Læknablaðið - 01.03.2018, Blaðsíða 25
LÆKNAblaðið 2018/104 141
óvitandi um þeirra fyrri ‚samskipti‘: „Og nú gekk hann fram á
mig í mínu vígi eftir öll þessi ár og átti erindi við mig, ég átti að
gera út af við æxlið í honum“ (Jójó 130). Hér stendur læknirinn
frammi fyrir knýjandi siðferðislegum spurningum sem varða
ekki aðeins hann sjálfan heldur önnur fórnarlömb mannsins eins
og kemur fram í Fyrir Lísu.
Læknir er í einu aðalhlutverka draugasögunnar Ég man þig
(2010) eftir Yrsu Sigurðardóttur, en þar er fjallað um margskonar
leyndardóma og brot í fjölskyldum. Freyr er fluttur til Ísafjarð-
ar til að reyna að jafna sig á óútskýrðu hvarfi sonar síns. Hann
er einnig að flýja eiginkonu sína sem leitar sonarins ákaft með
aðstoð miðla. Freyr aðstoðar lögreglukonu við að leysa dularfull
morð og samtímis gerast voveiflegir atburðir á Hesteyri. Sér-
fræðiþekking hans sem læknis kemur að góðum notum við lausn
málsins, en jafnframt þarf hann, líkt og Martin í sögu Steinunnar,
að finna leið til að lækna sjálfan sig.
Stundum eru þessir heimilislæknar heimilisvinir og stund-
um taka þeir heimilin yfir og gerast afar valdamiklir, eins og
Líflæknirinn í samnefndri skáldsögu Pers Olov Enquist (1999). Þar
er líka dæmi um lækninn sem elskhuga, en í heimi ástarsagna
og sjónvarpsþátta eru heilu bálkarnir tileinkaðir læknaástum.
Læknar hafa löngum verið eftirsóttir eiginmenn í ástarsögum og
af íslenskum dæmum ber hæst bækur Ingibjargar Sigurðardóttur:
Haukur læknir (1958), Systir læknisins (1959), Læknir í leit að ham-
ingju (1963) og Sjúkrahússlæknirinn (1965). Söguþráðurinn gengur
iðulega út á samkeppni um ástir læknisins þar sem ýmis ráð eru
notuð til að stía honum frá sinni heittelskuðu – sem þykir oft
óæskileg. Læknisdóttirin í Hauki lækni fælir hann svo rækilega frá
hinni ungu og fögru Önnu að þegar hann hittir hana fáum árum
síðar sem hjúkrunarkonuna Guðbjörgu, þá þekkir hann hana
ekki aftur, en finnst hún þó ansi kunnugleg. Vonandi hefur geta
hans til að bera kennsl á sjúkdóma verið eitthvað skárri.
Krufið til mergjar
Allir þessir læknar eru karlkyns og reyndar er fáránlega lítið af
kvenkyns læknum í bókmenntum, bæði hér heima og heiman.
Það er helst í glæpasögum sem konur hafa haslað sér völl í lækn-
ishlutverkinu og þá sem réttarmeinalæknar eða líkskurðarmeist-
arar. Þekktar eru sögur Patriciu Cornwell um hina glöggu Kay
Scarpettu, sem beitir hníf og heilasellum af álíka fimi við að leysa
flókin sakamál. Svo virðist sem það sé næstum orðið viðtekið í
glæpamyndum og sjónvarpsþáttum að kona möndli með lík og
má sem dæmi nefna Barnaby, Castle, Lewis og Murdoch, þætti sem
kenndir eru við klára karla sem leysa glæpamál með öruggri að-