Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.09.2018, Qupperneq 96

Fréttablaðið - 29.09.2018, Qupperneq 96
KOMDU Í – dásamleg deild samfélagsins OPIÐ UM HELGAR FRÁ KL. 11 – 17 K V IK A Þann níunda apríl árið 1940 var Danmörk her-tekin af Þjóðverjum. Þótt kóngur og ríkis-stjórn ættu að heita við völd að nafninu til næstu misserin, laut landið í raun þýskri stjórn. Vegna stríðsins og her- setunnar rofnuðu því tengsl Dana við yfirráðasvæði sín í fjarlægum löndum. Sendiráð Dana víða um heiminn voru jafnframt sett í skringilega stöðu. Þau héldu áfram starfsemi sinni þrátt fyrir lítil samskipti við yfirboðara sína í heimalandinu og lentu að sumu leyti í þeirri stöðu að reka sína eigin pólitík. Þannig fór danski sendiherrann í Washington langt út fyrir formlegt starfsvið sitt með ýmsum samningum við banda- rísk stjórnvöld. En hver átti að borga brúsann? Hvernig var hægt að fjármagna dönsku utanríkisþjónustuna á stríðsárunum þegar engir peningar bárust frá Kaupmannahöfn? Þar kom til sögunnar fágæt en verðmæt bergtegund frá Grænlandi. Krýolít er jarðefni sem danski jarðfræðingurinn Peder Christian Abilgaard uppgötvaði í Ivittuut árið 1799 og lýsti í vísindaritgerð sama ár. Ivittuut er á Suðvestur-Græn- landi, sunnan Arsukfjarðar. Svæðið ætti að vekja sérstakan áhuga Íslendinga því þar hafa fundist tals- verðar minjar um búsetu norrænna manna á miðöldum. Það er því talið ein þriggja stærstu byggðanna og hefur hlotið heitið Miðbyggð hjá fornleifafræðingum, en öfugt við samfélögin í Eystribyggð og Vestri- byggð eru engar ritheimildir til um byggðina í Ivittuut. Hið nýja jarðefni var fannhvítt á litinn og hlaut fræðiheitið krýolít sem var samansett úr grísku orð- unum fyrir snjó og stein. Það vakti sérstaka athygli vísindamanna að ljósbrot þessa nýja efnis var nánast eins og ljósbrot vatns og urðu krý- olítsteinarnir því nánast ósýnilegir í vatni. Krýolít inniheldur talsvert af natríum og árið 1852 tókst efna- fræðingum að þróa aðferð til að nýta það við vinnslu á vítissóda, sem var eftirsótt hráefni í ýmiss konar fram- leiðslu. Í kjölfarið var ráðist í stór- fellda námavinnslu í Ivittuut. Áður höfðu námafyrirtæki raunar gert Saga til næsta bæjar Stefán Pálsson skrifar um fágætt jarðefni. EFNISFLUTNINGAR VORU SÖMULEIÐIS STÓRHÆTTULEGIR. misheppnaðar tilraunir til að vinna silfur á svæðinu. Innreið nútímans Vinnslan á krýolítinu var ótal erfiðleikum háð. Aðstæður verkamannanna voru hörmulegar og fyrstu árin létust fjölmargir þeirra úr skyrbjúg. Efnisflutningar voru sömuleiðis stórhættulegir og fórust mörg flutningaskipanna á leiðinni. Engu að síður var vinnslan svo arðbær að danska námafélagið hafði ekki undan eftirspurn. Með tímanum tókst að bæta vinnuað- stæður og auka framleiðsluna, til dæmis með því að flytja efnið á litlum járnbrautarvögnum í stað- inn fyrir hjólbörur eða körfur sem verkamennirnir báru á bakinu. Til að greiða fyrir flutningunum festu eigendur námunnar árið 1864 kaup á heimskautafleyinu Fox, sem smíðað hafði verið nokkrum árum fyrr og kom mikið við sögu í hinum svokallaða Fox-leiðangri 1860-61. Leiðangurinn, sem fjallað hefur verið um á þessum vettvangi, miðaði að því að finna leið til að tengja Ameríku og Evrópu með rit- síma um norðurslóðir. Upp úr 1870 tóku námamenn svo sprengiefni í sína þjónustu, en fram að því höfðu hamar og meitill verið helstu tólin við vinnsluna. Á sjöunda áratug nítjándu aldar tókst að þróa hagkvæmar aðferðir til að vinna sóda úr sjávarsalti og glataði grænlenska krýolítið þá hluta af mikilvægi sínu. Í staðinn var farið að nota það í auknum mæli við framleiðslu á hvítleitu gleri og við emaleringu á hvers kyns bús- áhöldum. Eftir 1880 kom svo í ljós að krýolít gæti komið að góðum notum við álvinnslu. Álframleiðsla óx jafnt og þétt, einkum í Banda- ríkjunum. Krýolít varð eftirsóttara og verðmætara á ný og fór sífellt stærri hluti efnisins úr grænlensku námunni vestur á bóginn. Sem fyrr segir var krýolítvinnslan á Grænlandi í höndum einkaaðila, en þeir greiddu danska ríkinu fast gjald fyrir hvert unnið tonn og síðar einnig hlutfall af hagnaði fyrir- tækisins. Verksmiðjan byggði upp sitt eigið þorp með ýmsum nútíma- þægindum