Morgunblaðið - 09.06.2018, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2018
Sterkir í stálinu
Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn
Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar
Svört- og ryðfrí rör og fittings
Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur
POM öxlar • PE plötur
Lokar af ýmsum gerðum
Opið virka daga kl. 8-17
Skútuvogi 4, Rvk
Rauðhellu 2, Hafnarfirði
Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is
Hagþróun
á forsendum jöfnuðar
og hlutverk verkalýðsfélaga
Özlem Onaran prófessor í hagfræði flytur erindi
og að því búnu verður boðið til pallborðsumræðna.
Í pallborði sitja:
• Gylfi Magnússon, hagfræðingur
• Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS
• Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ
Fundarstjóri er Þórhildur Ólafsdóttir,
dagskrárgerðarkona á Rás 1.
Textatúlkun á ensku.
mánudaginn 11. júní kl. 16:30 á Grand Hóteli
Fundurinn er hluti af fundaröðinni
Stóra myndin þar sem Efling býður
til umræðna um vinnumarkaðstengd
málefni sem kunna að skipta sköpum
á komandi kjarasamningavetri.
Opinn fyrirlestur og pallborð
í boði Eflingar-stéttarfélags
Trump vill Rússa í G7-ríkin að nýju
G7-ríkin funda í Kanada um helgina Rússlandi hefur ekki verið boðið á fund ríkjanna síðan 2014
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Donald Trump, forseti Bandaríkj-
anna, sagði við blaðamenn í gær að
Rússland ætti að koma aftur inn í
hóp G7-ríkjanna. Rússland var áð-
ur hluti af þessum hópi stærstu
lýðræðis- og iðnríkja heims en var
sparkað úr hópnum eftir innlimun
Krímskagans í Rússland árið 2014.
„Þau hentu Rússlandi út. Þau
ættu að leyfa Rússum að koma aft-
ur inn því við ættum að hafa Rúss-
land við samningaborðið,“ sagði
Trump áður en hann flaug af stað
til Quebec í Kanada þar sem fund-
urinn fer fram. Forseti Frakk-
lands, Emmanuel Macron, Þýska-
landskanslari, Angela Merkel,
Giuseppe Conte, forsætisráðherra
Ítalíu, og forsætisráðherra Bret-
lands, Theresa May, ræddu saman
um mögulega endurkomu Rússa í
hóp G7- ríkjanna samkvæmt frétt
AFP og var sameiginleg niður-
staða þeirra að hleypa Rússum
ekki að að nýju. Aðstoðarmaður
forseta Frakklands sagði við AFP
að þau væru hins vegar opin fyrir
því að opna á frekari samtöl við
Rússa í framtíðinni. May tók í
sama streng í viðtali við SkyNews
og sagði að þau ættu að vera í
sambandi við Rússland en vera
varkár. Conte hafði áður gefið til
kynna í tísti að hann væri hlynntur
því að Rússar fengju að sækja
fundina að nýju.
Trump einangraður í Kanada
Sumir fjölmiðlar erlendis hafa
nefnt fund G7-ríkjanna í Kanada
G6+1 fundinn vegna óvinsælda
Trumps. Spenna ríkir á milli
ríkjanna sex, þ.e. Kanada, Frakk-
lands, Þýskalands, Ítalíu, Japans,
Bretlands og Bandaríkjanna vegna
m.a. úrsagnar þess síðastnefnda úr
kjarnorkusamkomulagi við Íran og
innflutningstolla Bandaríkjanna á
Kanada og Evrópu.
„Forseta Bandaríkjanna er
kannski alveg sama þótt hann sé
einangraður, en okkur er líka alveg
sama þótt við skrifum undir sex
ríkja samninga ef þess er þörf,“
tísti Macron Frakklandsforseti. Þá
sagði Justin Trudeau, forsætisráð-
herra Kanada, að öryggissjónarmið
Bandaríkjanna fyrir réttlætingu
innflutningstollanna væru „hlægi-
leg“.
