Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2018, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.03.2018, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið 2018/104 127 Inngangur Lifrarbólga A er veirusýking sem smitast með saur-munn smiti og er landlæg víða erlendis. Fá tilfelli hafa greinst á Íslandi undan- farin ár og eru þau samkvæmt reynslu oft tengd utanlandsferð- um. Greining byggir fyrst og fremst á einkennum, hækkuðum lifrarprófum og mælingu mótefna gegn lifrarbólgu A veiru (hepa- titis A virus, HAV). Jákvæð lifrarbólgu A heildarmótefni staðfesta sýkingu (nýja eða gamla) eða bólusetningu en jákvæð lifrarbólgu A IgM mótefni eru notuð til að staðfesta nýtt smit, það er bráða lifrarbólgu A. Meðgöngutími frá smiti þar til einkenni koma fram getur verið 2-7 vikur en er oftast um það bil mánuður.1 Lifrarbólgu A faraldrar (eða gulufaraldrar) komu margsinnis upp á Íslandi á fyrrihluta 20. aldar en síðan þá virðist tilfellum hafa fækkað verulega og engir þekktir faraldrar hafa komið upp síðan 1952.2 Á árunum 1986-1989 var nýgengi lifrarbólgu A 4,9/100.000 íbúa á ári samkvæmt mælingum á rannsóknadeild Borgarspítalans og 57% þeirra höfðu smitast erlendis.3 Rann- sóknarstofa Borgar spítalans var eini aðilinn á Íslandi sem fram- kvæmdi mælingar á lifrarbólgu A fram á mitt ár 1988. Á tímabil- inu frá apríl 1988 til 1991 greindust 16 ný tilfelli af lifrarbólgu A á Rannsóknarstofu Háskólans í veirufræði.4 Af þeim 16 tilfellum var vitað að 5 höfðu nýlega verið erlendis eða verið í sambandi við einstakling sem veiktist erlendis. Á sama tíma var algengi lifrar- bólgu A heildarmótefna lágt (<5%) í fólki yngra en 50 ára en hærra í þeim eldri, 67% í 75 ára og eldri. Íslensk rannsókn frá 1987 sýndi Inngangur: Faraldrar af völdum lifrarbólgu A veiru (hepatitis A virus, HAV) komu endurtekið upp á Íslandi á fyrrihluta 20. aldar en síðan þá hafa fá tilfelli greinst og engir þekktir faraldrar komið upp síðan 1952. Síðustu íslensku rannsóknir á lifrarbólgu A frá því um 1990 sýndu lágt nýgengi sýkingar og lækkandi algengi mótefna. Markmið rannsóknarinnar var að kanna nýgengi og birtingarmynd lifrarbólgu A á Íslandi og uppruna smits, er lendis eða innanlands. Efniviður og aðferðir: Klínískum upplýsingum var safnað afturskyggnt úr sjúkraskrám um einkenni við greiningu, blóðprufuniðurstöður og mögulegar smitleiðir hjá öllum einstaklingum með jákvæð lifrarbólgu A IgM mótefni í gagnagrunni veirufræðideildar Landspítala á 11 ára tímabili, 2006-2016. Niðurstöður: Alls greindust 12 manns með bráða lifrarbólgu A á tímabilinu en framkvæmdar voru 6691 mæling á heildarmótefnum og 1984 mælingar á IgM mótefnum. Níu (75%) höfðu verið erlendis innan 7 vikna frá upphafi einkenna. Algengustu einkennin voru gula (10/12, 83%), hiti (67%) og ógleði og/eða uppköst (58%). Alls lögðust 50% inn á sjúkrahús og 42% fengu hækkun á INR/PT. Allir lifðu af sýkinguna án fylgikvilla. Ályktun: Að meðaltali greindist um eitt tilfelli af bráðri lifrarbólgu A árlega á Íslandi en mjög margar mótefnamælingar voru gerðar. Mikill meirihluti tilfella greindist hjá einstaklingum sem höfðu nýlega dvalið erlendis. Ef sjúklingar hafa gulu, hita