Morgunblaðið - 09.06.2018, Síða 35

Morgunblaðið - 09.06.2018, Síða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2018 ✝ Sigrún Stef-anía Ingibjörg Angantýsdóttir fæddist í Glerár- hverfi á Akureyri 18. júlí 1943. Hún andaðist á Heil- brigðisstofnun Norðurlands, Sauðárkróki, 27. maí 2018. Foreldrar Sig- rúnar voru Björg Dagmar Bára Jónsdóttir, f. 19. nóvember 1919 í Lambanesi í Fljótum, Skagafirði, d. 16. ágúst 1987, og Angantýr El- ínór Jónsson, f. 16. ágúst 1910 í Gröf í Svarfaðardal, d. 23. september 1982. Systkini Sig- rúnar eru 1) Lára Salóme, f. 1938, gift Gunnari Haralds- syni, d. 1989. Núverandi sam- býlismaður Láru er Snæbjörn Guðbjartsson. 2) Sigurgeir, f. uðust þau einn son, Björn Angantý, f. 13. janúar 1967. Björn eignaðist börnin Gunnar Björn, f. 21. september 2004, og Íseyju Rún, f. 13. ágúst 2009. Eiginkona Björns, gift 2015, er Halldóra Bergsdóttir, f. 24. ágúst 1969. Börn hennar af fyrra hjónabandi eru Ester Ósk, Sævar Örn og Helgi Þór. Eftirlifandi sambýlismaður Sigrúnar er Jón Sigurbjörn Dalmann Pétursson, f. 3. apríl 1942. Börn hans af fyrra hjónabandi eru Sigríður Huld og Símon Guðvarður. Sigrún, eða Silló, eins og hún var alltaf kölluð, bjó mest- an hluta ævi sinnar á Sauð- árkróki. Ung fór hún að vinna í matvöruverslunum, lengst starfaði hún hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, fyrst í Gránu og síðast í Skagfirðingabúð. Silló söng með ýmsum kórum, þar á meðal Kirkjukór Sauðárkróks um árabil. Hún var félagi í Bridgefélagi Sauðárkróks. Útför Sigrúnar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 9. júní 2018, og hefst athöfnin klukkan 14. 1939, d. 2012, fyrr kvæntur Sigríði Grétu Þorsteins- dóttur. Síðari kona hans var Þórey Jóhanna Dóra Þorsteins- dóttir. 3) Anton Jón Ingvar, f. 1940, kvæntur Höllu Soffíu Jónasdóttur. 4) Guðmar Birkir, f. 1945, kvæntur Hafdísi Guðna- dóttur. 5) María Kristjana, f. 1948, d. 2006, gift Benedikt Agnarssyni. 6) Matthías Haf- þór, f. 1952. 7) Óskírður drengur Angantýsson, f. 1953, d. 1953. 8) Sigurlaug Sæunn, f. 1958, gift Ómari Eyjólfi Sævarssyni. Sigrún var í sambúð með Ingimar Vorm Kristjánssyni en þau slitu samvistum. Eign- Ég hitti tengdamóður mína, Silló eins og hún var alltaf kölluð, fyrst fyrir sjö árum en kynntist henni í raun ekki af alvöru fyrr en í janúar á þessu ári. Þá fluttu hún og Jón til okkar vegna veikinda Sillóar og voru hjá okkur þar til yfir lauk. Silló var mikil fjölskyldu- manneskja. Hún elskaði fólkið sitt út af lífinu og naut þess að vera hjá okkur og geta hitt barnabörnin sín reglulega. Þegar hún talaði um barnabörnin sín þá átti hún ekki bara við sín tvö heldur líka börnin mín, tengda- börn og barnabörn. Hún tók þeim bara eins og þau væru hennar eigin enda tala þau öll alltaf um „ömmu Silló“ þegar um hana er rætt. Henni var líka mjög annt um systkini sín og fjölskyldur þeirra og var mikið í mun að halda góðu sambandi við þau. Hún tók til að mynda við ömmu- hlutverkinu fyrir barnabörn Maju systur sinnar eftir hennar dag. Fjölskyldumótin, sem hafa verið árlegir viðburðir voru í miklu uppáhaldi hjá Silló. Þar kom fólkið hennar saman, rifjað- ar voru upp gamlar minningar, full borð af kræsingum og auðvit- að sungið smá. Þetta voru fyrir henni hinar fullkomnu helgar. Allir sem þekktu Silló vita að hún var mjög ættrækin og ein- staklega fróð um ættir sínar og samferðafólks síns. Hún gat rak- ið ættartengsl fram og til baka, hver var giftur hverjum og hverra manna hinir og þessir voru. Oft á tíðum í spjalli okkar var ég löngu búin að týna þræð- inum um hver var hvað. Ættar- tengsl voru þó ekki eina áhuga- mál Sillóar heldur var hún ein sú mesta áhugamanneskja um íþróttir sem ég hef kynnst á æv- inni. Það var í raun alveg sama hvaða íþrótt var um að ræða, hún hafði gaman af því að horfa á allt, þó að óhætt sé að segja að körfu- boltaleikir með „strákunum hennar“ í Tindastól hafi alltaf verið í uppáhaldi. Hún mætti á völlinn við hvert tækifæri á með- an heilsan leyfði og eftir það passaði hún að fylgjast með öllum leikjum þeirra í sjónvarpinu. Hún hélt líka mikið upp á fótbolta og þá sérstaklega ef uppáhaldsliðið hennar, Liverpool, var að spila. Það var einmitt það sem hún og Bjössi gerðu kvöldið fyrir andlát- ið, horfðu á fótboltaleik saman. Silló var glaðlynd og jákvæð kona sem hafði þurft að reyna ýmislegt í lífinu. Hún lagði ekki í vana sinn að opinbera líðan sína eða bera áhyggjur sínar á torg. Hún var einstaklega mikill húm- oristi og með frekar dökkan húm- or, sérstaklega miðað við aldur. Hún var mjög staðföst og fylgin sér sem gat verið kostur en gat líka verið henni erfitt þegar hún var búin að bíta eitthvað í sig sem ekki varð haggað. Eftir stendur minning um manneskju sem elskaði fólkið í kringum sig, mátti ekkert aumt sjá, vildi öllum vel en gleymdi að hlúa að sjálfri sér. Þakklæti fyrir að hafa getað verið til staðar fyrir hana og Jón þegar þau þurftu mest á því að halda. Elsku Silló mín, takk fyrir þessa mánuði sem við fengum til að kynnast almennilega, fyrir öll skemmtilegu samtölin okkar, fyr- ir allan fróðleikinn sem þú gafst okkur og það hvað þú tókst alla tíð vel á móti börnunum mínum. Guð geymi þig. Halldóra Bergsdóttir. Það sem kemur upp í hugann þegar við stöndum frammi fyrir sviplegu fráfalli í fjölskyldunni og að reyna af veikum mætti að koma á blað nokkrum orðum um það sem minningabankinn geym- ir frá árunum sem við systkinin áttum saman í leik og starfi er mér engan vegin auðvelt. Silló, eins og hún var almennt kölluð, er fallin frá eftir alvarleg veik- indi. Hún tók þeim fréttum af yf- irvegun og kvaðst taka því sem að höndum bæri. Hún var dugnaðarforkur og taldi óþarfa að gera mikið úr þessu og ekki ástæðu til að æðr- ast. Það fór samt svo að rétt fyrir áramótin var ákveðið að hún færi til Bjössa og Halldóru tengda- dóttur sinnar sem áttuðu sig á hvert stefndi og ákváðu í fram- haldi að hún og Jón Dalmann, sambýlismaður hennar til fjölda ára, fengju þá aðhlynningu sem þessi staða kallaði á. Fljótlega kom í ljós að um bata var vart að ræða. Sameiginlega var þá staðan metin og Silló tók þá ákvörðun að hún ætlaði sér að duga fram yfir fermingu Gunnars Björns hinn 20. maí sl. Eins og oft áður hefur Málm- eyjarfjölskyldan þurft að lúta í gras fyrir manninum með ljáinn og þannig hefur smám saman kvarnast úr hópnum á umliðnum árum. Það skiptast á skin og skúrir hjá fjölskyldunni eins og gengur og við höfum reynt að mæta því með æðruleysi en erf- iðast hefur verið þegar börn og unglingar falla frá. Þannig höfum við til fjölda ára kallað fjölskyld- una saman á árlegt fjölskyldumót ásamt mökum og börnum til að efla tengslin og þétta raðirnar. Þar minnumst við þeirra sem fallnir eru og tengjum saman kynslóðirnar. Við höfum það í huga að engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Við höfum verið svo heppin að halda hópnum saman og þannig sameinast í styrk þeg- ar áföllin dynja yfir. Í uppeldinu lærðum við að lífið og tilveran eru brothætt fyrir- bæri og ekki sjálfgefið að dvöl okkar hér á Hótel Jörð væri dvöl án áfalla. Einnig það að lífið er sterkara en dauðinn. Ég sem þessar línur rita hef sterka sannfæringu fyrir því að við lok jarðlífsins taki við dvöl í Sumarlandinu. Eftir dvöl þar og aukinn andlegan þroska sé val um æðri heima sem engan enda taki. Það er okkar sannfæring að jarðlífið sé bara fyrsti áfangi á langri vegferð. Frá því að foreldrar okkar féllu frá höfum við stórfjölskyld- an notið þess að eiga samastað á Hólmagrundinni hjá þeim Silló og Jóni Dalmann en nú er orðin vík milli vina og á þessum tíma- mótum sem orðin eru vil ég fyrir hönd fjölskyldunnar þakka fyrir alla þá alúð og gestrisni sem við höfum notið þar og fyrir allar þær veitingar sem þau hafa veitt af mikilli rausn. Það