Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2018, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.03.2018, Blaðsíða 21
LÆKNAblaðið 2018/104 137 R A N N S Ó K N Áður hefur verið gerð samanburðarrannsókn á þvagleka milli íþróttakvenna og óþjálfaðra kvenna en sú rannsókn var gerð með EMG vöðva-rafriti.24 Þar kom fram að þvagleki var algengari á meðal íþróttakvenna, 63,6%, á móti 28,2% meðal óþjálfaðra kvenna. Hins vegar fannst ekki munur á vöðvavirkni og spennu. Okkar rannsókn sýnir veika vísbendingu (ekki marktæk, p=0,137, tafla VI) um að það séu minni líkur á þvagleka með vaxandi styrk grindarbotnsvöðva. Stærri rannsókn gæti ef til vill varpað betra ljósi á þetta samhengi. Minna estrógen, eins og við tíðahvörf, hefur verið tengt við auknar líkur á þvagleka.1 Það er einnig vitað að konur sem æfa undir miklu álagi eða jafnvel í ofþjálfun, hafa minna estrógen í líkamanum.25 Það er því áhugaverð framtíðarrannsókn að kanna hvort minna estrógen í íþróttakonum sé meðvirkandi þáttur í þvagleka umfram virkni og styrk grindarbotnsvöðva. Niðurstöður spurningakönnunarinnar sýndu að íþróttakon- urnar voru meðvitaðri um grindarbotnsvöðvana en óþjálfuðu konurnar og íþróttakonurnar voru einnig líklegri til að gera grindarbotnsæfingar. Þetta kemur ekki á óvart þar sem stór hluti íþróttakvennanna í rannsókninni á við þvagleka vandamál að stríða og hefur því ærna ástæðu til þess að reyna að draga úr vandanum. Þá kom einnig í ljós að hlutfall kvenna með þvagleka var töl- fræðilega marktækt hærra meðal íþróttakvenna en þeirra óþjálf- uðu. Hlaup, handbolti, fótbolti, BootCamp og CrossFit voru allt íþróttir þar sem stór hluti íþróttakvenna er með álagsþvagleka. Í þessari rannsókn voru þátttakendur þó of fáir til þess að hægt sé að draga nánari ályktanir um tengsl við tilteknar íþróttagreinar. En séu niðurstöður þessarar rannsóknar túlkaðar saman eru það helst íþróttir sem fela í sér hlaup og hopp, oft undir miklu álagi, sem tengjast helst þvagleka. Þetta kemur heim og saman við fyrri rannsóknir sem sýna hærri tíðni þvagleka meðal íþróttakvenna í íþróttum sem fela í sér mikið líkamlegt álag, hlaup og hopp.13 Hæsta tíðni þvagleka í þessari rannsókn var fyrir boltaíþróttir sem styður við niðurstöður annarra rannsókna um sama efni.1 Ályktanir Byggt á þessum niðurstöðum er ályktað að grindarbotnsvöðvar styrkist ekki nægilega með öðrum vöðvum við almenna íþrótta- þjálfun. Því mælum við með að sérstakar grindarbotnsæfingar verði með í þjálfunaráætlun allra íþróttakvenna. Þó áhersla þessar- ar rannsóknar sé á íþróttakonur ættu allar konur að gera grindar- botnsæfingar sem hluta af almennri líkamsþjálfun. Grindarbotns- æfingar eru almennt álitnar fyrsta vörnin gegn þvagleka.14 Það hefur verið sýnt fram á að grindarbotnsæfingar styrkja grindar- botnsvöðvana og auka stöðugleika grindarholsins.26 Niðurstöðurnar renna frekari stoðum undir mikilvægi grindar- botnsæfinga fyrir allar konur, óháð aldri og barnsfæðingum, en þó sérstaklega fyrir íþróttakonur. Íþróttaþjálfarar þurfa að vera með- vitaðir um þetta vandamál. Við mælum því með að íþróttaþjálf- arar bæti við sérstakri þjálfun grindarbotnsvöðva hjá íþróttakon- um umfram það sem þörf er á fyrir karla. Við mælum einnig með að grindarbotnsæfingar verði í almennu námsefni í þjálfunar- og íþróttafræðum. Tafla VI. Tvíkosta aðhvarfsgreining á líkum á þvagleka sem falli af mældum breytum. Breyta Stuðull Staðalskekkja t-gildi p-gildi Íþróttakona 4,163 1,453 2,87 0,002* Styrkur grindarbotnsvöðva -0,051 0,047 -1,10 0,137 Líkamsþyngdarstuðull 0,386 0,186 2,08 0,019* Aldur 0,231 0,172 1,34 0,091 Fasti -15,664 7,406 -2,11 0,017* *Tölfræðilega marktækt, t-gildi<0,05. P-gildið er fyrir einnar hliðar próf. Fjöldi athugana = 34. LR próf χ2(4) = 16,72, P> χ2 = 0,0022. Log-sennileiki = -14,26. Pseudo r2 = 0,37. Tafla VII. Tvíkosta aðhvarfsgreining á líkum á þvagleka sem falli af mældum breytum með íþróttakonur flokkaðar eftir íþróttum. Breyta Stuðull Staðalskekkja t-gildi p-gildi Styrkur grindarbotnsvöðva -0,033 0,042 -0,80 0,213 Líkamsþyngdarstuðull 0,334 0,186 1,80 0,036* Aldur 0,454 0,229 1,98 0,024* Hlaup/skokk 0,912 0,455 2,00 0,023* CrossFit/BootCamp 0,184 0,103 1,80 0,036* Lyftingar og æfingatæki 0,426 0,474 0,90 0,185 Handbolti, fótbolti 0,368 0,180 2,04 0,021* Fasti -19,80 9,29 -2,15 0,016* *Tölfræðilega marktækt, p-gildi<0,05. P-gildið er fyrir einnar hliðar próf. Fjöldi athugana = 34. LR próf χ2(4) = 14,28. P> χ2 = 0,0463. Log-sennileiki = -15,47. Pseudo r2 = 0,32.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.