og ógleði er ástæða til að kanna lifrarbólgu A sýkingu. Lifrarbólga A er ekki landlæg á Íslandi. Lifrarbólga A á Íslandi Hallfríður Kristinsdóttir1 læknanemi, Arthur Löve1,2 læknir, Einar Stefán Björnsson1,3 læknir einnig marktækt lægra algengi heildarmótefna meðal 50 ára og yngri.5 Ekki eru til nýrri íslenskar rannsóknir um lifrarbólgu A en frá 1993 en þessar rannsóknir benda til að hún hafi þá ekki verið landlæg á Íslandi lengur. Markmið rannsóknarinnar var að kanna faraldsfræðilegar upplýsingar og birtingarmynd lifrarbólgu A á Íslandi. Það er að kanna nýgengi, einkenni við greiningu, niðurstöður blóðprufa, horfur, uppruna smits með áherslu á hvort það varð erlendis eða innanlands, auk þess að meta gróflega fjölda bólusettra á Íslandi. Nýta mætti þessar upplýsingar til að beita rannsóknaraðferðum á hagkvæmari hátt. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn. Með í rannsókninni voru allir einstakl ingar með jákvæð IgM mótefni gegn lifrarbólgu A veiru í gagnagrunni veirufræðideildar Landspítala á tímabilinu 28.03.2006 - 31.12.2016. Einnig fengust úr gagnagrunninum upp- lýsingar um heildarfjölda mótefnamælinga gegn lifrarbólgu A veiru á sama tímabili. Klínískum upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám um aldur, kyn, gulu, sem skilgreind var sem bilirúbín yfir tvöföldum efri viðmiðunarmörkum, önnur einkenni, nýlega dvöl erlendis (ef innan 50 daga eða 7 vikna) og þá hvar, aðrar mögulegar smitleiðir Á G R I P 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2veirufræðideild, 3meltingardeild Landspítala. Fyrirspurnum svarar Einar Stefán Björnsson, einarsb@landspitali.is Barst til blaðsins 28. nóvember 2017, samþykkt til birtingar 28. janúar 2018. R A N N S Ó K N doi.org/10.17992/lbl.2018.03.176 Victoza® fyrirbyggir tilvik hjarta- og æðasjúkdóma1,2 NÝTT! Fyrirbyggir hjarta- og æðatilvik1, 2 Lækkar HbA1c um allt að –1,8% (20 mmól/mól)2 Veitir þyngdartap um allt að 4,3 kg2 Klínísk reynsla í meira en 7 ár2 Victoz a er s kr ás et t v ör um er ki N ov o N or di sk a /s is /v t/ 08 17 /0 52 3 20 . f eb rú ar 2 01 8 Heimildir 1 Marso SP, Daniels GH, Brown-Frandsen K, et al; the LEADER Steering Committee on behalf of the LEADER Trial Investigators. Liraglutide and cardiovascular outcomes in type 2-diabetes. N Engl J Med. 2016;375(4):311-322. 2 Samþykkt SmPC fyrir Victoza® (liraglútíð), júlí 2017. Victoza 6 mg/ml stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna Heiti virkra efna 1 ml af lausn inniheldur 6 mg af liraglútíði. Einn áfylltur lyfjapenni inniheldur 18 mg af liraglútíði í 3 ml. Ábendingar Victoza er ætlað til meðferðar á fullorðnum með ófullnægjandi stjórn á sykursýki af tegund 2 sem viðbót við mataræði og hreyfingu, sem meðferð með einu lyfi þegar ekki er hægt að nota metformín vegna óþols eða frábendinga eða sem viðbót við önnur sykursýkilyf. Frábendingar Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Markaðsleyfishafi Novo Nordisk A/S, Novo Allé, DK-2880 Bagsværd, Danmörk. Nálgast má upplýsingar um lyfið, fylgiseðil þess og gildandi samantekt á eiginleikum lyfs á vef Lyfjastofnunar – www.serlyfjaskra.is.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.