Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2018, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.03.2018, Blaðsíða 34
150 LÆKNAblaðið 2018/104 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R „Vandamálið er að lakkrís er settur í svo margar matvörur í dag að fólk áttar sig ekki á því. Flestir læknar gera sér fulla grein fyrir hættunum sem fylgja neyslu lakkrís, hækkun blóðþrýstings og lækkun kalíums í blóði. Lakkrís í miklu magni getur orðið lífshættulegur og það skiptir meira máli í dag þegar hann er kominn í alla skapaða hluti. Drykkir, eftirréttir, mjólkurvörur, annað hvert súkkulaðistykki, hálstöflur, hóstamixt- úrur, dökkur bjór, te, allt er þetta til með lakkrísbragði og þannig mætti áfram telja,” segir Helga Ágústa Sigurjónsdótt- ir innkirtlasérfræðingur sem rannsakað hefur áhrif lakkrís á heilsuna og hefur lengi talað fyrir hættunum af miklu lakkrísáti og það ekki að ástæðulausu. Hún stóð fyrir hádegisfundi á Lækna- dögum um þetta efni. „Læknavísindin þekkja tilfelli þar sem lakkrís í dökkum bjór var ástæða innlagnar og einnig eru þekkt tilfelli þar sem lakkrísbragðbætt te var ástæða há- þrýstings hjá sjúklingi. Það vantar töluvert uppá að fólk sé meðvitað um þetta og rannsóknin sem ég gerði er líklega fyrsta skammtaháða rannsóknin á lakkrísneyslu og þar kom greinilega í ljós að skammtarn- ir skipta máli. Einnig kom glöggt í ljós að þeir sem eru með hækkaðan blóðþrýsting fyrir, hækka miklu meira við að borða lakkrís en aðrir. Það er því enn mikil- vægara fyrir fólk að gæta að sér ef það er með hækkaðan blóðþrýsting.“ Hvað er lakkrís? „Lakkrís er unninn úr jurt sem vex í heit- um löndum og það er rótin sem inniheldur lakkríssýruna og gefur lakkrísbragðið. Allt tóbak er litað með lakkríssýru til að fá fal- legri brúnan lit á tóbaksblöðin áður en þau eru seld tóbaksframleiðendum. Við vitum ekki hvaða áhrif þetta hefur á reykinga- fólk en þekkt er sjúkratilfelli vegna tuggu- tóbaks sem leiddi til háþrýstings. Lakkríssýran er mjög virkt efni og það er bragðið af henni sem fólk sækist eftir. Það er framleitt gríðarlegt magn af lakkrísrót í heiminum og er selt í böggum til lakkrísframleiðenda. Matvælafram- leiðendur/sælgætisframleiðendur kaupa lakkrísrótina þegar búið er að mylja hana í duft og það er reyndar orðið mjög vin- sælt í dag að hjúpa alls kyns sælgæti með lakkrísdufti og þá er það gjarnan kallað pipar. Sem er mjög villandi og auðvitað viljum við læknar að það standi skýrum stöfum utan á umbúðum að lakkrís geti verið hættulegur heilsu fólks en hans sé ekki bara getið í innihaldslýsingunni með örsmáu letri. Einn íslenskur sælgætisfram- leiðandi lætur koma fram á umbúðum að fólk með háan blóðþrýsting eigi að varast lakkrís. Það er til fyrirmyndar.“ Aðspurð um magnið sem þurfi til að lakkrísát geti haft skaðleg áhrif á heilsuna segir Helga Ágústa að 50 grömm á dag í viku geti verið nóg til að mælanleg áhrif á blóðþrýsting og kalíum komi fram. „Þetta svarar til um það bil einnar lakkrísrúllu Lakkrís getur verið lífshættulegur segir Helga Ágústa Sigurjónsdóttir innkirtlasérfræðingur Ensýmið 11 beta-hydroxysteroid dehydrogenase og hvernig lakkrís hindrar virkni þess. Mynd Helga Ágústa Sigurjóns- dóttir ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.