Morgunblaðið - 09.06.2018, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ríkisstjórningafst uppog bakkaði
í vikunni frá mál-
um sínum við
minnsta mótbyr.
Litlum minnihluta
á þingi er leyft að
taka völdin og eft-
ir situr veikari ríkisstjórn
sem hefur sýnt slíkt stefnu-
og forystuleysi að erfitt er að
sjá að hún muni ná tökum á
því verkefni sem henni hefur
verið falið.
Á sama tíma og ríkis-
stjórnin sýnir þessi veik-
leikamerki gerist það – og ef
til vill má segja að það sé
önnur birtingarmynd veik-
leikans – að heilbrigðis-
ráðherra rekur af mikilli
óbilgirni stefnu sem ekki
verður séð að samstarfs-
flokkarnir í ríkisstjórnar-
samstarfinu hafi skrifað upp
á. Heilbrigðisráðherrann er
kominn í stríð við einkarekst-
ur í heilbrigðiskerfinu og
virðist hafa einsett sér að
nýta tímann í ráðuneytinu til
að þrengja eins og kostur er
að einkarekinni heilbrigðis-
starfsemi.
Eitt fórnarlamb stefnu
ráðherrans er forstjóri
Sjúkratrygginga Íslands sem
er að hætta eftir að ráð-
herrann ákvað að auglýsa
starf hans laust til umsóknar
og honum var orðið ljóst að
hann yrði ekki endurráðinn.
Um leið undirbýr ráð-
herrann að auka umsvif hins
ríkisrekna kerfis á kostnað
einkarekinnar þjónustu, þó
að ljóst megi vera að hag-
kvæmt sé að reka hluta heil-
brigðiskerfisins utan stóra
ríkisspítalans.
Formaður Læknafélags
Reykjavíkur og formaður
Samtaka heilbrigðisfyrir-
tækja lýsa áhyggjum sínum
af þessari þróun mála í grein
í Morgunblaðinu í gær. Þar
benda þeir á að sjálfstætt
starfandi sérfræðilæknar á
rammasamningi við Sjúkra-
tryggingar hafi sinnt 500.000
heimsóknum í fyrra. Á sama
tíma hafi göngudeild Land-
spítala og Heilsugæsla höfuð-
borgarsvæðisins tekið
samanlagt við 494.000 heim-
sóknum. Þrátt fyrir þessi
miklu umsvif einkageirans
taki starfsemi sérfræðilækn-
anna aðeins til sín um 6% af
heildarútgjöldum til heil-
brigðisþjónustunnar, enda sé
sérfræðiþjónustan vel rekin.
Læknarnir tveir benda
einnig á að samningur sér-
fræðilækna við Sjúkratrygg-
ingar renni út um
næstu áramót og
að læknar hafi án
árangurs kallað
eftir áætlun ráð-
herrans hvað
samninginn varð-
ar. Þeir hafi svo
fengið vísbendingu
í sjónvarpsfrétt þar sem fram
hafi komið að ráðherrann
telji samninginn til óþurftar
og að stórfelld uppbygging
göngudeilda sjúkrahúsanna
sé það sem koma skuli í stað-
inn. Þetta gangi þvert á þró-
un í öðrum löndum og ekkert
liggi fyrir um hvernig eigi að
brúa bilið. Útlit er sem sagt
fyrir að ráðherrann sé að
setja kerfið í uppnám, sjúk-
lingum að sjálfsögðu til ama, í
þeim tilgangi að þrengja að
einkarekstri og auka ríkis-
rekstur.
Í fyrradag ræddi Morgun-
blaðið við tvo aðra lækna sem
einnig starfa í einkarekna
hluta heilbrigðiskerfisins og
settu nýlega upp sérhæfðu
meðferðarstöðina Corpus
Medica. Þeir benda á að
einkarekstur í heilbrigðis-
kerfinu geti sparað mikið fé,
enda sé kostnaðarvitund
meiri. Þessir læknar eru
meðal þeirra sem ekki hafa
fengið samning við Sjúkra-
tryggingar en benda á að
slíkur samningur sé ekki fyr-
ir læknana sjálfa heldur sjúk-
lingana. Sjúklingarnir eigi
rétt á endurgreiðslunum, en í
umræðunni sé búið að snúa
hlutunum á hvolf og segja að
þetta sé samningur fyrir
meðferðaraðilana. Það er
mikið til í þessu og ef til vill
myndi umræðan um þessi mál
batna ef þau yrðu meira rædd
út frá hagsmunum sjúklinga
og minna út frá fordómum í
garð þeirra heilbrigðisstarfs-
manna sem kjósa að starfa í
einkageiranum.
Þó að margt megi vissulega
bæta er íslenska heilbrigðis-
kerfið í grunninn mjög gott
og með því að auka svigrúm
sjálfstætt starfandi lækna og
fyrirtækja á heilbrigðissviði
má nýta fjármuni enn betur
og byggja upp framúrskar-
andi heilbrigðiskerfi hér á
landi. Hættan er þó sú, að
heilbrigðisráðherra fái áfram
óáreittur að brjóta niður
kerfið og laga það að kredd-
um um að ríkið eitt megi veita
heilbrigðisþjónustu. Fari svo
mun þjónustan versna mjög
og fórnarlömbin verða þá
þeir sem leita þurfa þjónustu
heilbrigðiskerfisins; allur al-
menningur í landinu.
