Morgunblaðið - 09.06.2018, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2018
Bolir
Kr. 6.900.-
Str. M-XXXL
Fleiri litir
Opið í dag kl. 11-16
Við erum á facebook
Bæjarlind 6 | sími 554 7030gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
20%
afsláttur
Skoðið LAXDAL.is/yfirhafnir
Skipholti 29b • S. 551 4422
FLOTTAR
SUMAR
YFIRHAFNIR
20%
AFSLÁTTUR
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Humarvertíð hefur verið slök til
þessa í sögulegu samhengi, að sögn
Guðmundar Gunnarssonar, nýsköp-
unarstjóra hjá Skinney Þinganesi á
Hornafirði. Síðasta ár var einnig lé-
legt í humrinum, en aflinn í ár er
heldur minni en í fyrra.
Guðmundur segir að það sé já-
kvætt að í ár hafi meira fengist af
smáum humri. Stór humar veiðist
eins og síðustu vertíðir, en minna af
millihumri, sem oft hefur borið uppi
veiðina. Ekki sé óeðlilegt að lítið fá-
ist nú af millihumri miðað við litla
nýliðun síðustu ár.
Humarvertíðin hófst í marsmán-
uði og voru skipin fyrst á austur-
svæðinu frá Lónsdýpi yfir í Skeiðar-
árdýpi. Upp úr sjómannadegi héldu
skipin vestur á bóginn og hafa m.a.
reynt fyrir sér í Jökuldýpi og suður
af Eldey.
Sveiflur í humarveiðum
Guðmundur segir að aflabrögð
skáni oft með auknum veiðanleika
þegar þorskurinn sé genginn af
grunninu út á djúpin. Vertíðin standi
frá mars fram í október þannig að
enn sé tími til stefnu.
„Sveiflur hafa gjarnan verið í
humarveiðum og í ár er ekki alveg
komin mynd á þetta,“ segir Guð-
mundur. „Það hefur lengi fylgt
humrinum að veiðin getur verið
blettótt og oft þarf lagni til að finna
hvar hann gefur sig og á hvaða tíma
sólarhrings. Jökuldýpi er til dæmis
þekkt slóð en þar veiddist ekki hum-
ar í um 20 ár. Svo blossaði upp stór
humar á svæðinu, en samt er vitað
að humar er staðbundin tegund.
Það eru fleiri breytur en stofn-
stærð, sem þarf að hafa í huga þegar
kemur að humarveiðum, ekki síst
veiðanleikinn. Humarinn er holudýr
og liggur stærstan hluta sólarhrings
í holunni, en ýmis skilyrði geta síðan
orðið til þess að hann er ekki á róli,
til dæmis mikil fiskgengd.“
Aflamark í humri er 1.150 tonn á
þessu fiskveiðiári og er þá miðað við
heilan humar. Á heimasíðu Fiski-
stofu er hins vegar miðað við slitinn
humar og er aflamarkið þá alls 467
tonn með sérstökum úthlutunum og
flutningi á milli ára. Búið er að veiða
tæplega 150 tonn, en mestu af humr-
inum er landað á Höfn í Hornafirði, í
Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn.
Aukin sala innanlands
Guðmundur segir að grunnmark-
aður fyrir humar sé Suður-Evrópa,
en þangað fer einkum heill humar.
Sala á humarhölum hefur hins vegar
aukist verulega á innanlandsmark-
aði á síðustu árum, m.a. með aukn-
um fjölda ferðamanna.
Humarvertíðin slök
í sögulegu samhengi
Afli minni en í fyrra Meira fæst af smáum humri
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Gæði Humar er herramannsmatur en afli hefur minnkað síðustu ár.
Hafrannsóknastofnun kynnir á miðvikudag í næstu viku ráðgjöf um
afla úr helstu nytjastofnum fyrir næsta fiskveiðiár. Humar verður þó
ekki að finna í ráðgjöfinni að þessu sinni.
„Að höfðu samráði við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og
hagsmunaaðila mun Hafrannsóknastofnun framvegis veita ráðgjöf fyrir
humar í upphafi árs en ekki í júní, líkt og verið hefur. Ástæðan er
breytt aðferðafræði við stofnmat humars en nú fer stofnmæling fram í
júní en úrvinnsla gagna er mun tímafrekari en áður var. Ráðgjöf hum-
ars mun þá byggjast á nýjustu gögnum og koma tímanlega fyrir upp-
haf vertíðar sem hefst í mars,“ segir á heimasíðu Hafrannsóknastofn-
unar.
