða mannréttinda hefur versnað hvað hraðast
á síðustu árum er Tyrkland.
Þarlend stjórnvöld hafa á síðustu árum þjarmað jafnt og þétt að
helstu borgaralegum réttindum, svo sem tjáningarfrelsi og réttinum
til sanngjarnrar málsmeðferðar. Í kjölfar valdaránstilraunar í júlí
2016 jukust þessir tilburðir stórkostlega með fjöldahandtökum og
ákærum fyrir oft á tíðum fráleitar sakir. Á annað hundrað þúsund
einstaklingar hafa verið handteknir eða reknir úr störfum sínum,
þar af hafa 40.000 verið hnepptar í varðhald en af þeim eru hátt í
3000 dómarar, 10.000 hermenn og 15.000 kennarar.
Þessi mannréttindabrot hafa ekki vakið jafn hörð viðbrögð
annarra ríkja alþjóðasamfélagsins og búast mátti við. Þannig
hefur Evrópusambandið haldið áfram vafasömu samstarfi sínu
við tyrknesk yfirvöld um að stöðva för flóttafólks frá Sýrlandi til
Evrópu. Tyrknesk stjórnvöld hafa því gengið á lagið og beina nú
spjótum sínum í auknum mæli gegn þeim sem þau virðast telja sér
stafa ógn af. Hafa handtökur og ákærur því stöðugt meira beinst
gegn blaðafólki og baráttufólki fyrir mannréttindum. Þannig voru
bæði framkvæmdastjóri og formaður tyrknesku deildar Amnesty
International hneppt í varðhald á liðnu ári og bíða nú bæði dóms
fyrir sakir á borð við samsæri gegn ríkinu.
Tyrknesk stjórnvöld hafa nú gengið enn lengra og dæmt hóp
blaðamanna í lífstíðarfangelsi fyrir umfjöllun sína um stjórnmála-
ástandið í landinu. Þá voru 11 meðlimir tyrkneska læknafélagins
hnepptir í varðhald og ákærðir fyrir landráð, að því er virðist
fyrir það eitt að gagnrýna hernaðarbrölt stjórnvalda. Bæði mann-
réttindasamtök og ýmis samtök lækna hafa mótmælt þessu kröft-
uglega. Virðist sem það kunni að hafa átt þátt í því að læknarnir
hafa nú verið leystir úr varðhaldi.
Þrátt fyrir að alþjóðasamfélagið hafi hingað til ekki tekið nægi-
lega hart á einræðistilburðum tyrkneskra stjórnvalda eru þau
samt sem áður viðkvæm fyrir almenningsálitinu. Því er mikilvægt
að sem flestir almennir borgarar um allan heim láti málið til sín
taka, eftir getu og aðstæðum. Mikið er í húfi, þar sem önnur ein-
ræðisstjórnvöld, til dæmis í Venesúela, bíða nú og fylgjast grannt
með hvort Tyrkir komist upp með að beita varðhaldi og sýndar-
réttarhöldum til að þagga niður í þeim sem berjast fyrir bættum
mannréttindum þar í landi.
Mannréttindi í Tyrklandi