Morgunblaðið - 09.06.2018, Síða 38

Morgunblaðið - 09.06.2018, Síða 38
38 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2018 Kristín Ragnhildur Daníelsdóttir á 90 ára afmæli á morgun. Húnfæddist að Uppsölum í Seyðisfirði við Ísafjarðardjúp og lærðihárgreiðslu í Iðnskólanum á Ísafirði. Kristín giftist Engilbert Sumarliða Ingvarssyni bónda og bók- bindara árið 1948, en hann fæddist í Unaðsdal á Snæfjallaströnd við Ísafjarðardjúp. Þau bjuggu fyrstu hjúskaparár sín á Ísafirði en árið 1953 fluttu þau að Tyrðilmýri á Snæfjallaströnd. „Það var því mað- urinn minn sem gerði mig að bóndakonu. Við byggðum upp hús á Tyrðilmýri þar sem við bjuggum í 34 ár. Nú á seinustu árum endur- byggðum við hús sem foreldrar hans áttu á Snæfjallaströnd og heitir Lyngholt og við eigum það ennþá og fjölskyldan notar bæinn núna sem sumarhús.“ Kristín og Engilbert fluttu til Hólmavíkur árið 1987 og þar bjuggu þau til 2014 er þau fluttu til Ísafjarðar og þar búa þau nú, á Hlíf II. „Við hjónin fylgjumst með og tökum þátt í því sem er um að vera og við ráðum við. Förum í ferðalög með eldri borgurum hingað og þang- að um landið og á skemmtanir. Ég var fyrr á þessu ári á ABBA- tónleikum í Hörpunni og þeir voru rosalega skemmtilegir.“ Kristín og Engilbert eignuðust sjö börn: Gretti, d. 2015, Daníel, Ingvar, Jón Hallfreð, Ólaf Jóhann, Atla Viðar og Salbjörgu. Barna- börnin eru 16 og barnabarnabörnin 7. „Ég ætla ekki að gera neitt í tilefni dagsins, læt aðra sjá um það,“ segir Kristín, en þau hjónin ætla nú samt að skreppa til Hólmavíkur þar sem dóttir þeirra býr og þar mun fjölskyldan koma saman og gera sér glaðan dag. Hjónin Kristín og Engilbert á níræðisafmæli Engilberts í fyrra. „Maðurinn minn gerði mig að bóndakonu“ Kristín Daníelsdóttir verður níræð á morgun G unnar Bragi Sveinsson fæddist á Sauðárkróki 9.6. 1968 og ólst þar upp. Hann gekk í barna- skóla á Sauðárkróki, lauk stúdentsprófi frá Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra á Sauðár- króki 1989 og nam atvinnulífsfélags- fræði við HÍ 1995-99. Gunnar var verslunarstjóri Ábæjar 1989-90, verkamaður og gæslumaður í Steinullarverksmiðjunni 1989-91, verslunarstjóri Ábæjar 1991-95, sölu- og verslunarstjóri hjá Skeljungi hf. 1996-97, aðstoðarmaður félagsmála- ráðherra 1997-99, markaðsráðgjafi hjá Íslensku auglýsingastofunni 1999, starfaði á verslunarsviði Kaupfélags Skagfirðinga 2000-2002, fram- kvæmdastjóri Ábæjar 2002-2003 og framkvæmdastjóri Ábæjar-veitinga ehf. 2004-2006. Gunnar sat í stjórn knattspyrnu- deildar og skíðadeildar UMF Tinda- Gunnar Bragi Sveinsson alþingismaður – 50 ára Í sínu fínasta pússi Gunnar Bragi með sonum sínum Sveini Rúnari og Róberti Smára á góðri stund. Skagfirðingur í allar ættir í allar áttir Í sólskinsskapi Gunnar Bragi með sonunum Inga og Róberti á Spáni. Kópavogur Christian Thor Martinsson fæddist 9. júní 2017 kl. 12.15 og á því eins árs afmæli í dag. Hann vó 3.765 g og var 51,5 cm lang- ur. Foreldrar hans eru Lilja Dröfn Bjarnadóttir og Martin Forward. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is FYRIR HUNDA 80% kjöt 20% jurtir grænmeti ávextir O% kornmet – fyrir dýrin þín Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.