Humarinn bíður til næsta árs
HAFRANNSÓKNASTOFNUN KYNNIR AFLARÁÐGJÖF Í NÆSTU VIKU
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Kristján Gunnar Valdimarsson, lög-
maður og lektor við lagadeild Háskóla
Ísland, segir Einar Karl Hallvarðsson
ríkislögmann hafa ranglega fullyrt í
Morgunblaðinu í gær að stjórnmála-
samband Íslands og Máritaníu hefði
verið aukaatriði í dómsmáli. Var þar
tekist á um hvort Íslendingur hefði
haft skattalega heimilisfesti í Vestur-
Afríkuríkinu Máritaníu á árunum
2006-10. Lagði maðurinn m.a. fram
vottorð til sönnunar búsetu í landinu.
Úrskurður yrði felldur úr gildi
Maðurinn krafðist þess aðallega að
felldur yrði úr gildi úrskurður ríkis-
skattstjóra frá árinu 2016 um skatta-
lega heimilisfesti hans og ótakmark-
aða skattskyldu á Íslandi 2006-2010.
Héraðsdómur sýknaði ríkið í fyrra-
vor. Hæstiréttur staðfesti dóminn í
maí (418/2017).
Einar Karl sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að spurningin um
stjórnmálasamband ríkjanna væri
aukaatriði í málinu. Aðalatriðið væri
að ekki væri í gildi tvísköttunar- og
upplýsingaskiptasamningur milli
þeirra.
Misskilningur ríkislögmanns
„Einar segir þetta atriði um stjórn-
málasamband, og að ekki sé hægt að
staðreyna vottorðin til grundvallar
sönnun, vera „aukaatriði“ í málinu.
Það er ekki rétt og einhver misskiln-
ingur því þarna er deilt um skattalega
heimilisfesti,“ segir Kristján Gunnar.
„Ísland á engan rétt til skattlagn-
ingar ef engin er heimilisfestin.
Þ.e.a.s. það verður að vera heimilis-
festi á Íslandi. Því skiptir tvískött-
unarsamningur ekki máli, enda eru
ríkin með slíkum samningum að
skipta á milli sín skattlagningarrétti.
Slíkt á ekki við hafi maðurinn ekki
heimilisfesti á Íslandi. Upplýsinga-
skiptasamningar skipta heldur ekki
máli. Því ef einstaklingurinn hefur
ekki skattalega heimilisfesti á Íslandi
þarf ekki að skiptast á upplýsingum.“
Viðurkenndi rangar forsendur
„Maðurinn var að sýna fram á bú-
setu í Máritaníu og leggur fram vott-
orð þess efnis sem ekkert mark er
tekið á vegna rangra forsendna.
Ríkislögmaður viðurkennir að þessar
forsendur séu rangar hjá honum.
Hann hafi gleymt að leiðrétta þetta
fyrir Hæstarétti en áður hafði hann
haldið þessu fram fyrir héraðsdómi.
Hann vill þó lítið gera með þetta
þar sem þetta skipti ekki máli. Auð-
vitað getur hann ekki fullyrt um það.
Ríkislögmaður hélt fram rangri full-
yrðingu sem verður forsenda niður-
stöðu Hæstaréttar og hann á að hafa
frumkvæði að því og krefjast endur-
upptöku og þarf ekki að bíða gagn-
aðila í þeim efnum. Ríkið þarf að sýna
auðmýkt í svona málum en án auð-
mýktar mun traust almennings á
réttarkerfinu minnka,“ segir Kristján
Gunnar.
Ríkislögmaður
kalli eftir
endurupptöku
Lögmaður átelur ríkislögmann fyrir
skort á auðmýkt í Máritaníumálinu
Einar Karl
Hallvarðsson
Kristján Gunnar
Valdimarsson
SMARTLAND
„Þetta gekk bara mjög vel, þegar
þeir voru komnir að þessu,“ segir
Sigurbjörn Guðmundsson, varð-
stjóri hjá slökkviliðinu á höfuð-
borgarsvæðinu, en allt tiltækt lið
slökkviliðsmanna var í gær sent út á
Granda vegna elds í húsnæði þar.
Útkallið barst um klukkan þrjú og
var þá talið að eldur logaði í þaki
hússins sem stendur við Fiskislóð
31. Síðar kom í ljós að eldurinn var á
neðri hæð. Að sögn slökkviliðs var
eldurinn nokkuð viðráðanlegur frá
upphafi og voru allir bílar slökkviliðs
farnir af vettvangi um hálfsexleytið.
Talið er að eldsupptök megi rekja
til vinnu iðnaðarmanna á þakinu,
sem voru að tjörubera. teitur@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bruni Eldurinn á Fiskislóð var viðráðanlegur og gekk slökkvistarf því vel.
Allt tiltækt slökkvilið
var kallað út á Granda