á borð við rafveitu og loftskeytastöð. Grænlendingar sjálfir nutu hins vegar á engan hátt góðs af starfseminni, fremur en af öðrum sambærilegum fyrirtækjum Dana í landinu á nýlendutímanum. Á þriðja áratugnum voru miklar breytingar gerðar á námarekstr- inum með stórfelldri tæknivæð- ingu. Framleiðslugetan fór upp í 50 þúsund tonn af óunnu krýolíti á ári og sem fyrr var það vaxandi áliðnaðurinn sem tók til sín megnið af framleiðslunni, ekki síst til flug- vélaframleiðslu þar sem krafan um létta málma var sérstaklega sterk. Bitbein hervelda Það voru einmitt hagsmunir flug- vélaframleiðenda og þörfin fyrir krýolít sem höfðu mikið að segja um áhuga Bandaríkjamanna á Grænlandi þegar heimsstyrjöldin síðari braust út. Danska stjórnin í Nuuk tók yfir rekstur námunnar og seldi alla framleiðsluna til Banda- ríkjanna og Kanada. Hagnaðurinn af þeirri sölu stóð undir rekstri hins opinbera á Grænlandi öll stríðsárin, sem og kostnaðinum við dönsku sendiráðin víða um lönd eins og áður hefur komið fram. Í öryggisskyni var settur banda- rískur hervörður við námasvæðið mestöll stríðsárin, þótt talið væri ólíklegt að Þjóð- verjar gætu með n o k k r u m ó t i ráðist á Ivittuut. Þýskir kafbátar reyndu þó eftir fremsta megni að ráðast á krýolít- flutningaskipin og fórust nokkur skip á stríðsárunum, ýmist vegna tundur- skeytaárása eða af ókunnum orsökum. Þótt stríðinu lyki dró ekki úr eftirspurn eftir áli og hélt krýolít- vinnslan í Ivittuut áfram að krafti út fimmta og sjötta áratuginn. En þar með var draumurinn úti. Krýolítið í námunni var á þrotum. Árið 1962 var efnistöku hætt og næstu árin látið nægja að vinna úr efni sem þegar hafði verið mokað út. Þær birgðir dugðu í rúman áratug. Ný tækni sem gerði það mögulegt að vinna efnið úr bergi með tiltölu- lega lágu hlutfalli af krýolíti þýddi að á níunda áratugnum var hægt að endurnýta talsvert af efni sem áður hafði verið notað í hafnargarða og vegagerð á svæðinu, en árið 1987 var meira að segja þetta efni á þrot- um og námunni í Ivittuut var lokað eftir 133 ára vinnslu. Rannsóknir jarðvísindamanna á níunda áratugnum leiddu í ljós að eitthvað örlítið meira af krýolíti mætti finna djúpt undir námunni, en vinnsla þess var ekki talin standa undir kostnaði. Krýolít hefur sömu- leiðis fundist á fáeinum öðrum stöðum í heiminum, svo sem í Rúss- landi og Suður-Afríku, en aðeins í litlum mæli. Því má segja að krýolít sé eina jarðefnið sem vitað er til að hafi gengið til þurrðar vegna ásókn- ar mannsins. Aðrar vinnsluaðferðir eru því viðhafðar við þá iðnfram- leiðslu sem grænlenska krýolítið var áður nýtt til, en auk álvinnslunnar var efnið meðal annars notað í skor- dýraeitur og við flugeldagerð, til að framkalla gulan lit. Tæknisagnfræðingar geta í dag brotið heilann um hversu mikil áhrif krýolítnáman í Ivittuut hafi í raun haft á mannkynssöguna. Skipti hún sköpum fyrir þróun áliðnaðar- ins á upphafsskeiði hans, eins og sumir telja? Ef sú er raunin verður mikilvægi hennar seint ofmetið. Aðrir telja að án grænlenska krýol- ítsins hefðu efnafræðingar einfald- lega fundið aðrar leiðir að sama marki. Hvora kenninguna sem við aðhyllumst er krýolít flestum gleymt nú um stundir. Sýnishorn af efninu má þó finna á jarðfræði- söfnum og á Grænlandi hafa lengi verið áform um að breyta gamla námasvæðinu í jarðfræðisýningu fyrir ferðamenn. Líklega á danski rithöfundurinn Peter Høeg þó stærstan þátt í vitn- eskju almennings um þetta sér- kennilega jarðefni. Árið 1992 sendi hann frá sér spennusöguna Lesið í snjóinn (Frøken Smillas fornemm- else for sne) sem gerist á Grænlandi og þar sem illir stjórnendur krýolít- námu gegna veigamiklu hlutverki. Grænlenska undragrjótið hvíta Bandarískt herskip árið 1924, námusvæðið í Ivittuut í baksýn. 2 9 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R40 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 9 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :1 9 F B 1 2 8 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 F 2 -B A F 4 2 0 F 2 -B 9 B 8 2 0 F 2 -B 8 7 C 2 0 F 2 -B 7 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 2 8 s _ 2 8 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.