Í samtölum sínum við blaðamenn
áður en hann hélt af stað til Kan-
ada sagði Trump að Bandaríkin
væru með viðskiptahalla við næst-
um öll lönd og þörf væri á því að
rétta hallann af og það ætlaði hann
að gera. „Það mun ekki einu sinni
vera erfitt og að lokum mun okkur
öllum koma vel saman,“ sagði
Trump, sem mun yfirgefa Kanada
fyrr en aðrir þjóðhöfðingar að sögn
fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins.
18 ára fangelsis-
dómur Alþjóð-
lega sakamála-
dómstólsins yfir
Jean-Pierre
Bemba, fyrrver-
andi varaforseta
Austur-Kongó,
var í gær dreginn
til baka.
Bemba var árið
2016 dæmdur
fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn
mannkyninu í Mið-Afríkulýðveldinu
en hann var einnig ásakaður um
nauðganir og að hafa ekki komið í
veg fyrir hernaðaraðgerðir upp-
reisnarmanna.
Dómurinn frá 2016 þótti tíma-
mótadómur í sögu Sakamáladóm-
stólsins en þá var í fyrsta skipti horft
á nauðganir sem hernaðaraðgerðir.
Hin meintu brot áttu sér stað á ár-
unum 2002 til 2003 en á vef BBC
kemur fram að einn af dómurum við
dómstólinn hafi í gær sagt að dóm-
ararnir hefðu árið 2016 ekki tekið
með í reikninginn tilraunir Bemba
til að stöðva glæpina þegar hann
hafði fengið vitneskju um þá.
Sleppur
við 18 ára
fangelsi
Jean-Pierre
Bemba
Var m.a. sakaður
um stríðsglæpi
Fimmtungi færri
eintök verða
framleidd af nýj-
ustu týpum af
iPhone-símum
miðað við fram-
leiðslu á iPhone X
og iPhone 8 sem
komu á markað í
fyrrahaust. Frá
þessu greinir jap-
anski miðillinn
Nikkei en Apple hefur á hverju ári
frá því að fyrsti iPhone-síminn kom
á markað árið 2007 komið með nýja
tegund af símanum og hefur sala á
símunum farið stigvaxandi.
Skoðunum sérfræðinga um
ástæðu þessa samdráttar ber ekki
að öllu leyti saman en þó þykir liggja
í augum uppi að eftirspurn eftir nýj-
um símum Apple hafi dregist saman.
Þá sagði James Cordwell hjá Atl-
antic Equities að stjórnendur Apple
væru nú raunsærri eftir mikla bjart-
sýni um sölu í fyrra.
Apple mun kynna þrjár nýjar
iPhone-tegundir í haust
Samdráttur
mælist hjá
Apple
Fimmtungi færri
iPhone-símar
Risi Apple-verslun
í New-York.
Til átaka kom við landamæri Ísraels og Palest-
ínu á Gaza-svæðinu í gær þar sem mótmælendur
köstuðu grjóti og öðru lauslegu í átt að ísra-
elskum hermönnum sem svöruðu með því að
skjóta táragasi á hópinn. Til harðra átaka kom á
sömu slóðum um miðjan maí þegar tugir Palest-
ínumanna féllu fyrir kúlum hermanna, en fólkið
hafði þá komið saman til að mótmæla opnun
sendiráðs Bandaríkjanna í Jersúsalem.
Táragasi rigndi yfir mótmælendur á Gaza
AFP
Bandarískur sérsveitarmaður var í
gær drepinn rétt fyrir utan bæinn
Jamaame í suðurhluta Sómalíu.
Eru vígamenn íslamska öfgahóps-
ins al-Shabab sagðir bera ábyrgð á
dauða hans, en talið er að þeir hafi
setið fyrir hermanninum. Fjórir
aðrir Bandaríkjamenn og einn
Sómali særðust einnig í árásinni.
Al-Shabab voru stofnuð árið 2006
og eru þau í sambandi við víga-
menn al-Qaeda. Markmið þeirra er
að steypa stjórn landsins af stóli.
Bandaríkjamenn hafa tekið þátt í
aðgerðum gegn þeim undanfarið.
Er þetta fyrsti bandaríski her-
maðurinn sem drepinn er í Afríku
síðan í október sl.
SÓMALÍA
Bandarískur hermaður féll í árás