Læknablaðið - 01.03.2018, Blaðsíða 33
LÆKNAblaðið 2018/104 149
„Þetta er sjúkdómur sem á að vera hægt að lækna á frumstigi og það er mjög mikilvægt að
greina hann rétt í upphafi og hafa skýrar leiðbeiningar um hvað eigi að gera næst,“ segja
þau Elísabet Reykdal húðlæknir, Þórir S. Njálsson lýtalæknir og Gunnar Bjarni Ragnarsson
krabbameinslæknir.
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
að öll skurðmeðferð sortumeina
á að fara fram á lýtalækninga-
deild Landspítalans. Það er
til að tryggja rétta meðferð og
uppvinnslu meinsins, til dæmis
getur varðeitlataka sem er mjög
mikilvæg í mörgum tilvikum,
einungis farið fram á Landspítal-
anum,“ segir Gunnar Bjarni.
„Ef lækni grunar að um sortu-
mein sé að ræða mælum við með
því að taka breytinguna í heild
sinni, en ekki hluta hennar. Eftir
að svar meinafræðideildar liggur
fyrir er metið á lýtalækninga-
deild hversu mikið þarf að fjar-
lægja í kringum æxlið og hvort
varðeitlataka sé nauðsynleg eða
ekki,“ segir Elísabet. Einnig vilja
þau koma því að aldrei skuli fjar-
lægja eða eyða húðbreytingum
án greiningar með fullnægjandi
vefjasýni eða fyrri greiningar
sérmenntaðs læknis með húðsjá
(dermatoscope) eða sambærilegri
aðferð.
Í leiðbeiningunum er einnig
ráðlagt hvernig eftirliti skuli
háttað þegar búið er að greina og
meðhöndla meinið. „Það hefur
verið kallað eftir samræmdu
verklagi um eftirlit með sjúk-
lingum,“ segir Gunnar Bjarni
og bætir því við að þetta séu
fyrst og fremst leiðbeiningar um
samræmt verklag. „Alþjóðlegar
klínískar meðferðarleiðbeiningar
liggja í rauninni fyrir en hér
er um íslenskar verklagsreglur
að ræða sem eiga að auðvelda
læknum í dagsins önn að greina
meinið rétt og koma sjúklingnum
síðan áfram í viðeigandi með-
ferð.“
„Það eru stöðugar framfarir
og nýjungar að koma fram í
krabbameinslækningum og með
þessum verklagsreglum er reynt
að tryggja að þeir sem greinast
með sortumein fái bestu mögu-
legu meðferð,“ segir Elísabet.
„Okkur sem fáumst við
krabbameinslækningar var orðið
ljóst að þörf væri fyrir leiðbein-
ingar af þessu tagi. Það hefur líka
verið kallað eftir þeim frá lækn-
um sem vilja hafa skýrt verklag
til að tryggja rétta greiningu og
meðferð. Rétt greining á frum-
stigi er forsenda þess að hægt að
sé að komast fyrir meinið,“ segir
Gunnar Bjarni að lokum.
www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item33875/Kliniskar-leidbeiningar-um-sortu-
aexli-i-hud--leidbeiningar-um-greiningu--medferd-og-eftirfylgni