er sagt að enginn viti hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Eitt er þó alveg ljóst, Skaga- fjörðurinn verður um ókomin ár vettvangur fjölskyldunnar þar sem vina- og tryggðabönd verða hnýtt sem aldrei fyrr. Við munum halda á lofti minningu þeirra fjöl- skyldumeðlima, ættingja og vina sem farnir eru. Það er ómetanlegt að eignast góða ættingja og vini, það þekkj- um við og viljum koma á fram- færi alúðarþökkum fyrir góð kynni. Þau eru og verða ofarlega í huga okkar. Með samúðar- og þakkar- kveðju, Anton og Halla. Sigrún Angantýsdóttir Elsku hjartans vinur. Hversu ósann- gjarnt er það að ungur dásamlegur drengur er hrifinn á brott frá fjölskyldu og vinum? Fyrsta minning okkar af Óðni Skúla fjögurra eða fimm ára er þegar við vorum nágrannar og með honum og Kristni Viktori syni okkar mynduðustu órjúfan- leg vinabönd. Saman í leikskóla, skóla, fót- bolta og í leik og starfi. Seinna meir bættist Gunnþór Óðinn Skúli Árnason ✝ Óðinn Skúlifæddist 28. maí 2002. Hann lést 24. maí 2018. Óðinn Skúli var jarðsunginn 8. júní 2018. Elís í vinahópinn og til varð þríeyki. Til eru ófáar minningar um þá þrjá saman í fótbolta, að gista, horfa á mynd eða bara að hnoðast saman. Það er ólýs- anlega sárt að horfa á eftir þér, elsku Óð- inn Skúli okkar. Við munum minnast ár- anna sem við áttum með þér um ókomna tíð. Þær minningar verða aldrei frá okkur teknar. Elsku Erla, Árni, systkini og aðrir aðstandendur megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Óðinn Skúli var sannur vin- ur og gleðigjafi. Ykkar vinir Svava Þórey, Helgi, Kristinn Viktor og fjölskylda. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulega föður, tengdaföður, afa og langafa, KARLS JÓHANNSSONAR, Kringlumýri 1, Akureyri. Reynir Karlsson Anna Sigríður Halldórsdóttir Heimir Karlsson Elfa Hauksdóttir Ragnheiður Antonsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Kristín IngólfsdóttirSverrir Einarsson Margrét Á. Guðjónsd. Hannes Ó. Sampsted FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, STEINARS PETERSEN. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Landspítalans og Karitas fyrir ómetanlegt starf. Greta Björgvinsdóttir Petersen Birna Petersen Ken Håkon Norberg Gunnar Petersen Elva Gísladóttir Eva Petersen Viktor, Emilia, Oliver, Anna, Steinar og Brynjar Við sendum hjartans þakkir öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ESTHERAR ÁRNADÓTTUR, Grund v/Hringbraut, lengst af til heimilis að Holtagerði 52, Kópavogi, Sérstakar þakkir til starfsfólks V2 á Grund v/Hringbraut fyrir hlýja og góða þjónustu. Valdimar K. Guðmundsson Rebekka María Sigurðardóttir Árdís Brekkan Einar Brekkan Elín Rósa Guðmundsdóttir Jón Rafn Valdimarsson Elfa Hrönn Guðmundsdóttir Eyjólfur Jóhannsson barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir vegna andláts og útfarar föður okkar, BERENTS SVEINBJÖRNSSONAR, Herjólfsgötu 40 Hafnarfirði. Sveinbjörn Berentsson Auður Björgvinsdóttir Jóhanna Berentsdóttir Dagur Jónsson Hólmfríður Berentsdóttir Jóhann Berentsson og barnabörn Hugheilar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og við útför okkar elskulega REYNIS JÓNASSONAR. Elín Þórhallsdóttir Gunnar Ólafur Bjarnason Sigrún Sigfúsdóttir Jónas Reynisson Hanna Lára Helgadóttir Þórhallur Haukur Reynisson Kristín Jónasdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir til þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar GRÍMS BENEDIKTSSONAR frá Kirkjubóli, Dalbraut 14, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á hjúkrunarheimilinu Skjóli fyrir góða umönnun. Benedikt G. Grímsson Anna Inga Grímsdóttir Svanur Ingimundarson Gunnar Rúnar Grímsson Ragna Þóra Karlsdóttir Smári Gunnarsson Stephanie Thorpe Grímur Gunnarsson Þorbjörg Ásta Leifsdóttir Sara Benediktsdóttir Albert Valur Albertsson Lilja Karen Albertsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.