Morgunblaðið - 09.06.2018, Qupperneq 27
27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2018
Hestaleikur Nú þegar grænka tún, hvort sem úrkoma eða sól hefur meiri áhrif þar á, kætast ferfætlingar. Þessi ágætu hross léku listir sínar í þokunni undir Akrafjalli.
Hari
Senn eru þrír ára-
tugir liðnir frá falli
Sovétríkjanna sem var
annar stólpi kalda
stríðsins. Kapítalism-
inn stóð eftir sem
sigurvegari og auð-
menn, glæpalýður og
lukkuriddarar létu
greipar sópa um rúss-
neskt samfélag, fyrir-
tæki og auðlindir. Jelz-
ín sem tók við 1991 eftir Gorbatsjoff
varð fljótt óvinsæll og afsalaði sér
völdum í árslok 1999, þrotinn að
heilsu og bað þjóðina afsökunar á
viðskilnaðinum. Við tók Vladimir
Pútin, sem síðan hefur verið ráðandi
ýmist sem forseti eða forsætisráð-
herra í þessu víðlendasta ríki jarðar,
nú nýlega kjörinn forseti þess á ný
með sögulegum kosningasigri. Eftir
yfirtöku Rússlands á Krímskaga og
átök í austanverðri Úkraínu samein-
uðust Vesturveldin um viðskipta-
hindranir gegn Rússum og hafa ný-
lega bætt um betur út af meintri
aðild rússneskra stjórnvalda að
eiturefnaárás á Skripal-feðginin í
Bretlandi. Sannanir liggja þar hins
vegar ekki fyrir og málið er afar
vandræðalegt. Rússum var árið 2014
vikið úr samráðshópi helstu stór-
velda, nú G-7 ríkjahópnum, og
Obama fyrrum forseti
afskrifaði Rússland
sem afgangsstærð (e.
regional power). Þessi
staða og viðbrögð,
studd af forystu Nató
sem aukið hefur hern-
aðarumsvif sín að
landamærum Rúss-
lands, sætir nú vaxandi
gagnrýni í röðum
stjórnmálamanna á
Vesturlöndum, sem
telja einangrunar-
stefnu gagnvart Rúss-
landi hvorki þjóna friði né framtíð-
arhagsmunum. Um þetta vitnar m.a.
mikil umræða sem nú á sér stað
meðal Þjóðverja.
Þýskaland og ESB klofið
í afstöðu til Rússa
Innan Evrópusambandsins er nú
deilt um margt, ekki síst um stefn-
una gagnvart Rússlandi. Í nýrri
ríkisstjórn Merkel eru uppi ólík
sjónarmið, innanríkisráðherrann
Seehofer, formaður CSU í Bæjara-
landi, er andsnúinn áframhaldandi
viðskiptaþvingunum gegn Rússum
og einnig sumir í flokki kanslarans.
Erfiðast er málið fyrir sósíal-
demókrata þar sem ekki hefur tekist
að sætta öndverð sjónarmið. Fyrr-
um flokksformaður og utanríkis-
ráðherra, Sigmar Gabriel, vildi
hætta viðskiptaþvingunum en arf-
takar hans Andrea Nahles nýr for-
maður krata og Heiko Maas nýr
utanríkisráðherra vilja halda þeim
áfram þvert á afstöðu meirihluta
flokksmanna. Frank-Walter Stein-
meier, nú forseti Þýskalands og fyrr-
um utanríkisráðherra, varaði nýlega
eindregið við ört breikkandi gjá milli
Vesturlanda og Rússlands. Þótt allir
segist vilja halda talsambandi við
Moskvu segir nýr sendiherra Rússa
í Berlín að staðan milli ríkjanna sé
nú verri en á dögum kalda stríðsins.
Þetta gerist þótt nýleg skoðana-
könnun Forsa-stofnunarinnar sýni
að yfir 90% Þjóðverja vilji sjá góð
samskipti milli ríkjanna og 68% telji
rangt að ganga hart fram gegn
Rússum, þar af yfir 80% flokksbund-
inna krata (Der Spiegel nr. 19. maí
2018). Þar á bæ á stefna Willy
Brandts djúpar rætur en hann
breytti og mildaði afstöðu Þýska-
lands til austurs í tíð Sovétríkjanna.
Brestir í grunnstoðum
Vesturveldanna
Allt frá því Donald Trump settist
við stýri í Hvíta húsinu hafa komið í
ljós brestir í grunnstoðum Vestur-
veldanna, bæði innbyrðis sem og í af-
stöðu til heimsmála, þar á meðal
gagnvart Rússum og Kínverjum og
nú síðast varðandi samkomulagið við
Íran. Ár er liðið síðan Merkel lét þau
orð falla eftir fund G-7 ríkja að
Evrópubúar gætu ekki lengur reitt
sig á Bandaríkin. Síðan hefur stein-
um í þessari götu fjölgað til muna, nú
síðast með ákvörðunum Bandaríkja-
forseta um tolla sem jafngilda við-
skiptastríði. Heimsóknir Macrons og
Merkel til Washington nýverið hafa
komið fyrir ekkert, hvort sem um er
að ræða samninginn við Írani um
kjarnavopn eða að undanskilja ESB
innflutningstollum. Á þetta mun
reyna enn frekar á boðuðum fundi
æðstu manna G-7 ríkjanna í lok
þessarar viku (8.-9. júní). Í umræðu-
þætti Presseclub um liðna helgi voru
allir þýsku viðmælendurnir fimm
talsins sammála um að taka ætti
Rússland á ný inn í G-7 hópinn. Eng-
in vandamál muni leysast án þátt-
töku Rússa.
