Morgunblaðið - 09.06.2018, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2018
Mest seldu ofnar
á Norðurlöndum
áreiðanlegur hitagjafi
10 ára ábyrgð
Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fiskvinnslan Íslandssaga á Suður-
eyri sagði upp 10 beitningamönnum
um mánaðamót. Fyrirtækið áformar
að kaupa bát og búnað til að vélbeita
á sjó. Það er talið hagkvæmara, sér-
staklega vegna hárra veiðigjalda, að
sögn framkvæmdastjórans.
„Það er orðinn of mikill kostnaður
við að gera út á landbeitta línu, eftir
að þessi ofurháu veiðigjöld komu til
sögunnar,“ segir Óðinn Gestsson,
framkvæmdastjóri Íslandssögu.
Hann segir það helstu ástæðuna fyr-
ir uppsögnunum.
Fyrirtækið er að kanna möguleika
á að fjárfesta í bát með beitningavél í
stað þeirra tveggja báta sem það
gerir nú út.
Fjórir sjómenn eru á bátunum og
þeim var ekki sagt upp. Beitninga-
mennirnir hafa mislangan uppsagn-
arfrest, flestir þrjá mánuði. Óðinn
segir stefnt að því að breytingin
verði 1. september, við upphaf nýs
fiskveiðiárs.
„Það gengur ekki vel,“ segir Óðinn
um reksturinn. „Launin eru um 50%
af tekjum útgerðarinnar og veiði-
gjöldin 12-15%. Við erum með tvo
sjómenn og fimm beitningamenn við
hvorn bát. Um það bil 7% af tekjum
útgerðarinnar fara því í laun hvers
manns, samkvæmt þumalputtaregl-
unni. Veiðigjöldin þýða að við erum
auk þess með tvo menn á sveimi sem
við sjáum aldrei en þurfum að borga
full laun. Þetta er næsthæsti kostn-
aðarliðurinn hjá útgerðinni í dag, á
eftir launum,“ segir Óðinn.
Laun tveggja
manna í veiðigjöld
Íslandssaga segir upp 10 mönnum
ingur í bæklunarskurðlækningum,
hefur unnið að undirbúningi og skipu-
lagningu þessara ráðstefna frá árinu
2015. Ragnar er varaforseti NOF og
tekur við sem forseti á fimmtudaginn
kemur.
Hefur Ragnar undirbúið þetta í
samstarfi við Grétar Ottó Róbertsson
bæklunarlækni, sem er einn frum-
kvöðla í gerð gagnagrunna um gervi-
liði. Grétar Ottó sérhæfði sig í bækl-
unarlækningum í Svíþjóð. Hann hóf
að vinna við sænskan gagnagrunn um
gerviliði árið 1991 og tók við sem
stjórnandi grunnsins árið 1996. Hann
flutti með fjölskylduna heim til Ís-
lands árið 2000 og hóf hlutastarf sem
bæklunarlæknir á Landspítalanum.
Hann hefur síðan áfram stjórnað
gagnagrunninum í hlutastarfi í Sví-
þjóð.
Grétar Ottó segir Svía vera frum-
kvöðla í gerð slíkra gagnagrunna.
Áður en sænski gagnagrunnurinn
fyrir gerviliði varð til 1975 hafi lítið
verið vitað um reynslu af gerviliðum.
„Menn sáu að hver einstakur lækn-
ir myndi aldrei geta metið árangurinn
af mismunandi gerviliðum sjálfur.
Það þyrfti eitthvað stærra til. Vissir
gerviliðir hafa verið slæmir. Þó líður
oftast langur tími þar til þeir bila, sem
betur fer,“ segir Grétar Ottó um að-
dragandann.
Hefur breiðst út um heiminn
Ragnar segir sænska grunninn
hafa verið þann fyrsta í heiminum.
„Síðan hefur þetta breiðst út. Þetta
byrjaði í hné en síðan hefur mjöðm og
aðrir liðir farið í grunnana. Þetta hef-
ur breiðst út til Evrópu og síðan
Bandaríkjanna, Ástralíu og um allan
heim. Svíar hafa verið leiðandi á
þessu sviði og Grétar Ottó verið leið-
andi sérfræðingur í heiminum. Hann
stjórnar hnégagnagrunninum í Sví-
þjóð. Grétar Ottó hefur skrifað fjölda
vísindagreina um þetta efni og verið
leiðbeinandi doktorsnema. Hann er
stórt nafn í þessum geira,“ segir
Ragnar sem telur kollega sinn of hóg-
væran. Ragnar segir marga áhuga-
verða fyrirlesara á ráðstefnunum.
Einn þeirra muni greina frá merki-
legum rannsóknum á Karo-
linska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð á nýrri
meðferð við brotaveiki. Sá sjúkdómur
hafi herjað á ættir á Íslandi og lýsi sér
í því að fólk beinbrotnar auðveldlega.
„Þarna er meðferð í móðurkviði,
áður en barnið er fætt, á fóstri, sem er
byggð á rannsóknum frá Karolinska.
