Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2018, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 01.03.2018, Blaðsíða 31
LÆKNAblaðið 2018/104 147 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R drykkja en almennt eru heilbrigðisyfirvöld sammála um að magnið sé minna en áður var talið.“ Hildur segir vissulega einstaklings- bundið hvað fólk þolir mikið áfengi án þess að bíða skaða af. „En ef drykkja er farin að verða að líkamlegu, andlegu eða félagslegu vandamáli er óhætt að segja að hún sé orðin óhófleg. Þegar við erum að átta okkur á umfangi vandans og hvort viðkomandi sé með fíknsjúkdóm e grein- ingin auðveld því það eru 11 skilmerki sem einstaklingur getur uppfyllt. Ef hann uppfyllir tvö eða fleiri er um áfengisvanda að ræða. Ef skilmerkin eru orðin 6 eða fleiri hjá viðkomandi er vandinn alvar- legur og mjög líklegt að viðkomandi sé kominn með breytingar í heilann/heila- sjúkdóm. Það krefst sérhæfðrar meðferðar. Af þeim sem koma inn á Vog eru aðeins 4% með færri en 6 einkenni.“ Löggjöfin þarf að vera afdráttarlaus „Þegar eldra fólk kemur inn á öldrunar- deild vegna öldrunar og í viðtali kemur í ljós að drykkja er vandamál getur verið bæði erfitt og viðkvæmt að ræða það. Heilbrigðisstarfsfólk veigrar sér stundum við því en ef þetta er rætt af nærgætni og viðkomandi er boðið úrræði vill hann/ hún langoftast þiggja þær lausnir. Eldra fólk er alveg jafn getumikið til að taka nauðsynlegum breytingum eins og yngra fólkið og jafnvel enn tilbúnara til þess þar sem það er oft orðið algjörlega uppgefið á sér og vill gera allt til að losna frá þessu. Stundum virkar meðferð jafnvel betur á eldra fólk en hina yngri af þessu ástæð- um. Vissulega eru þeir til sem vilja ekki viðurkenna vandann eða átta sig hreinlega ekki á honum, nú eða vilja ekki hætta að drekka. Þetta eru þeir sem eru til vand- ræða fyrir alla; aðstandendur og heilbrigð- isstarfsfólk.“ Hildur segir að fyrir utan Vog sé fátt um úrræði sem hægt er að vísa fólki til. „Læknar veigra sér jafnvel við að opna þessa umræðu við skjólstæðing þar sem þeir vita að fá úrræði eru til staðar. Ef hins vegar sjúklingur er með færri en 6 skilmerki nægir oft samtal við lækni og almenn fræðsla til að sjúklingur breyti hegðun sinni.“ Aðspurð um hvað henni finnist nauðsynlegt að gera til að draga úr áfeng- isvanda bæði aldraðra og yngra fólks segir Hildur afdráttarlaust að aukið aðgengi sé ávísun á stærri vanda. „Ég vil alls ekki að áfengi verði selt í almennum verslunum. Þá þarf meiri fræðslu til almennings um skaðsemi áfengis og hversu mikið eða lítið magn áfengis telst í lagi. Það er ekki í lagi heilsunnar vegna að drekka tvo drykki á dag alla daga. Við læknar þurfum að taka okkur á í að spyrja út í drykkjuvenj- ur fólks þegar það kemur til okkar með einhver vandamál. Löggjöfin þarf líka að vera afdráttarlaus og skýr hvað varðar auglýsingar áfengis, aðgengi og umgengni við áfengi.“ „Eldra fólk er alveg jafn getumikið til að taka nauðsynlegum breytingum eins og yngra fólkið og jafnvel enn tilbúnara til þess þar sem það er oft orðið algjörlega uppgefið á sér og vill gera allt til að losna frá þessu,“ segir Hildur Þórarins- dóttir öldrunarlæknir.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.