Fréttablaðið - 29.09.2018, Page 40

Fréttablaðið - 29.09.2018, Page 40
Við héldum upp á stækkun stofunnar með pompi og prakt um miðjan ágúst og erum afskaplega ánægð með breytingarnar,“ segir Sandra Lárus- dóttir, eigandi Heilsu og útlits í Hlíðasmára 17, en stækkunin var langþráð. „Eftirspurnin eftir með- ferðum hjá okkur hefur stóraukist og því þörf á fleiri meðferðarher- bergjum og vélum en auk þess tók ég við umboðinu fyrir FitLine víta- mínin sem njóta mikilla vinsælda, og einn daginn var ég hætt að geta snúið mér við á stofunni,“ lýsir hún hlæjandi. Söndru og samstarfsfólki hennar líður afar vel í Hlíðasmáranum þar sem Heilsa og útlit hefur verið til húsa frá því stofan var stofnuð fyrir fjórum árum. Því þótti þeim mikil lukka að geta fengið aðgang að aðliggjandi húsnæði. „Við þurftum bara að brjótast í gegnum vegg og úr varð mikið ævintýri með frá- bærri niðurstöðu. Við erum rosa- lega ánægð með útkomuna.“ Nokkur meðferðarherbergi hafa bæst við með stækkuninni auk þess sem fjölgað hefur verið vélum sem notaðar eru í sogæðameð- ferðir en þær eru meðal vinsælustu meðferða stofunnar. „Sú breyting varð á að nú getum við þjónustað enn betur fólk sem er hreyfi- hamlað því við fengum VacuSport vél með sleða.“ Viðurkennd lækningatæki Weyergans tækin sem notuð eru til sogæðameðferða í Heilsu og útliti eru viðurkennd þýsk lækningatæki sem notuð eru á heilbrigðisstofn- unum í Þýskalandi. Sandra segir að VacuSport og Vacamed séu vel þekkt í heiminum en hafi upphaf- lega verið fundin upp fyrir NASA. Þannig hafi geimfarar verið settir í meðferð í þessum tækjum þegar þeir komu úr geimferðum til að þrýstijafna þá. „Tækin búa til lofttæmisþrýsting sem eykur súrefnis- og blóðflæði um líkamann. Þetta hentar því vel fólki með bjúg, stíflur og bólgur og fólki með slæmt blóðflæði. Þessi tæki hraða mjög bataferli og endurhæfingu eftir slys, aðgerðir og meiðsli. Þannig losa þau líkamann hraðar við bjúg og vökva sem safnast fyrir í líkamanum og auka blóðflæði. Þetta virkar alveg ótrúlega vel og maður er stundum hissa á þeim undraverða árangri sem tækin gefa.“ Sandra bendir á að allt starfsfólk stofunnar sé faglært og hafi sótt námskeið til að mega stjórna tækjunum. Sjálf er hún með leyfi til að kenna á tækin og útskrifast sem master þjálfari á næsta ári. Hróður Weyergans sogæða- nuddstækjanna sem Sandra hefur umboð fyrir hefur borist víða og nú er þau að finna á níu stöðum á landinu. „Við höfum selt slík tæki á stofur víða um land og nú má fara í slíka meðferð á Reyðarfirði, Sauðárkróki, Akureyri, Siglufirði, í Borgartúni, á Selfossi, í Borgar- nesi, Vestmannaeyjum og hér hjá okkur í Kópavogi. Ég sé fram á að við verðum komin með vélar á enn fleiri staði á þessu ári.“ Þakklátir viðskiptavinir Hverjir eru það sem sækja helst í sogæðameðferðirnar hjá Heilsu og útliti? „Yfirleitt er það fólk með stoðkerfisvandamál, flugfreyjur, íþróttafólk, fólk með slæmt æða- kerfi, fólk sem er að ná sér eftir aðgerðir eða hreinlega fólk sem þjáist af síþreytu.“ Sandra segist finna fyrir miklu þakklæti og tekur dæmi um að nýlega hafi viðskipta- vinur gefið stofunni nýja vél vegna mikillar ánægju með þjónustuna. „Þessi kona kom til okkar í hjóla- stól og spilar nú golf á Spáni.“ Svala Björgvinsdóttir söngkona mætti til Eyjólfs Kristjánssonar í tannhvíttun á dögunum. MYND/EYÞÓR Sandra og Eyjólfur með samstarfskonum sínum, þeim Guðrúnu Diljá og Írisi Kristrúnu, en í baksýn má sjá eina af Weyergans sogæðanuddsvélum. Framhald af forsíðu ➛ Tækin búa til loft- tæmisþrýsting sem eykur súrefnis- og blóð- flæði um líkamann. Þetta hentar því vel fólki með bjúg, stíflur og bólgur og fólki með slæmt blóð- flæði. Þessi tæki hraða mjög bataferli og endur- hæfingu eftir slys, aðgerð- ir og meiðsli. Ágúst Þórðarson fékk heilablóðfall og lamaðist á vinstri hlið líkamans. Í kjölfarið fékk hann mikinn bjúg fyrir neðan hné, sér í lagi öðrum megin, og var að auki stirður í vinstri hendinni. „Ég sá auglýsingu frá Heilsu og útliti um sogæðameðferð og hugsaði með mér að ekki gæti mér versnað við þetta. Ég keypti því tíu tíma kort hjá henni Söndru og fór í sogæðanudd í svokölluðum buxum og höndin fór í tunnu. Það var ekkert öðru- vísi en það að bjúgurinn rann af mér og hreinsaðist út í gegnum þvagið. Ég fann strax mun á mér eftir fyrsta tímann og svo alltaf meir í hvert sinn, þetta var alveg stórkostlegt.