Læknablaðið - 01.03.2018, Blaðsíða 35
LÆKNAblaðið 2018/104 151
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
á dag. Og margir borða miklu meira en
þetta af lakkrís á hverjum degi. Við höfum
fengið nokkur tilfelli inn á gjörgæsludeid
Landspítala þar sem fólk er í mjög krítísku
ástandi vegna lakkrístengds háþrýstings
og breytingum á kalíumgildi í blóði. Kal-
íumbúskapur blóðsins er mjög viðkvæmur
og glugginn sem mannslíkamanum er
eðlilegur er þröngur bæði til hækkunar og
lækkunar og veldur hjartsláttartruflunum
sem geta verið lífshættulegar. Við höfum
séð mörg slík tilfelli þar sem lakkrísát er
orsökin fyrir alvarlega lækkuðu kalíum í
blóði. Þetta er mjög alvarlegt ástand þar
sem ekki er hægt að leiðrétta hjartsláttar-
truflanirnar fyrr en búið er að leiðrétta
kalíumið. Stundum næst þetta ekki og fólk
hefur dáið vegna hjartsláttartruflana og
mikils kalíumskorts.“
Segja læknar fólki með háan blóðþrýsting að
það megi alls ekki borða lakkrís?
„Þeir eiga alla vega að spyrja sjúk-
linginn að því hvort hann borði mikinn
lakkrís því það getur einfaldlega verið
orsökin, og þó meðhöndla þurfi blóð-
þrýstinginn tímabundið er aðalatriðið að
hætta neyslu lakkrísins.. Blóðþrýstingur-
inn getur einfaldlega orðið eðlilegur við
það. Ég þekki marga sjúklinga sem hafa
verið á mörgum blóðþrýstingslækkandi
lyfjum en eftir lakkrísbindindi í þrjá til
fjóra mánuði eru þeir lausir við öll lyf og
blóðþrýstingurinn orðinn eðlilegur. Það
tekur líkamann nefnilega þennan tíma
að losa út lakkrísinn. Þetta er góð læknis-
fræði. Að greina orsökina og með því að
fá sjúklinginn til að breyta neysluvenjum
sínum munu einkennin hverfa.“
Helga Ágústa segir að lakkrísneysla
fólks minni stundum á reykingar eða
áfengisneyslu. „Það er tilhneiging hjá fólki
að draga úr magninu þegar maður spyr
hversu mikinn lakkrís það borðar. Maður
þarf stundum að spyrja oft áður en réttar
upplýsingar fást. En ástæðan getur líka
verið sú að fólk gerir sér ekki grein fyrir
magninu því það veit hreinlega ekki að
lakkrís er í ísnum, sælgætinu eða teinu.
Þess vegna er full ástæða til að vekja fólk
til umhugsunar um þetta. Það gildir um
þetta eins og margt annað sem er gott, að
það er í lagi í litlu magni og með nokkuð
löngu millibili.“
Áhrif lakkrís á líkamann
„Lakkrísinn hefur áhrif á tvö ensímkerfi
í líkamanum. Hann bælir ensím sem
heitir 11beta-HSD (11β-hydroxysteroid
dehydrogenasi) og með því hindrar það
niðurbrot á virka hormóninu kortisól sem
venjulega breytir því í óvirka hormónið
kortisón. Með þessu eykst magn kortisóls
ekki en helmingunartími þess lengist
og þá getur kortisólið sest á saltsteravið-
takana líka, en kortisól er sykursteri, en
hefur einnig sömu sækni í viðtaka saltster-
ahormónsins aldósteróns og þannig virkar
lakkrísinn eins og hormónið aldósterón ef
magn þess eykst. Saltsteri veldur hækk-
uðum blóðþrýstingi og skilur út kalíum
og safnar á okkur bjúg. Lakkrísát virkar
„Við höfum fengið nokkur tilfelli inn á gjörgæsludeid Landspítala þar sem fólk er í mjög krítísku ástandi vegna háþrýstings og breytinga á kalíumgildi í blóði sem lakkrís hefur
hrundið af stað,“ segir Helga Ágústa Sigurjónsdóttir innkirtlalæknir.