Hefur heilbrigðis-
ráðherra stuðning
samstarfsflokkanna
til að brjóta niður
einkareksturinn?}
Kredda ráðherra og
veikleiki ríkisstjórnar
Í
vikunni opinberuðust aftur fyrir okk-
ur kerfisvillur í íslensku stjórn- og
velferðarkerfi. Við fengum enn einu
sinni að heyra sögur hugrakkra
kvenna sem stigu fram með sögur sín-
ar af alvarlegu heimilisofbeldi sem þær máttu
þola. Af reynslu minni sem lögmaður get ég
staðfest að þær sögur sem við heyrum nú af
erfiðleikum við að losna úr slíkum ofbeldis-
samböndum eru ekkert einsdæmi. Það er öll-
um ljóst hvers kyns þjóðfélagsmein heimilis-
ofbeldi er og því verður kerfið okkar, lög og
reglur, framkvæmd stjórnvalda og rétt-
arkerfið að virka til bjargar þeim sem út úr
slíkum hörmungum sleppa.
Að brjótast út úr ofbeldissambandi er af-
skaplega flókið og þá þarf að tryggja að reglur
og kerfið þvælist ekki fyrir og tefji úrlausn.
Það þarf mikið hugrekki til að standa upp, segja frá og
bjarga sér og börnum úr slíkum aðstæðum því framtíðin
er í fullkominni óvissu.
Ganga þarf frá lögformlegum atriðum eins og skilnaði,
forsjá barna og eignaskiptum. Þetta þarf að afgreiða hjá
sýslumönnum og þar er víða pottur brotinn. Í fyrsta lagi
er málsmeðferðartími allt of langur vegna manneklu. Í
öðru lagi lúta ofbeldismál engri sérstakri flýtimeðferð
heldur fara einfaldlega neðst í bunkann. Ofbeldið heldur
áfram, eins og við fengum að heyra af í vikunni, þegar of-
beldismaðurinn frestaði stöðugt afgreiðslu máls hjá
sýslumanni. Þetta hef ég margsinnis séð í störfum
mínum, hvernig hægt er að fresta stöðugt af-
greiðslu með því að afboða fundi, skila seint
eða illa inn gögnum, fá sífellt lengri fresti og
loks óska eftir sífellt fleiri tímum í sátta-
meðferð með þeim sem beittur var ofbeldi. Ef
ekki næst samkomulag um skilnað, forsjá og
eignaskipti þá er málinu vísað frá og leita þarf
úrlausnar dómstóla. Þar er málsmeðferð-
artíminn ekkert styttri. Þetta má einnig sjá í
umgengnismálum, þar sem fólk kemst allt of
oft upp með að tefja, fresta fundum og þannig
viðhalda ómögulegu ástandi. Á bak við slíkt
mál sem dregst mánuðum og árum saman er
fjölskylda sem þarf að halda áfram með líf
sitt, oft á algjörlega nýjum stað án skýrrar
framtíðar. Þegar framkvæmd eignaskipta og
ákvörðunar um forsjá í kjölfar ofbeldis-
sambands eru svo mikið undir ofbeldis-
manninum komin er ljóst að kerfið verður að koma til að-
stoðar af meiri festu. Það verður að koma í veg fyrir að
ofbeldið haldi áfram og bregðast hratt við og minnka
þannig þjáningar fjölskyldna. Við þurfum að taka þetta
kerfi til endurskoðunar sem fyrst. Það er ýmislegt hvort
tveggja í barnalögum sem og hjúskaparlögum sem
þarfnast endurskoðunar og það er okkar að fara í það á
þinginu. Ég lofa mínu liðsinni við verkið en skora einnig á
stjórnvöld að efla þau embætti sem með málefnin fara.
helgavala@althingi.is
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Ofbeldið verður að víkja
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
erum gífurlega sátt og ánægð,“ segir
Ari Kristinn. HR rataði á dögunum í
89. sæti á lista Times Higher Educa-
tion yfir hundrað bestu unga háskóla
í heiminum í dag. Ari segir viður-
kenninguna mikla og hún feli í sér
hvata til að gera enn betur og halda
áfram að efla háskólann.
