Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2018, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.03.2018, Blaðsíða 14
130 LÆKNAblaðið 2018/104 bólgu A rannsókn ef önnur greining kæmi í ljós á undan, án þess að missa af lifrarbólgu A greiningu. Á móti kemur að lifrarbólga A er tilkynningaskyldur sjúkdómur svo mikilvægt er að greina þau tilfelli sem koma upp til að fylgjast með og fyrirbyggja út- breiðslu. Gjöf bóluefnis eða mótefna eftir útsetningu fyrir lifrar- bólgu A lækkar tíðni lifrarbólgu A sýkinga18,19 og er ráðlögð sem fyrst ef útsetning hefur orðið innan tveggja vikna.20 Mælt er með að hraustir einstaklingar á aldrinum 1-40 ára fái bóluefni en eldri en 40 ára fái mótefni og einnig börn yngri en eins árs, ónæmis- bældir, einstaklingar með langvinna lifrarsjúkdóma og þeir sem hafa frábendingu fyrir bóluefninu. Í íslensku rannsókninni frá 1993 er talið að lækkunin á algengi heildarmótefna frá því um 1940 hafi að mestu stafað af fram förum í hreinlæti.4 Vera má að bætt hreinlæti hafi stuðlað að áfram- haldandi lækkun síðan þá en einnig er líklegt að frekari lækkun á nýgengi skýrist af tilkomu bóluefna gegn lifrarbólgu A sem ekki voru komin á markað 1993. Almennt er mælt með að Íslendingar fái bólusetningu gegn lifrarbólgu A áður en þeir ferðast til svæða þar sem lifrarbólga A er landlæg og einnig að samkynhneigðir karl- ar og fíkniefnaneytendur fái bólusetningu. Í Sviss er einnig mælt með bólusetningum fyrir áhættuhópa en í þarlendri rannsókn á lifrarbólgu A meðal ferðamanna til meðal- eða hááhættusvæða á tímabilinu 1988-2004 var áætlað að lækkun á nýgengi sem rekja mætti til bólusetninga eftir innleiðingu þeirra hafi numið um 35- 62%, eftir því til hvaða lands var ferðast.21 Margt bendir sterklega til þess að lifrarbólga A hafi ekki verið landlæg á Íslandi í áratugi sem stuðlar þá enn frekar að því að viðhalda lágu nýgengi. Þótt þessi rannsókn hafi ekki sýnt fram á að öll smit hafi orðið erlendis þá hafa afar fá tilfelli af lifrarbólgu A greinst á Íslandi síðustu ár og þar af hafa flest tengst dvöl erlendis, faraldrar hafa ekki kom- ið upp í rúm 60 ár og fyrri rannsóknir hafa sýnt mikla lækkun á algengi heildarmótefna. Einnig getur sýking borist erlendis frá með innfluttum matvælum samanber fyrrgreinda nýlega faraldra í Evrópu9 en innflutningur matvæla, sem mögulega gætu borið smit, hefur aukist á síðustu árum. Í fleira en einu tilviki meðal rannsóknarhópsins var grunur um þess háttar smit samkvæmt sjúkraskrám. Lækkun á nýgengi gæti einnig skýrst af því að misst hafi verið af greiningum en miðað við fjölda mótefnamælinga virðist ólíklegt að margir gætu hafa verið ógreindir. Með lækk- andi nýgengi fækkar einnig þeim sem hafa mótefni og þar með minnkar hjarðónæmi svo ef lifrarbólgu A faraldur kæmi upp á Ís- landi væru mjög margir útsettir. Þó ætti nokkur hluti landsmanna að vera varinn vegna bólusetningum en samkvæmt sölutölum frá Lyfjastofnun til og með 2016 gætu það verið um 55.000 einstak- lingar, eða um 16% íbúa. Inn í þá áætlun koma þó margar skekkj- ur, þá helst að óvíst er hve marga skammta hver einstaklingur fékk. Þessi nýlega fjölgun á tilfellum árið 2017 ítrekar einnig mik- ilvægi þess að fylgjast með faröldrum erlendis og að læknar séu meðvitaðir um smitleiðina milli karla sem stunda kynlíf með körl- um og ráðleggi fólki í áhættuhópi viðeigandi bólusetningar. Helsti styrkleiki rannsóknarinnar er sá að veirufræðideild Landspítala er eina rannsóknarstofan á Íslandi sem framkvæm- ir mótefnamælingar á lifrarbólgu A svo rannsóknin nær til allra sem greindust með lifrarbólgu A á rannsóknartímabilinu á öllu landinu. Rannsóknin er háð nokkrum takmörkunum. Í fyrsta lagi var um afturskyggna rannsókn að ræða svo upplýsingar um einkenni, dvöl erlendis og lifrarpróf voru misnákvæmar, óstaðlaðar og ekki alltaf aðgengilegar. Þó komu fram upplýsingar um flestar breytur hjá nær öllum sjúklingum. Helst vantaði INR eða PT gildi, eða hjá fjórum sjúklingum, en þrír þeirra þurftu ekki innlögn. Yfirleitt þarf ekki að mæla INR nema um gulu sé að ræða. Í öðru lagi getur verið snúið að rekja smitleið sér í lagi þar sem meðgöngutími getur verið mislangur. Þó að einstaklingur hafi til dæmis dvalið erlendis nýlega er ekki hægt að gera ráð fyrir að hann hafi smitast þar. Það hve sjaldgæf tilfellin eru í þessari rann- sókn og fyrri rannsóknum bendir þó til þess að sýkingin sé ekki landlæg hér og þar með líklegast að einstaklingar hafi smitast er- lendis eða þá með innfluttum vörum. Síðast en ekki síst vantar upplýsingar um þá einstaklinga sem fóru í mótefnamælingu sem reyndist neikvæð, svo sem ábendingu sýnatöku, hvaða einkenni þeir höfðu og hvort þeir höfðu dvalið erlendis. Ekki er hægt að fullyrða að mælingarnar séu ofnotaðar nema sá hópur sé greinilega frábrugðinn þeim sem reyndist vera með sýkingu. Samantekt Lifrarbólga A er mjög sjaldgæf á Íslandi enda hefur lifrarbólga A ekki verið landlæg hér í áratugi. Á tímabilinu 2006-2016 greindist að meðaltali um eitt tilfelli af bráðri lifrarbólgu A árlega og ný- gengi var að meðaltali 0,34 tilfelli á 100.000 íbúa á ári og hefur því lækkað frá því um 1990. Á sama tímabili voru þó mjög margar mótefnamælingar gerðar. Mikill meirihluti tilfella, eða 75%, greindist hjá einstaklingum sem höfðu nýlega dvalið erlendis. Ef sjúklingar hafa gulu, hita og ógleði er ástæða til að kanna lifrar- bólgu A. R A N N S Ó K N

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.