Læknablaðið - 01.03.2018, Blaðsíða 19
LÆKNAblaðið 2018/104 135
eða skokk; 61% stunduðu CrossFit eða BootCamp til samans; 44,4%
æfðu lyftingar; 11,1% æfðu dans, sund eða hjólreiðar; 33,3% voru í
boltaíþróttum (handbolti, fótbolti). Aðeins ein kona var í fimleik-
um og ein stundaði badminton. Óþjálfuðu konurnar sem þó tóku
þátt í einhverri hreyfingu eða æfingum sögðu að það væri lítið
og óreglulega: 37,5% fóru í gönguferðir og tvær (12,5%), skokkuðu
óreglulega. Tvær (12,5%) sögðust taka þátt í BootCamp óreglulega
og 25% sögðust óreglulega nota æfingatæki í líkamsræktarstöð.
Óþjálfuðu konurnar sem æfðu mest, æfðu um tvær klukkustundir
á viku.
Niðurstöðurnar fyrir styrk grindarbotnsvöðva leiddu í ljós að
meðalþrýstingur sem íþróttakonurnar mynduðu var 45 ± 2 hPa og
þær óþjálfuðu mynduðu að meðaltali 43 ± 4 hPa þrýsting (tafla III)
sem er ekki tölfræðilega marktækur munur (p=0,36 í t-prófi á því
hvort íþróttakonurnar voru sterkari að meðaltali).
Hlutfallsgreining á muninum á hlutföllum kvennanna í hóp-
unum sem upplifðu þvagleka sýndi að tölfræðilega marktækt
fleiri íþróttakonur voru með þvagleka en óþjálfaðar konur p<0,05.
Niðurstöður spurningakönnunarinnar sýndu að 61,1% (n=11) af
íþróttakonunum upplifðu þvagleka en 12,5% (n=2) af þeim óþjálf-
uðu (tafla IV). Allar íþróttakonurnar með þvagleka upplifðu hann
þegar þær voru að æfa undir miklu álagi eða ákefð og voru því
með áreynsluþvagleka. Af íþróttakonunum upplifðu 22% þeirra
einnig áreynsluþvagleka undir öðrum kringumstæðum en við lík-
amsæfingar til dæmis við það að hósta eða hnerra. Svör spurninga-
könnunarinnar bentu til að íþróttakonurnar hefðu meiri þekk-
ingu á grindarbotnsvöðvunum og að þær voru líklegri til að gera
grindarbotnsæfingar (Kegel-æfingar20) en óþjálfuðu konurnar.
Tvær konur í hvorum hópi (11,1% íþróttakvenna og 12,5% óþjálf-
aðra kvenna) gátu ekki spennt grindarbotnsvöðvana við upphaf
mælinga. Þetta fannst með innri þreifingu sem framkvæmd var
af sjúkraþjálfara. Ekki var marktækur munur á milli hópanna í
þekkingu á því að spenna grindarbotnsvöðvana (p>0,05). Það var
hins vegar marktækur munur í svörum kvennanna á þekkingu
um grindarbotnsvöðvana þar sem aðeins fjórar íþróttakonur sögð-
ust hugsa lítið og vita lítið um þá en 9 óþjálfaðar konur svöruðu
þannig (<0,05) (tafla IV).
Ekki var marktækur munur á milli íþróttakvenna í mismun-
andi íþróttum. Það var ekki nægilegur fjöldi þátttakenda til að
mæla þann mun þar sem sama konan gat tekið þátt í fleiri en einni
íþróttagrein og svör við tengdum spurningum voru því ekki óháð.
Um helmingur (54,5%) íþróttakvennanna sem stundaði Cross-
Fit eða BootCamp upplifði þvagleka og um tveir-þriðju (66,7%)
kvenna í handbolta og fótbolta (tafla V).
Tvær tvíkosta aðhvarfsgreiningar voru framkvæmdar. Sú fyrri
þar sem allar íþróttakonur voru sameinaðar í einum hópi með
R A N N S Ó K N
Tafla II. Fjöldi kvenna og æfingatímar á viku eftir íþróttagreinum eða tegund hreyfingar.
Íþróttakonur (n=18) Óþjálfaðar konur (n=16)
Tíðni % Meðaltal á viku Hámark Lágmark Tíðni % Meðaltal á viku Hámark Lágmark
Ganga 0 0 0 0 0 6 37,5 1,2 2 1
Hlaup eða skokk 7 38,9 2,9 6 1 2 12,5 1 1 1
CrossFit/BootCamp 11 61,1 8,5 18 1 2 12,5 1,5 2 1
Lyftingar eða æfingatæki 8 44,4 2,5 5 1 4 25 1,3 2 1
Dans, sund, reiðhjól 2 11,1 0,7 1 1 1 6,3 1 1 1
Fótbolti, handbolti 6 33,3 8,8 10 6 0 0 0 0 0
Fimleikar 1 5,6 15 15 15 0 0 0 0 0
Badminton 1 5,6 1 1 1 0 0 0 0 0
Yoga 0 0 0 0 0 1 6,3 1 1 1
Tafla III. Niðurstöður mælinga á styrk grindarbotnsvöðva.
Íþróttakonur Styrkur (hPa) Óþjálfaðar konur Styrkur (hPa)
Í1 25 Ó1 30
Í2 61 Ó2 42
Í3 47 Ó3 36
Í4 54 Ó4 25
Í5 38 Ó5 51
Í6 43 Ó6 15
Í7 40 Ó7 41
Í8 38 Ó8 56
Í9 50 Ó9 56
Í10 45 Ó10 57
Í11 50 Ó11 17
Í12 31 Ó12 56
Í13 43 Ó13 31
Í14 56 Ó14 86
Í15 54 Ó15 48
Í16 35 Ó16 36
Í17 44
Í18 47
Meðaltal 44,5 Meðaltal 42,7
Staðalfrávik 9,1 Staðalfrávik 18
Staðalskekkja 2,2 Staðalskekkja 4,5
95% bil 40-64 95% bil 33-52
Í1-Í18 táknar íþróttakonurnar, Ó1-Ó16 táknar óþjálfuðu konurnar. hPa er eining
þrýstings, hektoPaskal, sem notað er til að mæla styrk vöðva. p-gildið fyrir t-próf á
því hvort íþróttakonurnar eru sterkari að meðaltali er 0,36 sem er ekki tölfræðilega
marktækt.