“ Ágúst þjáðist af töluverðu jafnvægis- leysi og eftir nokkra tíma ákvað hann að prófa að hafa buxurnar upp undir bring- spölum. „Eftir tímann var ég aðstoðaður í skóna, renndi mér fram af bekknum og á gólfið og gat gengið án hækju,“ segir Ágúst en hann notast þó enn við hækju í dag en líður mun betur en áður. „Með- ferðin hjálpaði mér mjög mikið. Löppin var orðin svo þung að ég var í vandræðum með að ganga með hækju en þetta er allt annað líf núna.“ Ágúst segir nauðsynlegt að viðhalda árangrinum en það sé engin kvöð enda afskaplega gaman að koma í Heilsu og útlit. „Starfsfólkið er svo jákvætt og þjón- ustulundað. Ég mæli hundrað prósent með þessari meðferð og finnst að svona tæki ætti að vera til á öllum heilbrigðis- stofnunum.“ Stórkostlegur árangur bætir við að Kristbjörg, eiginkona Arons Einars, hafi einnig komið til hennar á meðgöngunni þegar hún var bjúguð og þreytt. Súrefnishjálmur, tannhvíttun og snyrtimeðferðir Heilsa og útlit er fyrst og fremst líkamsmeðferðarstofa og snyrti- stofa sem býður upp á mjög fjölbreyttar meðferðir. „Fyrir utan sogæðastígvél og sogæðatækin VacuSport og VacuMed erum við með vafninga fyrir appelsínuhúð og bólgur. Við fjarlægjum tattú og bjóðum upp á andlitssnyrtingu svo fátt eitt sé nefnt. Maðurinn minn, Eyjólfur Kristjánsson, fór út að læra tannhvíttun og við höfum verið að bjóða upp á slíkt með góðum árangri. Þá hefur súrefnishjálmur- inn umtalaði verið mjög vinsæll hjá okkur,“ segir Sandra. Hún lýsir hjálminum nánar: „Hjálmurinn er með innrauðum ljósum og hefur afar góð áhrif á öldrunareinkenni í húð og aðra húðkvilla á borð við rósroða og bólur. Þá hjálpar hjálm- urinn til við asma og mígreni. Þetta er því algert töfratæki.“ Hjá stofunni má einnig fara í fitufrystingu sem boðið hefur verið uppá frá 2015. „Fitufrysting er náttúruleg meðferð þar sem kuldi er notaður til að frysta og fjarlægja fitufrumur. Fitufrumurnar skolast síðan út með sogæðakerfinu og við getum flýtt fyrir ferlinu með því að tvinna sogæðameðferð saman við fitufrystinguna.“ Sandra tekur fram að alltaf sé passað að nota hæfilegan kulda sem valdi engum skaða. Fitline, 100% náttúruleg afurð Sandra hefur nýverið tekið við umboði fyrir FitLine vítamínin á Íslandi. „Þetta eru ein vinsælustu vítamínin á Íslandi og við erum með um 500 áskrifendur. Varan er hundrað prósent náttúruleg og unnin úr hreinni matvöru. Vítamínin eru í duftformi sem blandað er í vatn. Upptakan er því hundrað prósent. Vítamínin hjálpa fólki með meltingu, orku og svefn. Þau eru viðurkennd af Evrópusambandinu og standast alþjóðlegar öryggiskröfur um gæði og hreinleika.“ Sandra bendir á að hægt sé að fá kynningarpakka. „Þá getur fólk leitað til okkar og bókað ráðgjöf bæði varðandi líkamlega heilsu og fæðubótaefnin.“ Þær stofur sem bjóða upp á sogæðanudd með Weyergans tækj- um eru: Heilsustofan Eygló, Selfossi, Heilsu- og fegrunarstofa Huldu, Borgartúni, Weyergans Stúdíó, Siglufirði, Gallery 730, Reyðarfirði, Nuddstofa Margrétar, Borgarnesi, Heilsa og Líðan, Akureyri, Heilsu- eyjan Spa, Vestmannaeyjum, og Táin og Strata, Sauðárkróki. Nánari upplýsingar á heilsaogutlit.is. Þá leitaði Aron Einar Gunnars- son, landsliðsfyrirliði í fótbolta, til Heilsu og útlits fyrir HM í sumar. „Hann var ekki í góðu ástandi, meiddur á hné og ökkla og ekki viss um að geta spilað. Hann kom til okkar í sjö skipti þessa viku sem hann var heima. Ég veit ekki betur en að læknirinn hafi síðan gefið honum grænt ljós á að spila. Hann var mjög ánægður með okkur og við hann enda færði hann okkur stærðarinnar Búddastyttu og blómvönd,“ lýsir Sandra og 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 9 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 2 9 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :1 9 F B 1 2 8 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 F 2 -F B 2 4 2 0 F 2 -F 9 E 8 2 0 F 2 -F 8 A C 2 0 F 2 -F 7 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 8 s _ 2 8 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.