Eldri hópur á Bifröst
Í Háskólanum á Bifröst er ljóst
að einhver fjölgun hefur orðið milli
ára. Vilhjálmur Egilsson, rektor Há-
skólans á Bifröst, segir ljóst að fjölga
muni töluvert í grunnnáminu, þó töl-
ur liggi ekki enn ljósar fyrir þar sem
enn sé opið fyrir umsóknir. Nú sé þó
vitað að fjöldi umsókna í framhalds-
nám er svipaður og í fyrra eða um
200. Hans reynsla er sú að ekki sé
alltaf að marka heildarfjölda um-
sókna. „Við sjáum að margir sækja
um á nokkrum stöðum og hafa ekki
tekið lokaákvörðun með haustið. Þá
verða nemendur að mæta okkar við-
miðum um inntöku.“ Spurður hvort
þeir hafi gert sérstakar ráðstafanir
vegna aukins fjölda útskrifaðra nem-
enda úr menntaskólunum segir Vil-
hjálmur svo ekki vera. „Mjög stór
hluti af þeim sem sækja um hjá okk-
ur eru eldri nemendur. Meðalaldur
er milli þrítugs og fertugs, svo að
margir okkar nemenda hafa ein-
hvern tíma tekið sér hlé frá námi.
Svo við eigum ekki von á að
stór hópur flæði til okkar
núna.“
Metfjöldi umsókna
í háskólunum í ár
Morgunblaðið/Ómar
Háskólasamfélag Margir sýna háskólum landsins athygli í ár.
Ljóst er að háskólarnir leitast við
að koma til móts við fjölbreyti-
leika atvinnulífsins og nýjar
námsleiðir endurspegla að miklu
leyti flóru atvinnulífsins í dag.
Morgunblaðið greindi frá því í
vikunni að Háskólinn á Akureyri
byði nú upp á sérhæfingu í
kennslufræðum sem snýr að raf-
rænum kennsluháttum og tækni.
Háskólinn í Reykjavík hefur boð-
ið upp á námsleiðir í haftengdri
nýsköpun og stjórnun og forystu
í ferðaþjónustu. Þá býður Há-
skólinn á Bifröst nú upp á sér-
hæfingu í samfélagsmiðlum og
markaðssamskiptum og við-
skiptagreind á viðskiptasviði
sínu. „Það verður spennandi að
sjá hverjir velja að leggja
leið sína í slíkt nám,“
segir rektor Há-
skólans á Bifröst.
Rektor HÍ segir aldrei
fleiri hafa sótt um í
rafmagns- og tölvu-
verkfræði, þar sem
fjölgaði um 40%
milli ára.
Aukin fjöl-
breytni í námi
NÚTÍMALEGAR NÁMSKRÁR
Jón Atli
Benediktsson
SVIÐSLJÓS
Nína Guðrún Geirsdóttir
ninag@mbl.is
Fjölgun umsókna í háskólalandsins er meiri en vonvar á. Í ár munu margirframhaldsskólar útskrifa
tvo stúdentahópa, sem útskýrir að
einhverju leyti þessa metaðsókn í há-
skóla landsins. Ákveðið var að stytta
nám framhaldsskólanna í þrjú ár frá
og með hausti 2015. Í ár kemur því
upp sú sérstaka staða að margir
framhaldsskólanna útskrifa nú tvo
hópa nemenda, en um er að ræða
bæði þá sem ljúka við þriggja ára
nám og einnig þann síðasta hóp nem-
enda sem stunda nám í fjögur ár.
Mesta fjölgun frá hruni
Fjölgun í grunnnámi við Há-
skóla Íslands var 12% milli ára, sem
er ein mesta fjölgun sem skólinn hef-
ur séð. 5.000 umsóknir bárust í
grunnnám og 3.200 í framhaldsnám,
sem er 12,5% aukning. Jón Atli
Benediktsson, rektor Háskóla Ís-
lands, segir að ekki hafi verið slík
fjölgun umsókna við skólann frá því
fyrir hrun. „Þetta er ekki metár, en
eftir hrun fór fjöldi umsókna aðeins
yfir 9.000, en þá höfðum við allar dyr
opnar og tókum við stórum hópi
nemenda. En þetta er mjög stórt.“
Jón Atli segir háskólann vera í stakk
búinn til að taka við slíkum fjölda en
það muni reynast áskorun. „Þetta er
bara verkefni sem við tökum alvar-
lega og við munum gera okkar besta
til að mæta fjölguninni innan fjárlaga
og þeirra fjármuna sem okkur er út-
hlutað. Þetta mun auðvitað reyna á
starfsfólk og innviði en við teljum
okkur geta leyst þetta verkefni.“
Fjölgun var í flestum deildum en at-
hygli vakti að í leikskólafræði var
fjölgunin 60% og menntavísindin eru
almennt í sókn. ,,Ánægjuleg þróun
og nauðsynleg,“ segir Jón Atli.
Metfjöldi í HR
Yfir 3.000 umsóknir hafa borist
Háskólanum í Reykjavík sem er
metfjöldi í skólanum. Fjölgunin er
heilt yfir 11% milli ára. Ari Kristinn
Jónsson, rektor Háskólans í Reykja-
vík, segir tölurnar hafa komið sér á
óvart. „Vegna aðstæðna áttum við
von á fjölgun en ekki endilega þess-
ari fjölgun. Sérstaklega höfum við
verið ánægð með mikla fjölgun í
framhaldsnámi hjá okkur en þar
fjölgaði umsóknum um 19%. Svo við