Á Austurlandi er ætt með þennan
sjúkdóm og líka í Vestmannaeyjum
og á Vopnafirði. Þetta er vandamál
sem er erfitt að leysa. Sjúklingarnir
brotna mjög oft og það þarf oft að
skera þá. Beinin halda illa. Ef það er
hægt að lækna þetta á fósturstigi er
það algjör bylting.“
Kári Stefánsson tekur til máls
Ragnar segir að jafnframt verði
fyrirlestrar um erfðafræði og bækl-
unarlækningar. Meðal fyrirlesara
verði Kári Stefánsson, forstjóri Ís-
lenskrar erfðagreiningar. Þá muni
Þorvaldur Ingvarsson bæklunar-
læknir kynna rannsóknir sem benda
til að tengsl séu milli erfða og slits á
krossböndum. Þá muni hollenski vís-
indamaðurinn Taco Gosens kynna
nýja meðferð við íþróttameiðslum.
Þar sé beitt blóðtöku, unnið úr blóð-
inu og því sprautað í festur. „Þetta er
líka tiltölulega nýlegt. Það er margt
nýtt sem kemur fram á þessu þingi.“
Grétar Ottó segir hátt verðlag á Ís-
landi hafa fælt þátttakendur frá. „Það
hefur verið erfitt að skipuleggja þetta
út af verðlaginu. Það bítur verulega á
okkur. Við erum að reyna að fá unga
lækna til þess að sækja sér menntun
en kostnaðurinn hér hefur haft veru-
leg áhrif á aðsókn á þinginu. Ég held
að ella hefðum við fengið talsvert
fleiri þátttakendur. Árið 2004 voru yf-
ir 600 þátttakendur en nú eru þeir um
400. Ég held að það sé alveg auðséð
að verðlagningin skýrir þetta. Hún er
alveg út úr korti. Það er ódýrara að
fara á Manhattan með fjölskylduna
heldur en að fara til Íslands.“
Kynna nýjungar í læknisfræði
Hundruð bæklunarlækna sækja ráðstefnur í Reykjavík Einn skipuleggjenda segir hátt verðlag á
Íslandi hafa fælt þátttakendur frá Það sé orðið ódýrara að fara til Manhattan en til Reykjavíkur
Morgunblaðið/Hari
Læknar Ragnar Jónsson og Grétar Ottó Róbertsson hafa undirbúið þingið.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Hundruð bæklunarlækna og rann-
sakenda eru nú saman komin í
Reykjavík vegna tveggja alþjóðlegra
ráðstefna bæklunarlækna sem fram
fara á Hilton Hótel Nordica.
Sú fyrri, árleg ráðstefna Alþjóða-
samtaka gagnagrunna um gerviliða-
skráningu (ISAR), hefst í dag og
stendur yfir til mánudags.
Þar verða meðal annars kynntar
rannsóknir sem byggjast á upplýs-
ingum gagnagrunna um ísetta gervi-
liði og eftirfylgni þeirra.
Síðan verður haldin alþjóðleg ráð-
stefna bæklunarlækna í norrænum
samtökum bæklunarlækna (NOF).
Norðurlandaþjóðirnar, Holland, Eist-
land og Litháen eiga aðild að þeim
samtökum. Ráðstefnan er frá mið-
vikudegi til föstudags.
Um 5.500 bæklunarlæknar eru fé-
lagsmenn í NOF.
Námskeið um bakverki
Á milli ráðstefnanna fer fram
kennslunámskeið um bakverki og
bakvandamál á mánudag og þriðju-
dag. Þar munu þekktir íslenskir og
erlendir fyrirlesarar fjalla um þessi
vandamál frá ýmsum hliðum. Ragnar
Jónsson, bæklunarlæknir og sérfræð-
Þrjú íslensk lið keppa á Evrópumóti í
brids, sem haldið er í Oostende í
Belgíu. Keppni er hafin í opnum
flokki en keppni í kvennaflokki og
öldungaflokki hefst á morgun.
Í opnum flokki er lokið 10 umferð-
um af 33 og er íslenska liðið í 4. sæti.
Liðið hefur spilað vel og aðeins tapað
einum leik með litlum mun. Í liðinu
spila Jón Baldursson, Sigurbjörn
Haraldsson, Aðalsteinn Jörgensen,
Matthías Þorvaldsson, Ómar Olgeirs-
son og Ragnar Magnússon en Anton
Haraldsson er fyrirliði.
Í kvennaflokki eru 23 lið. Íslenska
liðið skipa Anna Ívarsdóttir, Guðrún
Óskarsdóttir, Anna G. Nielsen, Helga
H. Sturlaugsdóttir, María Haralds-
dóttir og Stefanía Sigurbjörnsdóttir
en fyrirliði er Sveinn R. Eiríksson.
Ísland sendir nú í fyrsta skipti lið
til keppni í svonefndum öldunga-
flokki, en í honum keppa spilarar
fæddir 1957 og fyrr. Í íslenska liðinu
spila Björn Eysteinsson, Guðmundur
Sv. Hermannsson, Haukur Ingason,
Þorlákur Jónsson, Karl Sigurhjartar-
son og Sævar Þorbjörnsson en Guð-
mundur Baldursson er fyrirliði.
Mótinu lýkur næsta laugardag.
Efstu liðin í öllum flokkunum fá rétt
til að keppa á heimsmeistaramóti sem
haldið verður á næsta ári. Ísland hef-
ur tvisvar spilað í því móti í opnum
flokki, 1991 þegar íslenska liðið vann,
og 2011 þegar liðið komst í 16 liða úr-
slit en tapaði þar fyrir Hollendingum,
sem síðan urðu heimsmeistarar.
Reynsla Fyrsta öldungalandslið Íslands í brids keppir á EM í Belgíu.
Íslandi gengur vel í brids
Þrjú íslensk lið
keppa á Evrópu-
móti í Belgíu