Morgunblaðið - 09.06.2018, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2018
Lárus Ögmundsson,
yfirlögfræðingur Ríkis-
endurskoðunar, lést á
Landspítalanum við
Hringbraut þriðjudag-
inn 5. júní, 66 ára að
aldri.
Lárus fæddist í
Reykjavík 11. septem-
ber 1951. Foreldrar
hans voru Ögmundur
Guðmundsson, deildar-
stjóri hjá Tollgæslu Ís-
lands, og Halldóra
Pálmadóttir húsfreyja.
Lárus varð stúdent
frá Verzlunarskóla Íslands árið 1973
og lauk lagaprófi við Háskóla Ís-
lands 1978. Hann varð héraðsdóms-
lögmaður 1985.
Lárus var fulltrúi og síðar deildar-
stjóri í fjármálaráðuneytinu frá 1.
júní 1978 til 1. september 1989. Þá
hóf hann störf hjá Ríkisendurskoðun
og starfaði þar í tæp 29
ár, nú síðast sem yfir-
lögfræðingur og stað-
gengill ríkisendur-
skoðanda.
Lárus lék um tíma
með meistaraflokki
Vals í knattspyrnu.
Hann starfaði í stjórn-
um félagsins um ára-
bil, meðal annars í
aðalstjórn, og var Vals-
maður alla tíð eins og
fjölskylda hans öll. Þá
starfaði hann einnig að
félagsmálum opin-
berra starfsmanna.
Eftirlifandi eiginkona Lárusar er
Hildigunnur Sigurðardóttir. Börn
þeirra eru þrjú, Lilja Karitas, Dóra
María og Sigurður Egill.
Útför Lárusar verður gerð frá
Bústaðakirkju fimmtudaginn 21.
júní klukkan 13.
Andlát
Lárus Ögmundsson
Vínnes ehf. hefur, að höfðu samráði
við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftir-
lits Reykjavíkur, innkallað Stella
Artois-bjór í 330 ml glerflöskum
vegna þess að hann getur innihald-
ið gleragnir. Er þetta í annað skipti
á skömmum tíma sem Stella-bjór er
innkallaður hér á landi, en seinast
gerðist það í byrjun apríl sl.
Að þessu sinni nær innköllunin til
eininga sem renna út 6. desember
2018 og 7. mars 2019 og voru
keyptar í verslunum ÁTVR eða Frí-
höfninni á Keflavíkurflugvelli.
Þeim sem keypt hafa vöruna er
bent á að farga henni.
Enn leynast gleragnir í Stella-bjórnum
ildin um manngerða hella á Íslandi.
Kristborg tekur fram að ekki hafi
beinlínis verið leitað að Nauthelli en
segir þó að gaman væri ef í ljós
kæmi að fornar heimildir og forn-
leifar gætu stutt hvorar aðrar.
Í fyrri prufuskurðinum sem tek-
inn var í Hellirsdal kom í ljós að
mikill jarðvegur hefur safnast yfir
hinn hrunda helli og voru 2-3 metr-
ar ofan á mannvistarlög. Hún og
Lilja Björk Pálsdóttir fornleifa-
fræðingur voru enn að vinna í seinni
prufuskurðinum þegar rætt var við
hana í gær. Kom í ljós afar merki-
legt mannvirki, hellismunni þremur
metrum undir yfirborðinu og leifar
af torfhlöðnum forskála.
Einstakt tækifæri
til rannsókna
Gjóskulagafræðingur hefur
kannað aðstæður en eftir er að
rannsaka betur rannsóknargögn til
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fornleifafræðingar hafa fundið um-
merki um fallna manngerða hella í
túninu í Odda á Rangárvöllum í for-
rannsókn á fornleifum. Undir hruni
úr hellisloftinu á miklu dýpi eru
mannvistarlög. Vegna jarðvegs-
þykktarinnar gætu þau verið forn
en eftir er að greina aldur þeirra
með frekari úrvinnslu gagna.
Oddafélagið sem er áhugafélag
um endurreisn Oddastaðar hefur
lengi viljað fara í fornleifarannsókn
í Odda. Kristborg Þórsdóttir, forn-
leifafræðingur hjá fyrirtækinu
Fornleifastofnun Íslands, gerði
þriggja ára áætlun um rannsókn á
manngerðu hellunum sem þar eru
taldir vera, sögu staðarins og fleira.
Ekki fékkst styrkur úr Fornminja-
sjóði til rannsókna í sumar en eigi
að síður ákvað Oddafélagið að hefj-
ast handa með gerð prufuskurða á
tveimur stöðum þar sem sjáanleg
eru á yfirborði ummerki um stóra
fallna hella.