Ætlar Ísland áfram að
styðja viðskiptahindranir?
Í skýrslu Guðlaugs Þórs Þórðar-
sonar utanríkisráðherra til Alþingis
í apríl síðastliðnum segir meðal
annars: „Áratugahefð er fyrir mikl-
um samskiptum milli Íslendinga og
Rússa á sviði viðskipta og menning-
ar. Viðskiptahindranir vegna
Úkraínudeilunnar hafa haft mikil
áhrif á viðskipti við Rússland og
hefur útflutningur á fiskafurðum
nær þurrkast út, en það voru mest
loðna, makríll og síld. Eitt helsta
forgangsverkefni sendiráðsins síð-
ustu misseri hefur verið að bregðast
við þessari erfiðu stöðu.“ Í máli ráð-
herrans kom þá fram að „öllum tví-
hliða fundum með rússneskum
ráðamönnum og háttsettum emb-
ættismönnum hefur verið frestað
um óákveðinn tíma. Af þeirri
ákvörðun leiðir að íslenskir ráða-
menn munu ekki sækja heims-
meistaramótið í knattspyrnu í
Rússlandi á komandi sumri“. –
Fróðlegt er að bera þessa afstöðu
saman við niðurstöðu blaðamanna
Der Spiegel þegar þeir staðhæfa:
„Pútin stefnir ekki að endurreisn
Sovétríkjanna. Hann vill að Vest-
urveldin virði rússneska hagsmuni
og viðurkenni Rússland sem stór-
veldi og gildan þátttakanda á al-
þjóðasviði. Það hefur Pútín sýnt
fram á í Sýrlandi.“ Er það að
minnsta kosti ekki umræðunnar
virði hér eins og í Þýskalandi, hvort
við séum á réttri braut?
Eftir Hjörleif
Guttormsson » Frank-Walter Stein-
meier, forseti
Þýskalands og fyrrum
utanríkisráðherra, var-
aði nýlega eindregið við
ört breikkandi gjá milli
Vesturlanda og Rúss-
lands.
Hjörleifur Guttormsson
Höfundur er náttúrufræðingur.
Er Rússland „óvinurinn“ eða til samstarfs fallið?
Ríkisfjármálaáætlun
2019-2023 liggur til
grundvallar fjárheim-
ildum mismunandi
málaflokka. Nú þegar
hún er til umræðu
finnst mér mikilvægt
að staldra við og skoða
þróun framlaga á mik-
ilvægum málefna-
sviðum sem heyra und-
ir mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytið.
Fjárheimildir framhalds-
skólastigsins voru auknar verulega á
þessu ári, um rúma 1,2 milljarða frá
fyrra ári, þær munu
halda áfram að hækka
miðað við ríkisfjár-
málaáætlun, eða um
4,3% að raunvirði frá
árinu 2017 til 2023.
Framlög á hvern árs-
nema á framhalds-
skólastigi halda líka
áfram að hækka, þau
hækkuðu um 6,5% frá
fyrra ári og gert er ráð
fyrir 8% hækkun á
næsta ári, miðað við að
hækkun á málefnasvið-
inu fari í rekstur framhaldsskól-
anna. Áætlanir gera alls ráð fyrir
18,5% hækkun að raunvirði á hvern
ársnemanda á tímabilinu 2017-2023,
úr 1.338.000 kr. í 1.586.000 kr.
Undanfarin ár hafa framlög til há-
skólastigsins verið aukin töluvert.
Framlögin jukust um 15,2% að nafn-
virði milli áranna 2016 og 2018 en
vísbendingar eru um að sú aukning
sé umfram það sem gerst hefur í
öðrum Evrópuríkjum. Ráðgert er að
fjárveitingar til háskólastigsins
muni halda áfram að aukast og
hækki upp í 47,2 milljarða kr. árið
2023, sem þá er vöxtur upp á tæp
12% á tímabilinu.
Heildarframlög til málaflokks
menningar-, lista-, æskulýðs- og
íþróttamála jukust um 1,5 milljarða
króna að raunvirði milli áranna 2017
og 2018, eða um 12%. Ríkisfjármála-
áætlun 2019-2023 gerir ráð fyrir að
útgjaldasvigrúm málefnasviðsins
muni haldast í því horfi út tímabilið.
Að auki gefur ríkið eftir umtals-
verðar skatttekjur þegar virðis-
aukaskattur á bækur verður afnum-
inn í byrjun árs 2019. Ekki liggur
fyrir ennþá hversu mikil tekju-
minnkun ríkissjóðs verður vegna
þessa og margar breytur geta haft
áhrif á þá endanlegu fjárhæð. Vonir
standa til þess að þessi aðgerð muni
hafa jákvæða keðjuverkun í för með
sér fyrir bæði íslenska útgáfu og
aðra menningarneyslu.
Sem ráðherra fagna ég áhuga
allra á þróun mennta- og menn-
ingarmála í landinu og einnig þeim
ríka samvinnuvilja sem ég skynja á
vettvangi minna starfa. Hvoru
tveggja er okkur mikilvægt til að ná
þeim metnaðarfullu markmiðum
sem við höfum sett okkur.
Rétt skal vera rétt
Eftir Lilju Dögg
Alfreðsdóttur
Lilja Dögg Alfreðsdóttir
» Sem ráðherra fagna
ég áhuga allra á þró-
un mennta- og menn-
ingarmála í landinu og
einnig þeim ríka sam-
vinnuvilja sem ég
skynja á vettvangi
minna starfa.
Höfundur er mennta- og menningar-
málaráðherra.