Fréttablaðið - 29.09.2018, Side 38

Fréttablaðið - 29.09.2018, Side 38
Sigurður Árnason, sérfræðingur hjá Byggðastofnun, vann ítarlega skýrslu um áhrif fiskeldis á byggðarlög. Fiskeldi getur reynst lyftistöng fyrir byggðarlög, en það er erfitt að spá nákvæmlega um hvernig það hefur áhrif. NORDICPHOTOS/GETTY Sigurður Árnason er sér-fræðingur hjá Byggðastofnun sem vann ítarlega skýrslu sem kallast „Byggðaleg áhrif fiskeldis“. Þar fjallar hann um hvernig fiskeldi getur haft áhrif á byggðir og gerir grein fyrir þeim áskorunum og tækifærum sem því fylgja. „Á svæðunum þar sem fiskeldi er að koma inn hefur oft og tíðum verið fólksfækkun og hnignun til margra ára, sérstaklega á Vest- fjörðum,“ segir Sigurður. „Komi inn ný atvinnugrein sem skýtur fleiri stoðum undir byggð og afkomu fólks, hvort sem það er fiskeldi eða önnur starfsemi, sérstaklega ef hún er á stórum skala, er það líklegt til að snúa þeirri þróun við. Það verði þá uppbygging, fólksfjölgun og annað slíkt. En þetta fer algjörlega eftir því á hvaða skala þetta verður og hvort eldisfyrirtækin fái öll leyfin sem þau sækjast eftir, eða einhvern hluta af þeim,“ segir Sigurður. „Svo snýst þetta líka að stórum hluta um hvernig fjármögnun er á þessu. Það er dýrt að koma upp fiski í kvíunum og þetta er fjárfrekt áður en þetta byrjar að gefa einhverjar tekjur.“ Getur styrkt alls kyns starf- semi „Ef við gefum okkur að þetta verði á stórum skala þarf að gera ráð fyrir umtalsverðri fólksfjölgun á svæðunum til að mæta vinnuafls- þörfinni. Það leiðir væntanlega líka til þess það þurfi að byggja upp innviði eins og skóla, leikskóla og alls konar þjónustustarfsemi,“ segir Sigurður. „Þetta styrkir líka Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.is Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 þjónustustarfsemi ýmissa aðila, til dæmis iðnaðarmanna, flutningabíl- stjóra og annarra sem koma til með að vinna við eða í kringum eldið. Sveitarfélögin þurfa líka væntan- lega að skipuleggja lóðir fyrir alla þessa nýju íbúa, þó það verði samt líka eitthvað um að fólk selji fasteignir sínar á þessum svæðum ef fasteignaverð fer upp. Ég hugsa að það hafi til dæmis gerst í einhverj- um mæli fyrir austan í kringum álversframkvæmdirnar þar,“ segir Sigurður. „Þetta breytir náttúrulega heilmiklu, að fara úr þessum sam- drætti sem hefur verið ráðandi, yfir í verulegan vöxt. Svo skiptir miklu máli í þessu hvað á að ganga langt í vinnslunni á hverjum stað. Hvort það eigi bara að slátra og pakka, eða fara út í framleiðslu á tilbúinni matvöru. Það getur skipt heilmiklu máli upp á hvað verða til mörg störf í þessu og hver tæknivæðingin verður,“ segir Sigurður. „Ef þetta verður á mjög stórum skala verður jafnvel kannski farið út í framleiðslu á umbúðum og fóðri líka, sem skapar ennþá fleiri störf. En þetta er eitthvað sem við vitum ekki og getum ekki vitað fyrir fram. Það ræðst bara hvort eftir- spurnin kallar á þetta síðar meir og hvernig þróunin verður.“ Staðan ólík eftir stöðum Í skýrslunni sinni skiptir Sigurður svæðunum þar sem heimilt er að stunda fiskeldi í þrjú aðalsvæði, sunnanverða Vestfirði, norðanverða Vestfirði og Austurland. Hann segir að staðan sé ólík á þessum svæðum. „Þetta er líklega komið aðeins meira af stað á Vestfjörðum sunnanverðum en á þeim norðan- verðum,“ segir Sigurður. „Á undanförnum árum hefur til dæmis orðið umbreyting á Bíldudal, sem má segja að hafi verið hnignandi sjávarþorp. Núna eru þar tvær stoðir, laxeldið hjá Arnarlaxi og kalkþörungaverksmiðjan. Þar hafa orðið miklar breytingar og það er dæmi um hvernig þessir hlutir geta gerst. Þróunin er hins vegar styttra á veg komin á norðanverðum Vest- fjörðum. Fyrir austan höfum við tvö fyrirtæki, Laxa og Fiskeldi Aust- fjarða. Þau eru í samstarfi við fiskvinnslufyrirtækið Búlandstind á Djúpavogi og eiga í því fyrirtæki. Þau ætla að vera með sameiginlega vinnslu á laxi á Djúpavogi,“ segir Sigurður. „Það hentar ágætlega, þar sem Vísir í Grindavík ákvað að hætta með fiskvinnslu á Djúpavogi fyrir nokkrum árum. Ef þessar áætlanir ganga eftir að öllu eða miklu leyti þarf að fara í framkvæmdir á Djúpavogi sem snúa að húsnæði og innviðum á staðnum,“ segir Sigurður. „Þar gætum við séð þorp umbreytast úr hefðbundnu sjávarþorpi yfir í meiri fiskeldistengda starfsemi.“ Erfitt að meta áhrifin fyrir fram „Það er mjög erfitt að segja hvar fiskeldi á eftir að hafa mest áhrif á byggðir. Það fer eiginlega algjör- lega eftir því hvernig leyfismálin fara og hvað fyrirtækjunum finnst hagkvæmt að gera,“ segir Sigurður. „Djúpavogssvæðið og norðan- og sunnanverðir Vestfirðir eru líklegir til að verða fyrir mestum áhrifum, en þetta er eitthvað sem við vitum ekki. Það er samt mikilvægt að reyna að meta áhrif fiskeldis á byggðarlög fyrir fram vegna þess að sveitar- félögin þurfa að gera áætlanir og byggja upp eftir þörfum,“ segir Sigurður. „Ef það er farið úr sam- drætti í uppbyggingu gæti til dæmis þurft að bæta við starfsfólki í skipu- lags- og byggingarmálum og breyta aðalskipulagi og deiliskipulagi. Svo gætu verið einhverjir þjónustuað- ilar sem hefðu áhuga á auka við starfsemi sína á svæðinu, því þeir sjá fram á vöxt sem þeir vilja sinna. Það er erfitt að segja hvernig hlutirnir eiga eftir að þróast. Ef af þessari uppbyggingu verður, sem er nú kannski líklegt, þá er bara vonandi að þetta gerist á ákveðinn en seigfljótandi hátt, en ekki með einhverjum hvelli,“ segir Sigurður. „Þá verður auðveldara fyrir samfélögin að taka við þessari breytingu.“ Ef við gefum okkur að þetta verði á stórum skala þarf að gera ráð fyrir umtalsverðri fólksfjölgun á svæðunum til að mæta vinnuafls- þörfinni. Það leiðir væntanlega líka til þess það þurfi að byggja upp innviði eins og skóla, leikskóla og alls konar þjónustustarfsemi.” Sigurður Árnason. 2 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U RFISKELDI 2 9 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :1 9 F B 1 2 8 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 F 2 -E 7 6 4 2 0 F 2 -E 6 2 8 2 0 F 2 -E 4 E C 2 0 F 2 -E 3 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 8 s _ 2 8 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.