Nauthellir og Sæmundarfjós
Meðal örnefna þarna eru dældir
sem kallaðar eru Sæmundarfjós,
kennt við Sæmund fróða í Odda, og
Nauthellir. Um síðarnefnda hellinn
er til frásögn frá tólftu öld, í Jar-
teinabók Þorláks helga Þórhalls-
sonar hins helga, biskups, sem Páll
biskup lét lesa upp á Alþingi árið
1199. Þar er skráð að þegar hell-
irinn féll hafi tólf naut orðið undir
og öll drepist nema eitt. Aðeins sást
í höfuð uxans en ofan á honum
nærri mannhæðar bjarg. Þegar
menn voru að höggva bjargið ofan
af nautinu var heitið á hinn sæla
biskup. Eftir að uxinn var reistur
við og leiddur út úr hellinum gekk
hann í annan helli og át mat sinn og
var ekki bein brotið.
Sagan var ein af mörgum frá-
sögnum til sönnunar á helgi Þorláks
en er jafnframt elsta ritaða heim-
að sjá hversu gömul mannvistar-
lögin eru.
Ekki hefur áður verið grafið í
forna manngerða hella hér á landi.
„Þetta er einstakt tækifæri til að
rannsaka forna hella og tímasetja
hrun þeirra. Ef við finnum gólflög
og sýni til að aldurgreina getum við
komist að því hvenær hellirinn var í
notkun,“ segir hún.
Hellarnir eru grafnir inn í sand-
steinslag sem er undir túninu. Talið
er að slíkir hellar hafi yfirleitt verið
notaðir sem skepnuhús, eins og sag-
an um Nauthelli bendir til.
Þessi forrannsókn stóð aðeins yf-
ir í þrjá daga. Búið er að moka ofan
í fyrri skurðinn og reynt verður að
varðveita mannvirkið í seinni skurð-
inum enda vill Kristborg halda
áfram þar. Þá þarf að vinna úr upp-
lýsingunum. Kristborg vonar að
hægt verði að ráðast í frekari rann-
sóknir. Af nógu sé að taka í Odda.
Komu niður á hella og
hlaðinn forskála í Odda
Elsta ritaða heimild um manngerða hella er um Nauthelli
Ljósmynd/Ágúst Sigurðsson
Oddi Magnús Á. Sigurgeirsson gjóskulagafræðingur mættur til fornleifa-
fræðinganna Lilju Bjarkar Pálsdóttur og Kristborgar Þórsdóttur (fjær).
„Maður áttar sig ekki á almennilega
á því hvað Knattspyrnufélag
Reykjavíkur hefur með feðraveldið
að gera,“ segir Jónas Kristinsson,
framkvæmdastjóri KR, um mynd
þar sem þrjár konur stilla sér upp
berbrjósta fyrir framan bikaraskáp
KR. Myndin er hluti af listsýning-
unni Demoncrazy á Listahátíð
Reykjavíkur, en í tengslum við sýn-
inguna hefur fjöldi kvenna stillt sér
upp berbrjósta fyrir framan ýmis
þekkt kennileiti.
Auk bikaraherbergis KR voru
teknar myndir fyrir utan Alþingis-
húsið og Menntaskólann í Reykjavík
auk Stjórnarráðsins.
Jónas segir erfitt að átta sig á
gjörningnum enda telji hann KR
vera félag jafnréttis en ekki tákn-
mynd feðraveldisins. „Þetta er félag
þar sem bæði konur og karlar eru
velkomin. Hér hefur fjöldi kvenna og
karla unnið sem sjálfboðaliðar og ég
bara átta mig ekki á því hvaða teng-
ingu þetta hefur við feðraveldið.
Þess utan verður Listahátíð Reykja-
víkur að svara fyrir það hvað þessar
myndir hafa með list að gera,“ segir
Jónas og bætir við að alvarleiki máls-
ins felist helst í því að myndirnar hafi
verið teknar án leyfis frá yfirstjórn
KR. „Það var ungur strákur í af-
greiðslunni sem hleypti þeim inn í
herbergið þar sem þær taka þessar
myndir. Þær fara þarna inn án þess
að vera búnar að biðja um leyfi frá
yfirstjórn KR þannig að þetta er
frekar óheppilegt,“ segir Jónas en á
myndinni sem um ræðir voru í bak-
grunni myndir af fjölda sjálfboðaliða
sem starfað hafa fyrir KR í gegnum
tíðina.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins fór það fyrir brjóstið á hópi
KR-inga sem lýstu í kjölfarið yfir
óánægju með myndirnar við stjórn
KR.
Fagnar umræðu um myndirnar
Borghildur Indriðadóttir er lista-
konan sem stendur á bak við gjörn-
inginn. Hún segir að áður en mynd-
irnar úr KR- húsinu voru teknar hafi
verið búið að fá leyfi frá húsvörðum
félagsins. Þá sé hún ánægð með að
umræða skapist um myndirnar.
„Mér finnst þetta áhugaverð túlk-
un hjá KR og þeir verða bara að eiga
það við sig. Við erum bara að taka
myndir af veggjum þekktra bygg-
inga og mér finnst skrýtið ef það má
ekki birta þær,“ segir Borghildur.
aronthordur@mbl.is
Magnús Andersen
Myndin Hér má sjá myndina sem um ræðir en í bakgrunni eru myndir af
sjálfboðaliðum sem starfað hafa fyrir KR í gegnum tíðina, auk bikara.
Skiptar skoðan-
ir vegna mynda
Framkvæmdastjóri KR undrandi