Læknablaðið - 01.03.2018, Blaðsíða 36
152 LÆKNAblaðið 2018/104
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
Lyngonia — áhrifarík meðferð án sýklalyfja
Lyngonia er notað við vægum endurteknum
þvagfærasýkingum hjá konum og verkar
m.a. á brunatilfinningu og aukin þvaglát.
Lyngonia er fyrsta skráða jurtalyfið á
Íslandi og er unnið úr sortulyngslaufi.
Fæst án lyfseðils í flestum apótekum.
Sjá meira á florealis.is
Notkun Fullorðnar og aldraðar konur: 2 töflur 2–4 sinnum á dag.
Ekki nota Lyngonia ef þú ert með einhverja truflun á nýrnastarfsemi.
Hvorki ætlað þunguðum konum né konum með barn á brjósti, körlum
eða börnum og unglingum yngri en 18 ára. Notið ekki lengur en í 1 viku.
Ef einkenni eru viðvarandi í meira en 4 daga, eða versna við notkun Lyngonia,
skal hafa samband við lækni. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og
fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á
frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir.
Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
þannig einsog við séum að taka hormón.
Lakkrís bælir líka renin-útsundrun í nýr-
unum sem tekur þrjá til fjóra mánuði að
leiðrétta.“
En hvað varð til þess að Helga Ágústa fékk
þennan brennandi áhuga á lakkrís?
„Minn áhugi á áhrifum lakkrís var ung
stúlka sem lagðist inn og var orðin svo
veik af kalíumskorti að hún gat ekki geng-
ið óstudd. Hún reyndist hafa lakkrísorsak-
aðan háþrýsting með alvarlegri lækkun á
blóðgildi kalíums sem leiddi meðal annars
til vöðvaslappleikans. Þegar við svo feng-
um tvö önnur tilfelli stuttu síðar skrifuð-
um við um þessi tilfelli í Læknablaðið 1993;
79; 87-91. Þetta varð til þess að við spurð-
um okkur hvað þyrfti mikinn lakkrís til að
þetta ástand skapaðist. Gunnar Sigurðsson
yfirlæknir var driffjöðurin á bak við þessa
fyrstu rannsókn og við fengum starfsfólk
spítalans til að taka þátt í þessu með 100
gramma stúdíu og niðurstöðurnar voru
ótrúlega skýrar. Við ákváðum þá að gera
50 gramma stúdíu og hún skilaði líka mjög
skýrum niðurstöðum. Ég fór síðan í fram-
haldsnám til Svíþjóðar og ákvað að halda
áfram með þessar rannsóknir og nú með
stærri hóp en áfram með 50 grömmin. Þá
fæ ég helmingi lægri tölur og við nánari
athugun kemur í ljós að lakkrís sænska
framleiðandans innihélt helmingi minna
magn lakkríssýru en íslenski lakkrísinn.
Sælgætisframleiðendur hafa alltaf verið
mjög samvinnufúsir og það kom í ljós að
íslenski framleiðandinn keypti sinn lakk-
rís frá öðrum framleiðenda en sá sænski
þegar við gerðum fyrstu rannsóknirnar,
en þeir íslensku byrjuðu reyndar að skipta
við þann sama síðar, svo magn lakkríssýru
hefur verið það sama í íslenskum lakkrís
og erlendum um árabil. Þarna var ég engu
að síður komin með þrjá mismunandi
skammta og gat sýnt fram á að hækkun
blóðþrýstings var algjörlega háð magninu.
Við sýndum líka fram á að áhrif lakkrís
á konur eru önnur en á karlmenn og það
styður þá skoðun mína að konur eigi ekki
endilega að fá sömu blóðþrýstingslyfja-
meðferð og karlar. Sérstaklega þarf að
rannsaka betur hvort konur á frjósemis-
keiði eigi að vera meðhöndlaðar öðruvísi
við háum blóðþrýstingi en karlar þar sem
hormónahringur þeirra er allt annar. Allt
varð þetta til þess að ég skrifaði doktors-
ritgerðina mína um hömlur á 11βHSD og
áhrif þess á blóðþrýsting og ýmis horm-
ón.“
Er lakkrís kannski ávanabindandi?
„Það hefur aldrei verið rannsakað en
þeim sem þykir lakkrís góður segja gjarn-
an að þeir séu háðir honum og magnið
sem sumir láta ofan í sig gæti bent til
þess.“