Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2018, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.03.2018, Blaðsíða 17
LÆKNAblaðið 2018/104 133 R A N N S Ó K N Inngangur Ávinningur reglulegrar líkamsþjálfunar er vel þekktur en ýmis- legt bendir til að ákafar æfingar valdi of miklu álagi á grindar- botnsvöðvana.1 Margar konur upplifa einkenni frá grindarbotni, þar á meðal þvag- og/eða hægðaleka, sig á líffærum grindarhols- ins, sársauka eða vandamál við kynlíf.2 Algengir áhættuþættir tengdir einkennum frá grindarbotni eru hækkandi aldur, kven- kyn, fjöldi fæðinga, reykingar, endurtekin blöðrubólga og of- þyngd eða offita.1,3 Fyrri rannsóknir hafa sýnt háa tíðni þvagleka meðal íþróttakvenna.4-6 Enn fremur hafa rannsóknir sýnt að um helmingur kvenna kann ekki að spenna grindarbotnsvöðvana rétt, án leiðbeiningar.7-9 Tíðni þvagleka meðal íþróttakvenna sem ekki hafa fætt hef- ur mælst frá 0% hjá konum sem iðka golf og upp í 80% meðal trampólínstökkvara.4,10-11 Hæsta tíðnin er í álagsgreinum eins og fimleikum, frjálsum íþróttum og boltaíþróttum.10 Þvagleki hefur verið skilgreindur sem óviljandi þvaglát sem er félagslegt vandamál eða hreinlætisvandamál og sem er mæl- anlegt, og áreynsluþvagleki hefur verið skilgreindur sem þvaglát undir líkamlegu álagi (til dæmis við hósta, hlátur eða líkamsæf- Inngangur: Líkamsþjálfun veldur álagi á grindarbotnsvöðva. Fjöldi kvenna upplifir þvagleka við líkamsþjálfun og í íþróttakeppnum. Rannsóknin kann- aði styrk grindarbotnsvöðva, þvagleka og þekkingu kvenna við að spenna grindarbotnsvöðva, meðal íþróttakvenna og óþjálfaðra kvenna. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var framskyggn samanburðarrann- sókn á styrk grindarbotnsvöðva, mældur með þrýstingsnema. Þátttak- endur svöruðu spurningum um almennt heilsufar, þvagleka og þekkingu á grindarbotni. Þátttakendur voru heilbrigðar konur á aldrinum 18-30 ára sem ekki höfðu fætt, íþróttakonur og óþjálfaðar konur. Íþróttakonurnar höfðu keppt í íþrótt sinni í að minnsta kosti þrjú ár, meðal annars í hand- bolta, fótbolta, fimleikum, badminton, BootCamp og CrossFit. Niðurstöður: Konurnar voru sambærilegar í aldri og hæð. Íþróttakonurnar (n=18) voru með líkamsþyngdarstuðul (LÞS) að meðaltali 22,8 kg/m² en óþjálfuðu konurnar (n=16) 25 kg/m²; p<0,05. Íþróttakonurnar stunduðu lík- amsþjálfun að meðaltali í 11,4 klukkustund/viku en óþjálfaðar í 1,3 klukku- stund/viku; p<0,05. Meðalstyrkur grindarbotnsvöðva var 45 ± 2 hPa hjá íþróttakonunum en 43 ± 4 hPa hjá óþjálfuðu konunum; p=0,36 fyrir hvort íþróttakonur voru sterkari. Marktækt fleiri íþróttakonur upplifðu þvagleka samanborið við óþjálfuðu konurnar eða 61,1% (n=11) á móti 12,5% (n=2); p<0,05. Þvaglekinn varð venjulega undir mikilli æfingaákefð. Íþróttakon- urnar höfðu meiri þekkingu á grindarbotnsvöðvunum; p<0,05. Ályktun: Ekki var marktækur munur á styrk grindarbotnsvöðva hjá íþróttakonum og óþjálfuðum konum. Það bendir til þess að grindar- botnsvöðvar styrkist ekki samhliða alhliða þjálfun heldur þurfi sérstakar æfingar. Þetta gildir sérstaklega um fótbolta, handbolta og íþróttir með miklu líkamlegu álagi. Þjálfarar þurfa að huga sérstaklega að þjálfun og styrkingu grindarbotnsvöðva svo draga megi úr þvagleka. Samanburður á styrk grindarbotnsvöðva hjá keppnisíþróttakonum og óþjálfuðum konum Ingunn Lúðvíksdóttir1 íþróttafræðingur, Hildur Harðardóttir2,3 læknir, Þorgerður Sigurðardóttir2,4 sjúkraþjálfari, Guðmundur F. Úlfarsson5 verkfræðingur 1CrossFit Sport, Sporthúsinu, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3kvennadeild Landspítala, 4Táp sjúkraþjálfun, 5umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands. Fyrirspurnum svarar Hildur Harðardóttir, hhard@landspitali.is Barst til blaðsins 15. ágúst 2017, samþykkt til birtingar 1. febrúar 2018. Á G R I P ingar).12 Þvagleki getur hamlað þátttöku einstaklinga í bæði fé- lagsstarfi og íþróttum. Dæmi eru um að konur hafi hætt í íþrótt sinni eða hætt æfingum vegna truflandi þvagleka. Þvagleki getur einnig haft neikvæð áhrif á konur í íþróttakeppni.13 Þetta dregur úr lífsgæðum kvennanna14 og getur valdið félagslegri einangrun. Konur sem eiga við þvaglekavanda að stríða upplifa oft skömm og treysta sér ekki alltaf til að ræða vandamálið við aðra, hvorki vini né fagfólk, sem er öfugt við önnur íþróttatengd vandamál, svo sem tognun þar sem vandinn er ræddur óhikað.15 Það eru tvær andstæðar tilgátur um áhrif mikillar íþróttaþjálf- unar á grindarbotnsvöðva. Önnur tilgátan er sú að mikil þjálf- un styrki grindarbotnsvöðva samhliða alhliða þjálfun á stærstu vöðvahópum líkamans. Hin tilgátan er að mikil almenn þjálfun geti valdið óhóflegu álagi á grindarbotnsvöðvana og veiki þá.16 Í réttstöðulyftu þarf að spenna grindarbotn og kvið áður en lyftan er framkvæmd. Ef grindarbotnsvöðvar eru ekki nægilega sterk- ir fyrir þyngdina sem verið er að lyfta, getur það valdið því að grindarbotnsvöðvarnir missa spennu og þvagleki eigi sér stað. Þrátt fyrir að vitað sé að grindarbotnsvöðvarnir virkist með öðr- doi.org/10.17992/lbl.2018.03.177 Eyrnadropar við verk og bólgu • Sannreynt klínískt við meðferð eyrnaverks og bólgu í tengslum við miðeyrnabólgu • Hjálpar einnig við að fjarlægja eyrnamerg úr hlustinni • Hentar börnum • Gefið sem úði, auðvelt í notkun • 100% náttúruleg innihaldsefni • 15 ml glas Innihaldsefni : Ólivuolía, Verbascum Thapsus, Calendula Officinalis, Jóhannesarjurt, Hvítlauksolía, Lavenderolía, Tocopherol (E vítamín) í Sólblómaolíu, Rosmarinus Officinalis í Repjuolíu, Hvítlauksolía, Carnosic sýru OTIKON_kynningarblad-A4 copy copy.pdf 1 26/01/2018 15:56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.