Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2018, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.03.2018, Blaðsíða 18
134 LÆKNAblaðið 2018/104 um vöðvahópum í bol og mjöðmum í heilbrigðum konum sem hafa ekki fætt17 er ekki vitað hvort grindarbotnsvöðvarnir styrkist með öðrum vöðvum þegar konur taka þátt í almennum líkams- æfingum eða hvort þjálfa þurfi grindarbotnsvöðvana sérstaklega. Rannsóknir hafa sýnt að íþróttakonur eru með stærri grindar- botnsvöðva en óþjálfaðar konur18 en hins vegar er ekki vitað hvort vöðvarnir eru sterkari en hjá óþjálfuðum konum. Þessi rannsókn leitaðist við að svara þessum spurningum með því að mæla og bera saman styrk grindarbotnsvöðva hjá hóp keppnisíþróttakvenna og óþjálfaðra kvenna. Einnig var lagt mat á getu kvennanna til að spenna grindarbotnsvöðvana rétt. Rannsóknin kannaði einnig hvort konurnar hafi upplifað áreynsluþvagleka eða vandamál tengd grindarbotni og þekkingu kvennanna á grindarbotnsvöðvum. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var framskyggn samanburðarrannsókn á styrk grindarbotnsvöðva. Rannsóknin var framkvæmd á Íslandi árið 2012 og þátttakendur komu frá höfuðborgarsvæðinu. Þátttakend- ur (n=36) voru allt konur á aldrinum 18-30 ára sem ekki höfðu fætt (tafla I). Við öflun þátttakenda var þeim skipt í tvo hópa, keppnis- íþróttakonur (n=18) og óþjálfaðar konur (n=16). Í erlendri rannsókn bjuggu rannsakendur til líkan fyrir fæðingar þar sem þeir fundu 45% aukningu í hámarkskrafti í fæðingu hjá keppnisíþróttakon- um.18 Því var hér gert ráð fyrir að íþróttakonur væru mögulega með 45% meiri styrk í grindarbotnsvöðvum. Ef svo er þarf að lág- marki 16 konur í hvorn hóp til að geta fundið marktækan mun, miðað við 5% skekkju af gerð I (type I error) og 90% greiningarmátt (statistical power). Með viðtali var staðfest að óþjálfuðu konurnar tóku ekki þátt í neins konar reglulegri líkamsþjálfun og iðkuðu litla hreyfingu. Íþróttakonurnar höfðu allar tekið þátt og keppt í sinni íþrótt í að minnsta kosti þrjú ár. Íþróttakonurnar komu úr ýmsum íþrótta- greinum: handbolta, fótbolta, fimleikum, badminton, lyftingum, BootCamp og CrossFit. Íþróttakonurnar æfðu í að minnsta kosti 9 tíma á viku. Til að taka þátt þurftu konurnar í báðum hópum að vera heilbrigðar og án sjúkdóma sem gætu haft áhrif á rannsókn- ina (til dæmis vöðvarýrnunarsjúkdóma, arfgenga sjúkdóma með áhrifum á bandvef, sögu um tíðar þvagfærasýkingar, og höfðu ekki farið í aðgerð vegna þvagleka). Til að afla þátttakenda var haft samband við íþróttaþjálfara í ýmsum íþróttagreinum sem kynntu rannsóknina fyrir sínum íþróttakonum og buðu þeim að taka þátt. Með snjóboltasöfnun (snowball sampling) aðstoðuðu íþróttakonurnar rannsakendur við að leita að þátttakendum í óþjálfaða hópinn. Þar sem hver kona þekkir fjölda annarra kvenna er þessi aðferð líkleg til að finna tilviljanakennt safn með tilliti til þeirra þátta sem verið var að rannsaka. Mögulegir þátttakendur fengu upplýsingar sendar um rannsóknina og gáfu upplýst samþykki. Konurnar komu einu sinni á stofu hjá sjúkraþjálfara (Táp sjúkraþjálfun í Kópavogi) þar sem mælingar voru framkvæmdar og konurnar svöruðu spurningakönnun um hæð, þyngd, aldur, líkamsæfingar (tíðni og tímalengd), þekkingu á grindarbotns- vöðvunum, og staðlaðar spurningar um þvagleka.12 Styrkur grindarbotnsvöðvanna var mældur með Myomed 932 þrýstingsnema frá Enraf-Nonius. Búið er að áreiðanleikaprófa tæk- ið.19 Konurnar voru liggjandi á bekk þar sem sjúkraþjálfari kann- aði fyrst með þreifingu hvort konurnar gátu spennt grindarbotns- vöðvana. Þá var þrýstingsneminn settur í leggöngin og styrkur grindarbotnsvöðvanna mældur í hektoPascal (hPa). Konurnar voru fyrst beðnar um að spenna vöðvana einu sinni í æfingaskyni og síðan þrisvar sinnum á meðan þrýstingur var mældur. Hver mæling tók 5 sekúndur og þá tók við að minnsta kosti 10 sekúndna hvíld. Mesti þrýstingur sem konurnar náðu að mynda í þessum þremur mælingum var skráður. Byggt á fyrri rannsókn á grindarbotnsvöðvum var búist við því að óþjálfuðu konurnar gætu myndað að meðaltali 42 hPa þrýsting.19 Munurinn á meðaltölum hópanna var metinn tölfræðilega með t-prófi fyrir samanburð tveggja óháðra safna með metnu staðalfrá- viki. Hlutfallsgreining (odds-ratio) var notuð til að meta tölfræði- lega marktækni í mun á prósentuhlutföllum á milli hópanna. Tví- kosta logit aðhvarfsgreining (binary logistic regression) var notuð til að meta samtíma áhrif mældra áhrifaþátta á hvort konurnar voru með þvagleka eða ekki. Niðurstöður Konurnar voru sambærilegar í aldri og hæð (tafla I). Óþjálfuðu konurnar voru með marktækt hærri líkamsþyngdarstuðul (LÞS) en íþróttakonurnar; 25 á móti 22,8 kg/m², p<0,05. Samkvæmt svörum kvennanna æfðu íþróttakonurnar marktækt meira en óþjálfuðu konurnar, eða 11,4 klukkustundir/viku á móti 1,3 klukkustundum/viku; p<0,05 (tafla II). Íþróttakonurnar tóku þátt í margvíslegum og oft mörgum íþróttagreinum: 38,9% æfðu hlaup R A N N S Ó K N Tafla I. Lýsing kvenna sem tóku þátt í rannsókninni. Íþróttakonur (n=18) Óþjálfaðar konur (n=16) Meðaltal St.frávik Hámark Lágmark Meðaltal St.frávik Hámark Lágmark p-gildi Aldur (ár) 24,2 3,2 30 19 24,1 2,9 30 20 0,92 Hæð (cm) 168 7,5 180 152 170,5 6,5 181 156 0,31 Þyngd (kg) 64,9 8,4 83 54 72,9 13,7 108 53 0,05 LÞS 22,8 2,2 29,4 19 25 3,8 35,3 19,5 0,05 Æfingatími (klst./viku) 11,4 2,7 18 9 1,3 1,5 4 0 0,00 LÞS er líkamsþyngdarstuðullinn (Body Mass Index) = þyngd (kg) / [hæð (m)]2. p-gildið sýnir niðurstöðu t-prófs sem ber saman meðaltal hópanna tveggja.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.